Vikan - 16.01.1986, Blaðsíða 48
„Hvaða eiguin?” spurði
konan.
„Nú, aðallega þá skart-
gripina.”
„0.” Hanna brosti. „Hún gaf
mér þá alla,” sagði hún hljóð-
lega.
Goddard stillti sig um aö
hrópa upp. Hjartaö sló órólega
en hann var strangur í tali.
„Hvenær?”
„Rétt áöur en hún dó — úr
magasári,” sagði konan.
Það varð löng þögn. Hann snerí
sér við og lokaði kommóðuskúff-
unum vandlega en vélrænt.
Spegillinn sýndi honum hvað
hann var fölur og hann sneri sér
ekki viö þegar hann talaði.
„Þá er það í lagi,” sagði hann
rámur. „Ég vildi bara vita hvað
var orðið af þeim. Mér datt í hug
að Milly hefði kannski...”
Hanna hristi höfuðið. „Þaö er
allt í lagi með Milly,” sagði hún
með undarlegu brosi. „Hún er
jafnheiðarleg og við. Er eitthvað
fleira sem þér óskiö, herra?”
Hún lokaði á eftir sér, jafn-
hljóðlega og vel æfðra þjóna er
siður. Goddard studdi sig við
rúmgrindina og stóð og horfði
inn í framtíðina.
II
Dagarnir liðu í tilbreytingar-
leysi, einn af öðrum, líkt og hjá
manni í fangelsi. Frelsiskenndin
var horfin og hugmyndin um
opnari lífshetti. I staö fanga-
klefa var tíu herbergja hús — en
Hanna, fangavörðurinn, gætti
þeirra allra. Hún var auðmjúk
og full umhyggju, fyrirmyndar-
þjónn, en í hverju orði hennar
heyrði hann ógnun við frelsi sitt
— við líf sitt. Úr fýldu andlitinu
og köldum augunum las hann
vissu hennar um vald; úr um-
hyggju hennar fyrir bægindnrn
hans og samþykki kaldhæðinn
brandara. Þetta var húsbóndinn
sem þykist vera þjónn. Ár tregr-
ar þjónustu voru liðin en hún
fetaði sig gætilega áfram meö
óendanlegum eldmóöi í leiknum.
Brengluð og beisk, gædd klók-
indum sem höfðu aldrei áður
fengið tækifæri til að njóta sín,
var hún núna komin í sitt
konungdæmi. Hún tók það smátt
og smátt, naut til fullnustu hvers
munnbita
„Ég vona að ég hafi breytt
rétt, herra,” sagði hún einn
morguninn. „Eg er búin að reka
Milly.”
Goddard leit upp úr blaði„u
sínu. „Er hún ekki nógu góð?”
spurði hann.
„Það finnst mér ekki, herra,”
sagði konan. „Og hún segist ætla
að koma og tala viö yður um
þetta. Ég sagði henni að það
kæmi ekki að neinu haldi.”
„Það er best að ég tali við
hana og viti hvað hún hefur að
segja,” sagði húsbóndi hennar.
„Að sjálfsögðu, ef þér óskið
þess,” sagði Hanna. „Það er
bara það að ef hún fer ekki eftir
að ég er búin að reka hana þá
fer ég. Mér þætti fyrir því að
fara héðan — ég hef haft það
mjög þægilegt hérna — en það er
annaðhvort hún eða ég.”
„Mér þætti leitt að missa þig,”
sagði Goddard vonlaus.
„Þakka yður fyrir, herra,”
sagði Hanna. „Eg veit að ég hef
reynt að gera mitt besta. Ég er
búin að vera hjá yður um tíma
— og ég þekki allar kenjar yðar.
Ég held að ég skilji yður betur en
nokkur annar myndi gera. Ég
geri allt sem ég get til að vel fari
umyður.”
„Gott og vel, ég læt þig um
þetta,” sagði Goddard meö rödd
sem hann reyndi að gera hressi-
lega og bjóðandi. „Þú hefur leyfi
mitt til að reka hana.”
„Það er annað sem ég vildi
nefna við yður,” sagði Hanna.
„Launin mín. Ég ætlaði aö biðja
um kauphækkun þar sem ég er
eiginlega orðin ráöskona hérna
núna.”
„Vissulega,” sagði húsbóndi
hennar og velti vöngum yfir
þessu. „Það virðist vera sann-
gjarnt. Látum okkur sjá — hvað
færðunúna?”
„Þrjátíuog sex.”
Goddard velti þessu fyrir sér
um hríð og sneri sér svo að henni
með góðlegu brosi. „Gott og
vel,” sagði hann hjartanlega,
„ég hækka það í fjörutíu og tvö.
Það er tíu shillingum meira á
mánuöi.”
„Ég var að hugsa um
hundrað,” sagði Hanna þurr-
lega.
Hann var hrelldur yfir því sem
bjó að baki þessari kröfu. „Það
er nokkuð stórt stökk,” sagði
hann loks. „Ég veit ekki hvort
ég...”
„Það skiptir ekki máli,” sagði
Hanna. „Eg hélt að ég væri þess
virði — fyrir yður — það er
allt og sumt. Þér vitið þetta best.
