Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 10
/
SMÁAUGLÝSINGAR DV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifaeranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa.. Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samið er auðvitaö einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa þau.
Þú hringir... 2 70 22
Við birtum...
Það ber árangur!
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
laugardaga, 9.00—14.00
sunnudaga, 18.00—22.00
ER SMÁAUGLÝSINGABLADID
V
SETTIST EKKI HÉRNA TIL AÐ ... segir Hrafn
Gunnlaugsson meðal annars í viðtali við Illuga
Jökulsson í næstu Viku og vitnar í ágætt íslenskt
skáld. Viðtalið snýst annars talsvert um starf
Hrafns í sjónvarpinu en margir telja hann hafa
gert afar góða hluti fyrir stofnunina.
ALNAFNAR nefnist skemmtileg grein sem segir
frá íslenskum mönnum sem eiga sér fræga alnafna
og vandræðum sem þeir kunna að rata í þess vegna.
KUKLIÐ á ferð um Evrópu
Skáldið Sjón fór með Kuklinu í mikla Evrópuferð.
Hann segir frá ævintýrum þeirra, hljómleikum og
ýmsu sem fyrir augu bar. Þau hittu Hófí í ferðinni.
BRÚÐARKJÓLALEIGA
Já, það er til brúðarkjólaleiga og tíðindamaður
Vikunnar brá sér í heimsókn með glæsilegt módel
og kannaði framboðið og möguleikana. Vilja karl-
arnir ráðskast með hvernig stúlkurnar eru klædd-
ar? Koma sumar aftur?
VERULEG GULLÖLD ÍSLANDS ER AÐEINS AÐ
BYRJA heitir grein í næstu Viku eftir Illuga Jök-
ulsson og er hún í flokknum Reykjavík 200 ára.
Greinin fjallar um skýjaborgir sem reistar voru í
kringum gullfund í Vatnsmýrinni á sínum tíma og
misheppnaðan gullgröft í framhaldi af honum.
Meðal annars efnis, sem nefna má í næstu Viku,
er bæjarrölt þar sem litið er á fallega hluti í verslun-
um höfuðstaðarins, umfjöllun um möguleika kapal-
kerfa svo við tölum nú ekki um læknisvitjunina
og sakamálasöguna.