Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 22

Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 22
UMSJÓN. HILMAR KARLSSON itu: towANT Praunti A STEVE TISCH-JON AVNEI PrcxfvKtkjn 'RISKY BUSHÆSS" ACRUISE REBECCADEMORNAY PrcxkKsdbyÍONAVNETandSTEVE Tf Wrltl*n ond Diractod by PAUt’WBOCAAAN FROM SWWflBl «WCHrJP AYAflNER CCMMUNCST)(>JS COMFANY / l\ V D E Tlie new poiice recruits. Call them what you like... Just don't call them when you're in trouble. There's something funny going on in the world of diplomacy. Goidie has found a neu profession... protocol. / What an Institution! fOUCE ACADEMY* a l'AUI. MASIANSKY «*)WK.Tiok stawuw; STEVE OUTTENBERG • KIM CATTRAU. ■ BUBBA SMITH (i) CEORCK GAVNES ascomw lassahb • stmit m NEALISRAEL h l’AT l>R0FT| V HUHPUt hí NEAl. ÍSRAEI. * PAT PROFT anu ITUGll WUSON MtowKUXY PAUL MASLANSKY ■ nurmin HUGll WILSON LÖGGULEIKUR ★★★ POLICE ACADEMY. Ixikstjóri: Hugh Wilson. Aðalleikarar: Steve Guttenberg, Kim Cattrall og Bubba Smith. Sýningartimi: 93 min. Police Academy er einhver vinsælasta gamanmynd seinni ára og er það vel skilj- anlegt. Hér er tekið á efni sem auðvelt er að gera sér mat úr, sem sagt þjálfun lög- reglumanna. Police Academy gerist i stórborg þar sem borgarstjórinn er kvenmaður. Eitt af embættisverkum borgarstjórans er að opna lögregluna fyrir öllum sem langar til að verða laganna verðir. Þetta verður til þess að alls konar lýður sækir um inngöngu í lögregluskólann og fylgjumst við með nokkrum. Yfirmenn lögreglunnar eru ekki eins ánægðir með þessa tilskipun borgarstjórans og tilvonandi lögreglu- menn og er ætlun þeirra að losna við þá flesta sem fyrst. Það fer að sjálfsögðu öðruvísi en til stóð. Þrátt fyrir að vera lausir við alla kosti, sem lögreglumann þurfa að prýða, skreiðast nemendurnir gegnum prófið hver af öðrum, kennurum þeirra til mikilla vonbrigða. Ekki bætir úr skák að þegar á fyrsta degi sem útskrifaðar lögreglur verða nemendurnir til að bjarga þeim kennara, sem verstur var við þá, úr klóm glæpa manna og fá medalíur fyrir. Police Academy er á köflum mjög fyndin og í raun sprenghlægileg einstaka sinnum. Kemur þar til að persónumar eru ákaflega vel heppnaðar. Einn nemend- anna er haldinn skotbrjálæði og hefur mjög einfalda lausn á öllum málum, annar getur framleitt ýmis hljóð með munninum og notar þau óspart til að koma kennur- unum í klípu og sá þriðji getur ekki látið kvenfólkið í friði. Svona mætti lengi telja. Hver nemandi hefur sín sérkenni sem ekki er hægt að segja að falli undir það að vera hæfileikum búinn til að vera nýtur lögregluþjónn. Það er óhætt að mæla með Police Academy við alla þá sem vilja hlæja eina kvöldstund. OLDIE t FÍNU FORMI ★★★ ’ROTOCOL. æikstjóri: Hcrbert Ross. Vðallcikarar: Goldie Hawn, hris Sarandou og Richard Romanus. iýningartími: 91 min. Protocol er ein af þessum gaman- nyndum þar sem ljós eins leikara fær að kína. Aðrir leikarar skipta ekki máli. í ressu tilfelli er það Goldie Hawn sem er kki eingöngu aðalleikkonan heldur er lún líka framleiðandi myndarinnar. Og >að má með sanni segja að hún fari á Lostum og sannar enn einu sinni að hún r besta gamanleikkona Bandaríkjanna. í Protocol leikur Goldie Sunny, bar- túlku í Washington sem kvöld eitt bjargar ilveg óvart arabahöfðingja, sem er í opin- berri heimsókn, frá launmorðingja. Þetta verður til þess að allir fjölmiðlar taka hana i hetjutölu og gera mikið úr afrekinu. njoll og þjóðerniskennd tilsvör hennar ið spurningum blaðamanna auka enn á dýrkunina á henni og æðstu menn í Washington bjóða henni vinnu við ráðu- ieyti sem fer með almannatengsl. Þessir láu herrar hafa að vísu ekki alltof mikið álit á Sunny en staðreyndin er sú að araba- höfðinginn, sem hún bjargaði, hefur orðið ástfanginn af henni og vill hana fyrir konu. Þar sem samningaviðræður við höfðingj- tnn eru á viðkvæmu stigi ætla þeir að koma því þannig