Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 27
minn. Það er alltaf mjög örvandi að hitta
Þorgeir - ég er nefnilega þannig gerður að
mér þykir mest gaman að eiga samskipti við
fólk sem er greindara en ég sjálfur! Þetta
er sennilega ástæðan fyrir því að ég hef
aldrei getað kennt af neinu viti. Mér finnst
ekkert gaman að vera að staglast á því sem
ég kann; ég vil heldur vera að læra sjálfur.“
Við skulum stökkva nokkur ár fram í
tímann, frá því að þú laukst námi og til þess
að þú stofnar EGG-leikhúsið. Hvers vegna
varstu að því?
„Það má alveg eins spyrja af hverju ekki?
Mér leiðist að sitja auðum höndum og eins
og ég nefndi áðan hef ég mikla þörf fyrir að
vera að skapa eitthvað. Það var sumarið ’81
að það var haldin svonefnd performansavika
hjá Nýlistasafninu og ég setti þar upp verk
sem átti að lýsa lífi leikarans og sambandi
hans við áhorfandann. Textinn var byggður
á einræðu Becketts, Ekki ég, og ég kallaði
þetta Ekki ég... heldur. Það kom einn
áhorfandi inn í einu og ég þuldi yfir honum
í 15-20 mínútur - grunnurinn var alltaf sá
sami en ég breytti út af textanum eftir við-
brögðum áhorfandans, sem ég sá raunar
aldrei. Samspil áhorfenda og leikara er
sveipað ýmiss konar goðsögnum; það er talað
um að ef salurinn sé „góður“ þá nái leikar-
arnir sér vel á strik og svo öfugt, og mig
langaði til að kanna þetta í sinni hreinustu
mynd. Og mikið rétt; ég fann mjög sterk
áhrif frá þessum ósýnilega áhorfanda. Sumir
voru alveg greinilega æstir og þá reyndi ég
að róa þá; öðrum ögraði ég ef þeir voru of
værukærir og svo framvegis. Það kom mér
satt að segja dájítið á óvart hversu sterk
þessi áhrif voru. Ég man til dæmis að einn
áhorfandinn fannst mér alveg ómögulegur.
Ég fann ekkert nema slæma strauma frá
honum og náði engu sambandi. Því reyndi
ég að ljúka stykkinu eins fljótt og ég gat í
þetta sinn. Ég vissi auðvitað ekki hver þetta
var því ég sá hann aldrei - það hefði verið
svindl - en ég setti hins vegar á mig tímann
og eftir á fór ég í gestabókina og athugaði
hver þetta hefði eiginlega verið. Og jújú -
þá var þetta maður sem ég held að sé víðast
hvar annálaður fyrir hrein og skær leiðindi."
Viðar sagði mér hver þessi neikvæði
áhorfandi hefði verið og ég skellti upp úr.
Við komumst að þeirri niðurstöðu að réttast
væri að láta nafnið liggja milli hluta.
„Sýningin endaði alltaf á því,“ hélt Viðar
svo áfram, „að ljós komu eitt andartak upp
á áhorfandann og á meðan hvarf ég og speg-
ill féll niður þar sem ég hafði staðið. Þegar
spegillinn hætti að sveiflast til sá áhorfand-
inn sjálfan sig þar sem hann hafði haldið
að ég væri. Þetta var ekki bara út í loftið
heldur átti þetta að sýna að það er í raun
og veru áhorfandinn sem rekur leikarann
áfram og gerir hann að leikara. Það er sama
hvað leikarinn djöflast; ef hann fær engin
viðbrögð getur hann eins pakkað saman og
farið heim. Þessi fyrsta sýning EGG-leik-
hússins var eiginlega vangaveltur um það
hver ræður í leikhúsinu. Upphaflega ætlaði
ég að sýna samfleytt í sólarhring en svo
gafst ég upp eftir átta og hálfan tíma. Ég
hafði svo til ekkert sofið næstu tvo sólar-
hringa á undan og var einfaldlega orðinn
dauðuppgefinn.“
GG-leikhúsið lét lítið að sér kveða
næstu tvö árin en sumarið 1983 fór
Viðar á leiklistarhátíðina í Edinborg
og setti þar upp enska uppfærslu
verksins úr Nýlistasafninu. Það kall-
aðist Nor I... but... og óhætt að
segja að það hafi vakið mikla at-
hygli. Blöð um víða veröld skrifuðu um þessa
nýstárlegu sýningu Viðars og sýningar urðu
alls 120. Ari síðar lét Viðar svo enn til skarar
skríða og frumsýndi leikritið Skjaldbakan
kemst þangað líka eftir Árna Ibsen, um
vináttu þeirra skáldmæringanna William
Carlos Williams og Ezra Pound. Það var
sýnt á fornum slóðum EGG-leikhússins, í
Nýlistasafninu, og mæltist vel fyrir.
„EGG-leikhúsið fer af stað ef einhver þörf
er fyrir það,“ sagði Viðar. „Það fylgja því
engar kvaðir og það er heldur ekki bundið
við mig einan eins og kannski mætti ætla.