Sumum kynni að þykja ég vera
tveggja hundraða virði. Það er
stærra stökk en þegar allt kemur
til alls er stórt stökk betra
en. . . ”
Hún þagnaöi og flissaði.
Goddard horfði á hana.
„. .. enstórtfall,” botnaðihún.
Andlit húsbónda hennar varð
hörkulegt. Varænar hurfu næst-
um og í föl augun kom svipur
sem var viðurstyggilegur. Hann
horfði á hana meðan hann stóð á
fætur og gekk til hennar. Hún
stóð kyrr og mætti augnaráði
hans.
„Þú ert kát,” sagði hann loks.
„Stutt líf og skemmtilegt,”
sagði konan.
„Mitt eða þitt?”
„Kannski bæði,” varsvarið.
„Ef — ef ég læt þig fá
hundrað,” sagði Goddard og
vætti varirnar, „þá ætti lífið að
minnsta kosti að verða skemmti-
legra.”
Hanna kinkaði kolli. „Kannski
skemmtilegt og langt,” sagði
hún hægt. „Eg er gætin, vitið þér
— ákaflega gætin.”
„Ég er viss um það,” sagöi
Goddard og það slaknaöi á and-
liti hans.
„Gætin með hvað ég borða og
drekk, á ég við,” sagði konan og
horföi einbeitt áhann.
„Það er gáfulegt,” sagði hann
hægt. „Það er ég líka — þess
vegna greiði ég góðri eldabusku
há laun. En gakktu ekki of langt,
Hanna; slátraðu ekki gæsinni
sem verpir gulleggjunum.”
„Það eru litlar líkur á að ég
geri það,” sagði hún hneyksluð.
„Liföu og leyfðu öðrum að lifa;
það eru einkunnarorð mín. Sum-
ir eiga sér önnur einkunnarorð.
En ég er gætin; það kemur eng-
inn mér að óvörum. Ég skildi
eftir bréf hjá systur minni,
svona til að vera viss.”
Goddard sneri sér hægt við og
lagfærði kæruleysislega blóm í
skál á borðinu, reikaöi svo að
glugganum og horfði út. Andlit
hans var aftur fölt og hendurnar
skulfu.
„Það á að opna það ef ég dey,”
hélt Hanna áfram. „Ég hef ekki
trú á læknum — ekki eftir það
sem ég hef séð til þeirra — ég
held að þeir viti ekki nógu mik-
ið; þannig að ef ég dey verð ég
krufin. Eg hef gefið gildar
ástæöur fyrir því.”
„Og hugsum okkur nú,” sagði
Goddard og gekk frá gluggan-
um, „hugsun okkur aö hún sé
forvitin og opni bréfið áður en þú
deyrð?”
„Við verðum að hætta á það,”
sagði Hanna og yppti öxlum, ,,en
ég hef ekki trú á að hún geri það.
Eg innsiglaði það með vaxi og
setti merki á það.”
„Hún gæti opnað það og þagað
yfir því," þráaðist húsbóndi
hennar viö.
Sjúklegt bros breiddist liægt
yfir andlit Hönnu. „Eg myndi
vita það undir eins,” tilkynnti
hún montin, „og það sama á við
um aðra. Drottinn minn, hvilík
læti það yrðu! Chidham hefði
nóg að tala um, svona einu sinni.
Við yrðum í blöðunum — bæði."
Goddard neyddi sig til að
brosa. ,,Ja hérna!” sagði hann
blíðlega. „Penninn þinn lítur út
fyrir að vera hættulegt vopn,
Hanna, en ég vona að það verði
engin þörf á að opna bréfið
næstu fimmtíu árin. Þú virðist
vera heilbrigð og sterk.”
Konan kinkaði kolli. „Ég hirði
ekki um vandamálin fyrr en þau
koma,” sagði hún með ánægju-
svip. „En það skaðar ekki að
reyna að varna því að þau komi.
Það er betra að byrgja brunn-
inn. . . ”
„Einmitt,” sagði húsbóndi
hennar. „Og heyrðu mig annars,
það þarf enginn annar að vita
um þetta litla f járhagslega sam-
komulag okkar. Eg yrði kannski
óvinsæll hjá nágrönnunum fyrir
slæmt fordæmi. Að sjálfsögðu
greiði ég þér þessa upphæð
vegna þess að mér finnst þú
raunverulega hennar virði.”
„Það er ég viss um að yður
finnst,” sagði Hanna. „Eg cr
ekki viss um að ég sé ekki meira
virði, en þetta ætti að duga í bili.
Eg fæ stúlku fyrir minna en við
greiðum Milly og þar vcrður
svolítið aukreitis fyrir mig."
„Auðvitað,” sagði Goddard og
brosti aftur.
„Nú, úr því að ég nefndi það,”
sagði Hanna og staðnæmdist við
dyrnar. „Eg er ekki viss um að
ég ráði neina aðra; þá verður
meira en nokkru sinni fyrir mig.
Ef ég vinn allt verkið got ég :i!lt
eins fengið alla greiðsluna!”
48 Vikan 3. tbl.