Vikan

Tölublað

Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 28

Vikan - 10.04.1986, Blaðsíða 28
Sonja Ekvall heitir kona sem rekur umboðsskrifstofu í Hamborg í Vest- ur-Þýskalandi. Það er einmitt hjá þessari konu sem Helga Melsteð hefur nú starfað í hálft ár. Model Team, en svo heitir þessi skrifstofa, er samstarfsskrifstofa Ford Models í New York. Það var í fyrirsætukeppn- inni Face of the 80's sem þær Helga og Sonja hittust í fyrsta sinn. Sonja hefur verið einn af dómurum í keppninni frá upphafi og hefur starf- að með Eileen Ford í tæplega tuttugu ár. Sonja bauð Helgu að koma til sín til Þýskalands og starfa þar og það var svo fyrir milligöngu Ford Models að hún fór til Hamborgar til Sonju og Ralf Ekvall, en þau hjón hafa rekið fyrirtæki sitt í Hamborg í fimmtán ár. Sonja og Ralf eru bæði sænsk. Hún er frá Hálsingborg og hann frá Sundsvall. Þau fluttu frá Svíþjóð vegna starfa hans hjá stórfyrirtæki í Hamborg og þar byrjaði Sonja umboðsstörf fyrir fyrirsætur. Eftir nokkurra ára starf í Hamborg var starfið hennar orðið svo umfangs- ■ mikið að þau hjón ákváðu að setjast þar að og einbeita sér að umboðs- störfum. Umfang fyrirsætustarfanna hefur vaxið ár frá ári í Þýskalandi. Þar eru mörg stórfyrirtæki og þar er gefinn út fjöldinn allur af glæsilegum tímaritum sem mörg eru á boðstólum hér í bókabúðum. Það er því mjög eftirsóknarvert að starfa við fyrir- sætustörf í Þýskalandi og samkeppni orðin mikil. Þar sem þau hjón eru sænsk starfa margar stúlkur frá Norðurlöndunum hjá þeim. Einnig koma til þeirra margar stúlkur frá Bandaríkjunum sem vilja kynnast Evrópu og starfa þarumtíma. Það var Sonja sem uppgötvaði Annette Stai, norsku stúlkuna sem sigraði í fyrstu Ford-keppninni. Andlit Annette er löngu orðið heims- frægt enda hefur hún verið á forsíð- um allra frægustu tímarita heims. Annette kom frá Noregi til Hamborg- ar þar sem hún starfaði fyrir Sonju um tíma. Henni gekk ekki vel í fyrstu en eftir nokkra mánuði, þegar hún var komín með góðar myndir í bók- ina sína, fór hún að fá nóg að gera. Eftir sigurinn í Ford-keppninni hefur hún verið ein hæst launaða fyrirsæta heims. Álagið varð svo mikið að hún tók sér árs frí frá störfum og bjó heima í Noregi en nú er hún komin áfullaferðáný. Annette Stai. Það var Sonja sem uppgötvaði hana. ú er Ford-keppnin komin í fullan gang og í júní kemur Lacey Ford og velur fulltrúa Islands í næstu Ford-keppni. Þið sem hafið áhuga á að vera með sendið sem fyrst up£ og aldur ásamt mynd.l Vikunnar um Helga hefur nú starfað í Þýskalandi í hálft ár. Sonja Ekvall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.