Karl Ágúst Úlfsson hefur til dæmis alllengi
haft í undirbúningi eintal fyrir Maríu Sig-
urðardóttur sem EGG-leikhúsið mun vænt-
anlega setja upp. Hvað Ellu varðar þá fædd-
ist hugmyndin að því að setja hana upp í
samræðum okkar leikstjórans. Við hittumst
á Irlandi fyrir einu og hálfu ári og ræddum
lengi, lengi, lengi saman. Þá sagði hann mér
frá þessu verki. Við hittumst þegar ég fór
með sýningu Leikfélags Selfoss til írlands;
það var nefnilega þannig á tímabili að
næstum því allt sem ég kom nálægt fór til
útlanda. Svo tókst mér að safna saman
úrvalsfólki hér heima til að vinna með okkur
að sýningunni - þetta eru allt manneskjur
sem ég hef ýmist unnið með áður eða langað
til þess að vinna með. Það var til dæmis
mjög gaman að fá Önnu Stínu, Kristínu
Önnu Þórarinsdóttur, til að vera með.“
Kristín Anna hefur lítið leikið á undan-
förnum árum en var fyrir tuttugu árum og
rúmlega það ein virtasta leikkona þjóðar-
innar. Ég minntist á það við Viðar að það
væri svolítið skrýtið að hún, sem er þekkt
fyrir sína fögru og hljómmiklu rödd, skuli
vera í hér um bil þöglu hlutverki.
„Já, einmitt. Það hefðu sennilega ekki
allar leikkonur látið bjóða sér það. Hún
hefur í rauninni ekki nema eina replikku
en bergmálar stöku sinnum það sem ég segi.
Og þessi replikka var ekki einu sinni í leik-
ritinu heldur er hugmynd leikstjórans. Þegar
ég er búinn að láta dæluna ganga í hartnær
tvo tíma þá segir hún allt í einu: „Verðurðu
ekki smástund enn?“ Þetta kemur svolítið
skemmtilega út. í gamla daga lék Anna Stína
Júlíu og alls konar svona fínlegar stúlkur -
þarna situr hún núna eins og drusluleg
umrenningskerling og er alveg frábær. Ég
minntist áðan á sýninguna á Beðið eftir
Godot hjá Leikfélagi Akureyrar og hvernig
hún eins og endurspeglaði fyrstu leiksýning-
una sem ég sá um ævina. í þessu tilfelli er
svipað uppi á teningnum. Þegar ég var 16
ára vann ég um tíma í fiski norður á Akur-
eyri og var þá í ámóta múnderingu og í Ellu,
slopp og stórum stígvélum. Lappirnar á mér
vildu soðna í þessum stígvélum svo ég fór í
fótabað á hverjum degi eftir vinnu og hafði
þá fyrir venju að setja plötuna með Sóleyjar-
kvæði Jóhannesar úr Kötlum á fóninn.
Kristín Anna las Sóleyju aldeilis snilldar-
lega og æ síðan kann ég Sóleyjarkvæði utan
að. Þá grunaði mig ekki að ég ætti eftir að
leika með Sóleyju sólu fegri - og það meira
að segja næstum sama hlutverkið og ég hafði
þarna í fiskinum.”
iðar er ákaflega metnaðarfullur leik-
ari; ég hygg að hvers kyns stöðnun
sé eitur í hans beinum. Ég spurði
hvert hann sækti sér innblástur til
nýrra átaka.
„Ég hef orðið reynslu fyrir því að
þessar stóru leiklistarhátíðir hafa
mjög hvetjandi áhrif á mig og ég reyni að
sækja að minnsta kosti eina slíka hátíð á
hverju ári. Á þessum hátíðum er mikið úrval
sýninga og fjölbreytnin er mikil; maður fær
eins konar þverskurð af því sem er að gerast
í leiklistinni í heiminum - og þá ekki síst
því sem kennt er við avant-garde eða framúr-
stefnu ...“
Já, þú ert allur í avant-gardeinu . . .
„Ég veit það nú ekki já og nei. Ég hef
gaman af öllu sem vel er gert í leikhúsinu
og ég er ekkert að sækjast eftir stælum
stælanna vegna. Það sem ég átti við er að
maður lærir lítið af því að sjá vondar sýning-
ar, þó það geti auðvitað komið fyrir, og á
þessum hátíðum getur maður verið nokkuð
öruggur um að flestar sýningarnar séu að
minnsta kosti athyglisverðar. Annars væru
þær varla á viðkomandi hátíð. Og avant-
garde sýningar minna mann á að það er í
rauninni hægt að gera hvað sem er og það
held ég sé mjög nauðsynleg áminning fyrir
okkur á þessari afskekktu eyju. Við verðum
að vera reiðubúin að læra af hverju sem er.
Mér er til dæmis mjög minnisstæð sýning á
Túskildingsóperunni sem kom frá Rússlandi.
Hún var helvíti smart þó maður ætti varla
von á því úr þeirri átt - þetta var eiginlega
tískusýning...“
Viðar talaði fjarska lágt meðan við spjöll-
uðum saman og þegar ég kvartaði undan því
að heyra illa til hans afsakaði hann sig með
því að hann væri sjálfsagt að hvíla röddina
eftir átökin við Ellu kvöldið áður. Hann var
líka dálítið þreytulegur að sjá - og ósköp
grannur eins og hann sagði sjálfur í upphafi.
„Ef ég væri ekki svona vitlaus væri ég
ábyggilega ekkert að leggja þessa miklu
vinnu á mig - og aðra - og vissulega langaði
mig stundum til þess að hætta í miðjum
klíðum. Ég var kominn að þeirri niðurstöðu
að það vantaði að minnsta kosti nokkrar
klukkustundir upp á sólarhringinn. En
áfram hélt ég - ekki síst vegna þess að þegar
mest á ríður þá finnur maður best hvað
maður á mikið af góðum vinum sem vilja
allt fyrir mann gera. Og það er góð tilfinn-
ing...“
„ ... æjá, hvernig á maður að halda það
út nema maður sé þá alveg stjörnugalin ...“
15. TBL. VIKAN 27