Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 9

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 9
Texti: Björg Árnadóttir, fréttamaður Vikunnar í London Það voru ógiftar yngismeyjar sem bökuðu ensku jólakökuna fyrr á tímum og i aigerri þögn var staðið að bakstrinum. að þeim tíma höfðu þau eingöngu þekkst í Þýskalandi en Albert var einmitt þýskur. Að sjálfsögðu má ekki gleyma blessuðunt jólasveinununr. Sumir vilja halda því frant að langafi allra jólasveina sé enginn annar en sjálfur Óðinn, sem ekki þarf að kynna fyrir lslendingum, en hann átti einmitt að þeysa yfir vetrarhimininn unt þetta leyti á Sleipni sínum (sem samkvæmt þessu gæti þá verið langafi hreindýranna). Á miðöldum varjóla- sveinninn ölglaður, skeggjaður karl í grænni skikkju en gegnum aldirnar ber minna og minna á honunt, þar til rétt fyrir síðustu alda- mót að heilagur Nikulás hélt innreið sína hér í Bretlandi, eftir að hafa ferðast frá heima- landi sínu, Hollandi. til Ameríku og aftur til baka yfir Atlantshafið og þá var hann orðinn að karlinum í rauðu fötunum með hvíta skeggið og gjafapokann á bakinu. Á jólanótt- ina þeysir hann um landið, treður sér niður um reykháfa og fyllir sokka breskra barna með ýmsu góðgæti og smádóti. Bresku jólahaldi fylgja ýrnsar siðvenjur i matargerð, sem eru frábrugðnar því sent við eigurn að venjast. Á flestum breskum heintil- um er borinn frant kalkún á sjálfan jóladaginn en gæs er einnig vinsæll jólamatur. Raunar er hér um innflutt áhrif að ræða, fyrr á tímum tiðkaðist hvorki að borða kalkún né gæs á jólununt heldur ofnsteikt nautakjöt, villisvín eða dádýrakjöt. Hér koma þeir félagarnir Albert prins og Charles Dickens aftur við sögu því það var Albert sent flutti þann sið með sér hingað að hafa gæs í jólamatinn og með skrifunt sínunt hjálpaði Dickens til að festa gæsina í sessi sent jólamat. Sá siður að borða kalkún á jólunt kom hins vegar hingað frá Anteríku í kringum fyrri heimsstyrjöldina. Að honum snæddunt er að sjálfsögðu borinn fram jólabúðingur en hann er jafnómissandi hér unt slóðir og jólagrauturinn er á Islandi. Frarn á átjándu öld var hér um að ræða eins konar plómugraut, hann var búinn til úr plóntum (að sjálfsögðu). alls kyns kryddi. ýmsurn vínum, kjötseyði og brauðmylsnu og var mitt á milli þess að vera grautur og súpa. Síðar var farið að nota rúsínur í staðinn fyrir plóntur og plómugrauturinn þróaðist smám saman í áttina að núverandi jólabúðingi. Jólabúðingurinn enski er aðallega búinn til úr þurrkuðunt ávöxtum en einnig er í honum hveiti. brauðmylsna, fita, púðursykur. ýmiss konar krydd, malaðar ntöndlur og koníak. Helst ætti að búa hann til strax í október og hræra síðan öðru hverju í honunt fram að jólum. Ekki er sama hvernig það er gert. það verður að hræra réttsælis ef menn vilja gæfu og gengi sér til handa. Áður fyrr var venja að setja silfurpening, silfurfingurbjörg og hring í búðinginn. Sá eða sú sent peninginn hreppti varð lánsmanneskja, að fá hringinn boðaði gott hjónaband en fingurbjörgin gaf finnanda sínum fyrirheit urn makalausa ævi. það er að segja piprun. Þegar búðingurinn er borinn frarn er hellt yfir hann koníaki, kveikt í og hann borinn fram logandi. Þetta munu vera leifar frá fornum tímum þegar eld- ar voru tendraðir sólarguðum til dýrðar en heiðnir forfeður héldu upp á afmæli sólarinn- ar á vetrarsólhvörfum. Og þá er það sjálfjólakakan. Fyrr á tímum voru það ógiftar yngismeyjar sem hana bök- uðu úr hveiti, salti og byggi og varð að búa hana til í algerri þögn. Síðan var henni stung- ið í ofninn en ofninn var opnaður á miðnætti. Álti þá andi tilvonandi eiginmanns stúlkunnar að konta inn í eldhúsið og snúa kökunni. Kakan var síðan etin á aðfangadagskvöld. I sumurn sveitum skar stúlkan upphafsstafi sína í kökuna en væntanlegur eignmaður átti síðan að birtast og bæta sínum stöfum við hennar. Að sjálfsögðu hefur kakan breyst eins og annað, nú er í henni ýmiss konar góðgæti sent of langt yrði upp að telja hér. Þó má geta þess að meginuppistaðan í henni eru þurrkað- ir ávextir og víða fer í hana dágóður slatti af koníaki. Enda skal hún búin til nokkrum vikum fyrir jól og vökvuð með koníakinu með vissu millibili. Utan um hana er síðan sett þykkt lag af marsipani og þar á ofan flór- sykursmassi sem á að minna á jólasnjóinn - en síðan er kakan skreytt með jólasveinum, jólatrjám, rauðum silkiborðunt og þess háttar. Ekki er hægt að skilja við hefðbundinn enskan jólamat án þess að minnast á litlu kryddbökurnar sem hafðar eru með teinu á jóladaginn en fyllingin í þeim er ekki ósvipuð jólabúðingnunt og jólakökunni enda gerð úr sömu hráefnunt, það er þurrkuðum ávöxtum, ýmsu kryddi og svo er koníaki auðvitað bætt út í. Um leið og fyrsti bitinn er tekinn á hverj- um jólum má maður óska sér, ennfremur er mönnunt ráðlagt að borða sem mest af kökum þessum því hver kaka, sem innbyrt er, tryggir gott heilsufar í heilan mánuð á komandi ári. Er því best að hafa vaðið fyrir neðan sig og borða að minnsta kosti tólf slíkar bökur um hver jól og ættu menn þá að komast klakk- laust í gegnum komandi ár, heilsufarslega séð. 51. TBL VIKAN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.