fyrir að Sunny fari i opinbera heimsókn og er þeim nokkuð sama þó hún komi ekki aftur. Sunny anar út í ógæfuna og heldur að hún sé að gera þjóð sinni gagn. Hún er aftur á móti sleipari en yfirmenn hennar halda og sér við þeim öllum á eftirminnf legan máta. Eins og áður segir fer Goldie Hawn á kostum og eru sum atriðin í myndinni óborganleg. Segja má að Goldie sé sér- fræðingur i að leika ungar stúlkur sem eru sakleysið uppmálað og vitgrannar í at- höfnum, en bjarga sér alltaf. Þannig er þetta hlutverk hennar í þessari fyrsta fiokks gamanmynd. KLASSlSK BARNASAGA ★★ HEIÐA Á FJALLINU. Lcikstjóri: Tony Flaad. Sýningartími: 90 mín. Hver kannast ekki við hina klassísku 3amasögu Heiðu eftir Johanna Spyri. Böm hafa dmkkið í sig söguna kynslóð fram af kynslóð enda er hér um reglulega 'allega sögu að ræða sem er öllum bömum loll lesning. Heiða hefur verið kvikmynd- uð oftar en einu sinni. Sú útgáfa, sem hér um ræðir, er gerð í samvinnu evrópskra ijónvarpsstöðva og kemur út hér á landi á þremur spólum sem heita Heiða á fjall- nu, Heiða í borginni og Heiða snýr aftur. Sú fyrsta er þegar komin út og er hún hér til umfjöllunar. Heiða á fjallinu er byrjunin eins og flestir þekkja söguna. Segir þar af munað- arlausri telpu sem skilin er eftir í umsjá afa síns í Ölpunum. Afi hennar er ekki þekktur hjá nágrönnum af að vera barn- góður en hjarta hans bráðnar þegar hann fær dótturdóttur sína óvænt til sín. Heiða, sem er hress stelpa, kynnist fljót- lega Pétri, ungum dreng sem verður vinur hennar. Hann er geitahirðir og með hon- um fer Heiða í fjallgöngur og saman lenda þau í ýmsum ævintýmm. Hamingjan virð- ist brosa við telpunni og afa hennar en svo kemur frænka hennar og vill fá hana aftur... Það er óþarfi að rekja söguþráðinn hér. Flestir krakkar, sem sjá Heiðu, þekkja söguþráðinn. Heiða á fjallinu er með :nsku tali, þótt ég renni grun í að ekki sé það upprunalega málið á myndinni. Það ætti samt ekki að koma að sök krakkanna vegna. Myndin er tekin í hinum fögru Ölpum og er landslagið mikilúðlegt. Það er óhætt að mæla með Heiðu á fjallinu við alla krakka. Sagan er falleg, laus við allt ofbeldi sem svo einkennir margar myndir þótt ætlaðar séu bömum. HÆTTULEGUR LEIKUR ★★ RISKY BUSINESS. Leikstjóri: Paul Brickman. Aðalleikarar: Tom Cruise og Rebecca De Mornay. Sýningartími: 86 mín. Joel er ungur menntaskóladrengur sem hefur orðið nokkrar áhyggjur af kynlífi sínu, sem er ekkert. Hann dreymir dag- drauma í skólanum og það kemur niður á náminu. Hann fær þær fréttir að ætli hann að komast í háskóla verði hann að faraað taka sigá. Foreldrar hans, sem em vel efnaðir, skilja hann eftir einan í húsinu meðan þeir taka sér frí. Hann fer að ráðum vina sinna og hringir í gleðikonu sem svo heim- sækir hann. Gamanið fer að kárna þegar gleðikonan, sem er ung og fögur, hverfur á braut með dýrgrip í eigu fjölskyldunnar. Hann hefur uppi á henni og verður það byrjunin á nánum félagsskap sem endar með að rándýr bíll föður hans hafnar úti vatni og skólanámið fer fjandans til. Að vonum er Joel svartsýnn á framtíðina en gleðikonan unga kann aldeilis ráð við öllum þessum hömiungum. Saman ákveða þau að halda partí á heimili Joels og hún fær nokkrar vinkonur únar til að koma og Joel selur aðgang. Þetta verður heljarmikil veisla. Gróðinn verður geysimikill og þrátt fyrir nokkur ljón á veginum nær Joel að undirbúa endurkomu foreldranna á hinn allra besta máta. Risky Business er gamanmynd sem má hafa nokkurt gaman af. Að vísu er hún nokkuð hæg í uppbyggingu en mörg atriði eru virkilega vel gerð. Og í heild er myndin íérlega vel heppnuð tæknilega séð. Það er mikill sjarmi yfir hinum ungu aðalleik- urum, Tom Cruise og Rebecca De Momay. Risky Business er mynd sem höfðar helst til unglinganna en allir ættu samt að geta haft gaman af. 22 VIKAN 15. TBL. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.