Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 4
/
Það er hægt að breyta andlitinu ótrúlega mikið með réttri
notkun snyrtivara. Og þar geta augn- og varalitablýantar ráðið
miklu um hvernig til tekst. Hérá eftir koma nokkurgóð ráð
um hvernig blýantarnireru notaðir.
Við gula og appelsínugula augnskugga er fallegt að nota
svarta og bláa blýanta. Hvítt stækkar og til að stækka augað
er hvítureða mjög Ijós blýantur notaður í augnhvarminn. Ef
augun eru of djúpstæð er ráð að setja Ijósan lit í augnkrókinn
og þá sýnist líka lengra á milli augnanna. Svart minnkar og
ef svört lína er teiknuð allan hringinn í kringum augað sýnist
augað minna. Þegar blýantur er notaður undir neðri augnhár
skal hann setturfrá miðju auga og útáytri augnkrók.
Blýantsstrikið gerir það að verkum að varaliturínn rennur síður
til — smitarekki. Einnig skerpir blýantsstrikið varirnar. Þaðer
hægt að breyta lögun varanna með réttri notkun blýantsins.
Breiðar varir eru þynntar með mjög Ijósum blýanti. Einnig er
hægt að láta þunnar varir sýnast þykkri. Oftast er notaður
blýantur í sama lit og varaliturinn, þó aðeins dekkri. Fyrst er
línan teiknuð á með blýantinum og síðan er varaliturinn borinn
á, gjarnan með pensli. En það er ekki nauðsynlegt að nota
endilega varalitablýantinn á varirnar, prófið augnblýantana líka
á varirnar, að minnsta kosti þið sem eruð á yngri árum. Fjólublá-
irogjafnvel grænir litir geta komiðvel útmeð varaglossi.
Passið þó að línan sé ekki of sterk.
AUGU
Hér eru ótal möguleikar og litaúrvalið mikið. Einu sinni átti
litur augnsnyrtingarinnar að fara eftir lit augnanna, síðar eftir
litfatanna. Þaðerauðvitaðfallegten litirnirfara misvel við
augnaumbúnaðinn. Appelsínuguli liturinn ætlar að verða ríkj-
andi í fatatískunni í sumar og svo er einnig í snyrtivörunum.
AUGABRÚNIR
Það er sjaldan ástæða til að breyta lögun augabrúnanna. Nú
er alveg hættað plokka augabrúnirnarörþunnareinsog varí
tísku fyrir nokkrum árum. Augun virðast þó stærri og snyrtilegri
ef plokkuð eru hár undir augabrúnunum og á milli augnanna.
En fjarlægið aldrei hárfyrir ofan augabrúnirnar. Notið auga-
brúnaplokkara og takið hárin í þeirri röð sem þau vaxa. Ef það
er sárt er ráð að kæla húðina með því að nudda hana með
ísmola. Ef hárin vaxa ójafnt og dreift er gott að bursta þau og
jafna með augabrúnabursta. Hægt er að nota örlitla fitu. Skerp-
ið augabrúnirnar með augabrúnalit ef þess þarf. Teiknið fínar
línur sem líkjast hárum og strjúkið aftur yfir með augabrúna-
bursta.
Við tókum saman lista
yfir nokkur snyrtivöru-
merki þar sem meðal
annars kemur fram hve
margir litir fást og verð blý-
antanna.
Frá CLINIQUE eru til
1 5-20 litir af blýöntum og
með hverjum þeirra fylgir
yddari. Allar vörur frá
CLINIQUEeru ofnæmis-
prófaðar. Blýanturinn kostar
590 krónur.
ESTÉE LAUDER hefur9
liti af blýöntum fyrir augu
og 9 liti fyrir varir. Með
hverjum blýanti fylgiryddari.
Blýanturinn kostar 655
krónur.