Vikan

Eksemplar

Vikan - 16.01.1986, Side 49

Vikan - 16.01.1986, Side 49
Húsbóndi hennar kinkaði kolli og þar sem hann var orðinn einn settist hann og braut heilann um aðstæður sem voru ekki síður óþolandi en þær voru hættuleg- ar. Hann hafði tekið mikla áhættu til aö losna undan yfir- ráðum einnar konu aðeins til að falla, bundinn og h.jálparvana, í hendur annarri. Þó að grun- semdir Hönnu kynnu að vera óljósar og lítiö sannfærandi myndu þær nægja. Það var hægt að grafa upp sönnunargögn. Hann var kaldur af ótta eina stundina, heitur af bræði þá næstu og leitaði árangurslaust að einhverri undankomuleið. Það var heili hans gegn heila slægs og fáfróðs aula; aula sem jók aðeins á hættuna sem hann var í meö illgjarnri heimsku sinni. Og hún drakk. Þegar hún fengi töluvert mikla kauphækk- un drykki hún meira og sjálft líf hans gæti verið komið undir drykkjugrobbi. Það leyndi sér ekki að hún naut yfirráða sinna; síðar myndi hégómagirnd henn- ar reka hana til að sýna þau öör- um. Hann yrði kannski aö hlýða svipusmellum hennar frammi fyrir vitnum og upp úr því væru allar undankomuleiðir lokaðar. Hann sat og hélt um höfuöið. Þaö hlaut að vera undankomu- leið og hann varð að finna hana — fljótlega. Hann varð að finna hana áður en kjaftasögurnar kæmust á kreik; áður en breytt- ar aöstæður húsbónda og þjóns gæddu sögu hennar trúveröug- leika þegar sagan bærist út. Hann titraði af bræöi þegar hann hugsaði um magran, ljótan háls hennar og gleðina yfir ’því að kreista úr henni lífið með fingr- unum. Hann hrökk skyndilega í kút og dró djúpt að sér andann. Nei, ekki fingrum — reipi. III Hann var kátur og hress út á viö með vinum sínum, heima var hann þögull og auðmjúkur. Milly var farin og þó þjónustan væri verri og herbergin vanhirt sýndi hann engin merki um það. Þó bjöllunni væri ekki svarað kvart- aði hann ekki og sneri hinum vanga kurteisinnar að yfirveg- aðri ósvífni. Þegar konan brosti yfir þessari viðurkenningu á valdi sínu brosti hann á móti, brosi sem gerði henni heldur órótt innanbrjósts þó það væri milt og blítt. „Ég er ekki hrædd við yður,” sagði hún einu sinni ógnandi. „Þaö ætla ég að vona ekki,” sagði Goddard með svolítið undrandi raddblæ. „Sumir væru það kannski, en ég er það ekki,” tilkynnti hún. „Ef eitthvað kemur fyrir mig. . . ” „Það getur ekkert komið fyrir konu sem er jafngætin og þú,” sagði hann og brosti aftur. „Þú ættir að lifa fram að níræðu — ef heppnin ermeð.” Honum var það auðsætt að þessar aðstæður voru teknar að þjaka hann. Hræðilegir draum- ar, sem hann mundi ekki, sóttu á hann í svefni. I þeim draumum var ævinlega einhver mikil og óumflýjanleg skelfing sem vofði yfir honum, þó hann gæti aldrei komist aö því hver hún var. Á hverjum morgni vaknaði hann óhvíldur og horfðist í augu við nýjan kvaladag. Hann gat ekki mætt augum konunnar af ótta við að koma upp um ógnunina sem skein úr hans eigin. Töf var hættuleg og kjánaleg. Hann var búinn að þaulhugsa hverja hreyfingu í þessari greindarkeppni sem átti að fjar- lægja skuggann af snörunni af hálsi hans og setja hann um háls konunnar. Áhættan var lítil en þaö var mikiö í húfi. Hann þurfti ekki annaö en velta boltanum úr stað og aðrir myndu halda hon- um á réttri braut. Það var kom- inn tími til að hefjast handa. Hann kom svolítið þreyttur heim úr síödegisgöngunni sinni og snerti ekki við teinu