Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 11

Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 11
Olga Guðrún Árnadóttir er ekki aðeins þekkt sem barna- og unglinga- bókahöfundur, hún hefur sungið inn á plötur, stjórnað barnatímum í útvarpi og fyrir tveimur árum átti hún leikrit á fjölum Þjóðleikhussins. Á síðasta ári, þegar Vikan gerðist svo forhert að yfirheyra góðkunna íslendinga standandi á öðrum fæti, var Olga Guðrún eitt fórnar- lambanna. Athæfið var þeim mun forhertara þar sem rithöfundurinn var um þær mundir kona eigi einsömul. Þegar kom að orðinu vinna svaraði hún: Ljómandi skemmtun, svo lengi sem maður þarf ekki að lifa af henni. Okkur lék forvitni á að vita hvort Olga Guðrún væri með eitthvað í ritvélinni á þessum síðustu og verstu ... eða er yfirleitt hægt að leyfa sér að vera rithöfundur á Islandi. „Ég hef verið að burðast með skáldsögu í dágóðan tíma en ætli hún verði búin fyrr en um aldamót ef maður á að halda áfram í þessu fjárans íbúðabasli," segir Olga Guðrún’ og rennir á morgunkaffikönnuna. Eiginmaðurinn, Guðmundur Ólafsson leikari, sem leikur í Land míns föður, er á leið út, dóttirin Salka, fimm ára heimasæta, fær að sofa út og sá sem var í maga Olgu Guðrúnar fyrir rúmum sex mánuðum, Finnur, beitir öllum brögðum til að fá að verahluti afviðtalinu. „Ég skrifaði barnasögu sem á að koma út hjá Námsgagnastofnun en það er sama sagan með hana, ég hef aldrei tíma til að ljúka við yfirferðina á henni." Þú geturekki lifað afþví aðvera rithöfundur? „Það hefur alltaf verið erfitt að lifa af ritstörfum á Islandi en óger- legt núna. Ég tala nú ekki um ef þú þarf að bera ábyrgð á fleirum en sjálfum þér. Ég er farin að vinna úti, vinn við setjarastörf hjá Máli og menningu sem var alls ekki ætlunin, til dæmis síðastliðið haust þegar ég vonaðist til að geta skrifað á meðan Salka væri í leikskóla og Finnur svæfi. Ég er að vísu í forréttindahópi hvað það varðar að ég get mikið ráðið vinnutímanum og svo er nú Guðmundur í þannig vinnu að hann er heima á morgnana. Þó að maður hafi stundir inn á milli þá nýtast þær manni ekki neitt vegna þess hreinlega að maður er svo þrúgaður af áhyggjum. Allt manns líf snýst um þessa snepla og í þannig ásigkomulagi er ekki hægt að skapa neitt. Ég gæti unnið á nóttunni en þessi litla elska vill vakna á tveggja tíma fresti á nóttunni til að fá félagsskap og einhvern tíma þarf að gera blessuð húsverkin þó ég hafi aldrei verið mikið fyrir þau. Mér finnst líka að maður verði svo óskipulagður í þessu kapphlaupi við nauðungaruppboð og slíkt. Mér líður eins og það sé búið að taka af mér öll ráð og mér finnst ég ekki lengur hafa eigin hugsanir. Ég er orðin svo heitvond og hafi maður einhvern tíma verið byltingarsinni þá er það bara barnaleikur miðað við það sem er í dag.“ En þú situr ekki aðgerðalaus heima i sambandi við húsnæðismálin? „Nei, ég reyni að starfa þar sem ég held ég geti gert gagn. Ég er í Samtökum áhugamanna um úrbætur í húsnæðismálum. Þetta eru nú óformleg samtök en mér finnst þessi samtök vera eins og hin eiginlega verkalýðshreyfing í dag. Hin verkalýðshreyfíngin virðist bara dauð. Það er verið að tala um þá skelfilegu staðreynd að 25% íslenskra fjöl- skyldna lifi undir fátæktarmörkum. Við viljum meina að annar eins hópur komi til viðbótar þar sem er fólkið sem hefur staðið í húsnæðis- kaupum. Við erum þá kannski að tala um helming íslensku þjóðarinnar sem lifir á hungurmörkunum. í kjölfarið á öllu þessu fylgir andleg fátækt - eða hver fer á alla þessa tónleika og allar þessar leiksýningar? En það er líklega fólkið sem var búið að koma sér fyrir og finnst saga okkar hinna lygasögu líkust. Þessi húsnæðismál eru að eyðileggja alveg óskaplega mikið fyrir þessari ungu kynslóð í listum. Ég veit að þeir rithöfundar og listamenn af minni kynslóð sem hafa lent í þessu eru ekki að gera neitt sem þýðir að þetta á eftir að skilja eftir gat í listsköpun í landinu. Við höfum oft hugsað um þann möguleika að hreinlega flýja land en það er ekki- hægt vegna skulda. Ég ætla ekki að reyna að fara í saumana á því hvað þetta allt hefur í för með sér fyrir börnin. Ég er heppin að þurfa ekki að þeytast bæjarenda á milli með börn í pössun og kæri mig alls ekki um að hafa börnin mín á vergangi á meðan ég vinn." Áttu eitthvað annað en skáldsögu í skúffunni? „Ég hafði ekki einu sinni tíma fyrir nýársljóð í ár, sem ég var þó vön að setjast niður með hér áður. Maður fær svo margar hugmyndir í félagsskap barnanna sinna og ég hef samið svolítið af barnalögum og var bjartsýn á að gera barnaplötu með eigin efni.“ Þú hefur valið að vinna fyrir minnsta fólkið. „Mér fmnst þetta merkilegt fólk en um leið svo réttlaust. Þau eru mér mjög hugleikin og óafvitandi skrifa ég fyrir þau og um þau. Þetta er engin stefna hjá mér.“ Koma börnin fyrir í skáldsögunni í skúffunni? „Já, já, sagan fjallar um ákveðna konu og til að skilja hvað verður úr fólki verður að fara aftur í barnæskuna. Það er ekki hægt að hafa börn á vergangi fyrstu tíu ár ævinnar og reikna með að þau komi hvítþvegin út úr því.“ EFTIR GUÐRÚNU BIRGISDÚTTUR 15. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.