Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 39
-»
DÝRASÖGUR
Fyrir nokkru auglýstum við eftir
dýrasögum í Barna-Vikuna. Nú höfum
við fengið eina sögu. Svona er hún:
Ég á tvær finkur sem heita Goggi
og Kíkí. Ég ætla að byrja á því að segja
frá deginum sem ég fékk þá. Ég keypti
þá í Dýraríkinu þann 29. júní 1985 og
þegar ég kom-heim úr búðinni byrjaði
ég á svolitlu asnalegu af því að ég
hleypti þeim út og auðvitað vildu þeir
ekki koma aftur inn. Svo hringdi ég í
vinkonu mína og bað hana um að
hjálpa mér. Hún kom og eftir tvo
klukkutíma náðum við þeim inn í
búrið sitt. Núna fara þeir oftast sjálfir
inn. Þeir sleppa ansi oft út. Einu sinni
ætlaði ég að prófa að baða þá og lét
þá bara beint ofan í baðkarið. Það
gekk alveg hræðilega því að þeir voru
skiljanlega alveg bandóðir. Síðan hef
ég alltaf notað blómaúðara.
Endir.
Fríða M. Harðardóttir.
Nú áttu að koma hverjum hinna 7
punkta í sitt hólf með því að draga
þrjár beinar línur.
í þessa átta reiti á að setja tölurnar
frá 1-8 þannig að engar tvær tölur, sem
standa saman í talnaröðinni, til dæmis
2 og 3 eða 6 og 7, standi saman, hvorki
lárétt, lóðrétt né hornrétt.
Hér er sitthvað til að glíma við ef þú
hefur gaman af alls kyns heilabrotum.
• • •
• • •
• •
• •
• • •
• •
• • • • •
• • • • •
Hér á til dæmis að tengja 12 af
punktunum með beinum strikum
þannig að úr verði kross. Fimm punkt-
ar eiga að vera inni í krossinum og
átta utan hans.
Hvernig heldurðu að sé hægt að
koma þessum númeruðu hringjum,
þríhyrningum og ferningum fyrir í
auðu reitunum 12 þannig að hvorki
verði eins myndir né eins tölur í láréttu
línunum, lóðréttu línunum né horna-
línunum?
©@©@
Hvernig skiptir maður þessum fern-
ingi í fimm minni ferninga sem allir
eru jafnstórir og samanlagt hafa sama
flatarmál og ferningurinn hér fyrir
ofan? _____________________
Lausnir á bls. 43.
15. TBL. VIKAN 39