Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 44
ÖKULSSON
Lágróma prestur veldur uppþotum ogritskoðun
- Af Þjóðólfi, Hljóðólfiog
fyrstu blaðabrennu á ís-
landi
Eftir messu í dómkirkjunni í Reykjavík einn
sunnudag í febrúar 1850 gerðist það að prestur
einn í hópi kirkjugesta stóð upp og flutti tölu.
Lýsti hann hneykslan sinni á því að þetta
aðalguðshús landsins stæði meira og minna
autt sérhvern helgan dag og bað kirkjuyfirvöld
um að útvega hið bráðasta annan prest, „og
þann prest, hvers orð og kenningar þeir (söfn-
uðurinn) geti heyrt sér til uppbyggingar, því
að ef lýðurinn ekki heyrir kenninguna, hvernig
á hann þá að trúa henni eða verða sáluhólpinn
fyrir hana?“ Mergurinn málsins var sá að
dómkirkjupresti þótti liggja afar lágt rómur og
þótti það á fárra færi að heyra til hans úr
ræðustól. Þó mál þetta virðist máske heldur
lítilfjörlegt spunnust af því gífurlegar deilur í
Reykjavík; eitt helsta blað landsmanna var um
tíma bannað af yfirvöldum og á hinn bóginn
telja ýmsir að málið hafi flýtt því að hér komst
á algert prentfrelsi.
Dómkirkjuprestur var séra Asmundur Jóns-
son og hafði gegnt því embætti frá því fyrri
dómkirkjuprestur, séra Helgi G. Thordersen,
var kjörinn biskup yfir íslandi með aðsetur í
Laugarnesi í landi Reykjavíkur. Áður en séra
Helgi varð dómkirkjuprestur hafði séra Ás-
mundur gegnt embættinu um nokkurt skeið til
bráðabirgða og er Helgi kom í dómkirkjuna
hlaut Ásmundur brauð hans að Odda á Rangár-
völlum. Þeir höfðu því haft ýmislegt saman að
sælda og virðist hafa verið vel til vina. Er séra
Helgi var kjörinn biskup beitti hann sér fyrir
því að séra Ásmundur hlyti embætti dómkirkju-
prests og olli það nokkurri úlfúð því móti
honum sótti dr. Pétur Pétursson, þá prestur á
Staðarstað en síðar biskup. Dr. Pétur tók svo
nærri sér að fá ekki brauðið að hann hugðist
um tíma flytjast úr landi en Helgi biskup friðaði
hann með því að veita honum embætti forstöðu-
manns prestaskólans sem stofnaður var á ís-
landi árið 1847.
44 VIKAN 15. IBL.