sínu. Hann borðaði bara lítið um kvöldið, sat í hnipri við eldinn og sagði konunni að það heföi slegiö að sér. Áhyggjur hennar, hugsaði hann þungbúinn, hefðu verið meiri hefði hún vitað ástæðuna. Hann var engu skárri daginn eftir og fór til læknisins síns eft- ir hádegiö. Hann fór frá honum með hreint heilbrigöisvottorð að undanskildum svolitlum meltingarörðugleikum og fékk lyf við þeim í flösku. I tvo daga tók hann inn eina matskeið þrisvar á dag með vatni. Það gagnaöi ekkert svo hann lagöist í rúmið. „Einn eöa tveir dagar í rúm- inu saka þig ekki,” sagði læknir- inn. „Leyfðu mér aö sjá aftur tunguna í þér.” „En hvað er að mér, Roberts?” spurði sjúklingurinn. Læknirinn velti vöngum yfir þessu. „Það er ekkert til að hafa áhyggjur af — taugarnar eru í ólagi — meltingin svolítið verri. Þetta verður komið í lag eftir tvo daga.” Goddard kinkaði kolli. Þetta gekk allt samkvæmt áætlun; Roberts kom enn að góðu gagni. Hann brosti hörkulega, eftir að læknirinn var farinn, yfir því hvernig hann hafði í hyggju aö koma honum á óvart. Það var kannski heldur hranalegt gagn- vart Roberts og starfsæru hans en hjá þessu varð ekki komist. Hann hallaði sér aftur og sá áætlunina í anda: aö versna heldur næstu tvo dagana, svo ógleði og uppköst, eftir það taugaóstyrkur og svolítið skömmustulegur sjúklingur sem gaf hitt og þetta í skyn. Maturinn hans var einkennilegur á bragð- ið — honum leið verr eftir að hafa boröaö hann; hann vissi að það var fáránlegt en samt — hann hafði geymt svolítið af kjötsoðinu sínu, kannski læknir- inn vildi athuga það? Og lyfin? Sömuleiðis þvag; hann vildi kannski athuga þaö? Hann lá upp við dogg og ein- blíndi á vegginn. Það yrði vottur — daufur vottur — um arseník í þvaginu. Þaö yrði meira en vott- ur í hinu. Tilraun til að eitra fyrir hann yrði greinilega gefin í skyn og — einkenni konunnar hans voru svipuð og hans eigin — Hanna mátti reyna að komast úr vefnum sem hann var að spinna ef hún gat. Hvað viðkom bréfinu sem hún hafði ógnað honum með, hún mátti veifa því; það myndi bara verða henni til falls. Fimmtíu bréf gátu ekki bjargað henni frá þeim dóms- degi sem hann var að undirbúa handa henni. Það var um að tefla hans líf eða hennar og hann ætlaði ekki að auðsýna neina miskunn. I þrjá daga skammú aði hann sér af ýtrustu ná- kvæmni, fylgdist kvíðinn með sjálfum sér á meðan. Kjarkur hans var aö þverra og hann vissi það. Frammi fyrir honum var kvíðinn við uppgötvun, handtöku og réttarhöld, hið hroðalega mál sem dauði konunnar hans var, langur málarekstur. Hann gat ekki beðið lengur og hann ætlaöi að hefja málið skyndilega og áhrifamikið. Klukkan var á milli níu og tíu um kvöldið þegar hann hringdi bjöllunni og hann var búinn að hringja fjórum sinnum áður en hann heyrði þunglamalegt fóta- tak Hönnu færast upp stigann. „Hvað viljið þér?” spurði hún og stóð í gættinni. „Ég er fárveikur,” sagði hann og saup hveljur. „Hlauptu eftir lækninum. Fljót!” Konan starði á hann af inni- legri undrun. „Ha, á þessum tíma kvölds?” sagði hún. „Það er ólíklegt.” „Ég er að deyja!” sagði Goddard með brostinni röddu. „Ekki þér,” sagði hún hrana- lega. „Þér verðið betri á morg- un.” „Ég er að deyja,” endurtók hann. „Farðu — og — náðu — í — lækninn.” Konan hikaði. Regnið lamdi gluggana í þungum hviðum og Vikan 3. tbl. 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.