Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 46
koma illa fram við rektor eftir „pereatið“
fræga þegar skólapiltar gerðu uppreisn gegn
meistara sínum. Hann ákvað að hvort
tveggja skyldi komast á prent og sigldi til
Hafnar hið bráðasta til að fá Þjóðólf prent-
aðan þar. Margir höfðu orðið til þess að
styðja hann til fararinnar; bændur skutu
saman 100 ríkisdölum og tveir menn aðrir
IKaupmannahöfn var Þjóðólfur svo
prentaður í prentsmiðju S.C. Möll-
ers og nefndist Hljóðólfur í þetta
sinn. Síðan sneri Sveinbjörn sér til
æðri yfirvalda í Kaupmannahöfn
og lagði málið fyrir þau. Sendi hann
öll gögn til dómsmálaráðuneytisins „til þess
að stjórnin geti séð og dæmt um hvort rit-
gerðir mínar verðskulduðu það af hendi stift-
yfirvaldanna að örkin væri ekki einungis
útilokuð frá prentsmiðju landsins, heldur
líka tímaritið sjálft hindrað framvegis frá
prentun þar. Af því það er nú áform mitt
framvegis að gefa út blað á Islandi er leið-
beint geti alþýðu og skýrt hugmyndir hennar
í ýmsum málum, og þar eð ég þykist fullviss
um að stjórnin hér muni eigi mótfallin slíkri
tilraun, þá er það auðmjúk bæn mín til
hennar að hún líti svo á mál þetta sem hún
sér að réttur er til, og sjái svo fyrir að blaða-
menn íslendinga þurfi ekki framvegis að
óttast slíka ráðstöfun af stiftsyfirvöldum
landsins, meðan eigi eru aðrar ástæður til
þess en einhverjar „kringumstæður", sem
enginn má vita hverjar eru.“
Svo fór að Sveinbjörn hafði fullan sigur.
Dómsmálaráðuneytið danska féllst á rök-
semdir hans og leyfði útgáfu Þjóðólfs á ný.
Blaðið hafði orðið fyrir þungu áfalli vegna
þessa máls en nú sló almenningsálitið skjald-
borg um það og lifði Þjóðólfur ágætu lífi upp
frá því.
Það er svo af dómkirkjuprestinum, séra
Asmundi Jónssyni, að segja að hann hélst
ekki lengi við í bænum eftir þessi mál öll.
Árið 1853 losnaði gamla prestakallið hans
að Odda á Rangárvöllum á ný og afréð séra
Ásmundur að hverfa þangað aftur. Þar þjón-
aði hann síðan til dauðadags árið 1880. Ekki
greina heimildir frá því hvort Rangæingar
hafi heyrt betur en Reykvíkingar en alltént
var friður um séra Ásmund upp frá því.
H Stjömuspá
l
Hrúturinn 21. mars-20. april.
Nautið 21. april -21. mai
Tviburarnir 22. mai 21. júni.
Krabbinn 22. júni-23. júli. Ljónið 24. júli-23. ágúst.
Meyjan 24 ágúst 23 sept
Senn hillir undir lok
verkefnis sem þú hefur
glímt við nú um sinn.
Hafír þú'gert þitt besta
máttu vera viss um að
uppskera ríkulega.
Gættu þess að særa
ekki viðkvæma sál þótt
hún gefi höggstað á sér.
Vogin 24. sept.-23. okt.
Þér fínnst þú haía efni
áað segjaannarri
manneskju til synd-
anna en ættir að hugsa
þig vel um áður en þú
lætur verða af því.
Stundum að minnsta
kosti er heillavænleg-
ast að halda friðinn.
Þessi vika verður í alla
staði hin líflegasta og á
það jafnt við um starf
og frístundir. Þú hefur
í nógu að snúast en
nýtur þín vel og
skemmtir þér í alla
staði hið besta.
Sporðdrekinn 24. okt.-23. nóv
Þú ert afar hugfanginn
afeinhverju verkefni
eða hugdettu og það
svo að sumir af þínum
nánustu eiga bágt með
að þola það. Sinntu
þeim því eftir föngum
án þess þó að missa
sjónar á markmiðum
þínum.
Þessa dagana ættir þú
að forðast allt óþarfa
vafstur og taka lífínu
með ró. Reyndu að
njóta kyrrðar og friðar,
einvera er nauðsynleg
af og til og gerir þér
örugglega ekki nema
gott.
Bogmaðurinn 24. nóv 21 des
Steingeitin 22. des.-21. jan.
Hugleiddu hvort þú
gerir meiri kröfur til
annarra en sjálfs þín,
það getur tæplega tal-
ist sanngjarnt. Ekki
skaltu búast við að allt
sem þú tekur þér fyrir
hendur verði jafn-
skemmtilegt.
Þér hættir til að æða
úreinu íannað og
ræður venju fremur lít-
ið við athafnasemina.
Með skipulagningu
ættir þú að geta virkjað
þessa atorku til þess að
koma ýmsu þarflegu í
verk.
Vatnsberinn 21. jan 19. febr
Fiskarnir 20. febr-20. mars.
Láttu það ekki bitna á
öllum í kringum þig
þótt þér finnist allt
ganga á afturfótunum
hjá þér. Notaðu skyn-
semina og reyndu að
ráða fram úr eigin
vanda án þess að setja
hálfan heiminn úr
skorðum.
Það lyftist heldur betur
á þér brúnin við tíðindi
sem þér berast langt að.
Fjármálin skýrast óð-
um eftir að hafa angrað
þig ótæpilega um langt
skeið. Þetta er allt á
uppleið.
Það er mikils um vert
að þú standir við loforð
sem þú hefur gefið upp
á síðkastið. Ýmsir telja
sig eiga hönk upp í
bakið á þér og kunna
að bregðast illa við
finnist þeim þú ekki
samvinnufús.
Nú er ráð að hyggja
eilítið að framtíðinni
og gera áætlanir henni
viðvíkjandi. Það er
ýmislegt sem þú ættir
endilega að koma á
hreint áður en þú legg-
ur út í frekari breyting-
ar.
Sýndu aðgát í um-
gengni við fólk, ella
geturðu lent í hrapal-
legum misskilningi.
Takist samt sem áður
svo illa til er vænlegast
að kosta kapps um að
leiðrétta jafnharðan
það sem upp kann að
koma.
46 VIKAN 15. TBL.