Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 27
ári. Ég man alltaf að mamma mín hringdi
í mig á jóladag og þá varð mér svo mikið
um að heyra íslensku að tilfinningamar
bám mig gjörsamlega ofurliði og ég grét
allt símtalið, ég held að ég hafi ekki einu
sinni getað óskað mömmu gleðilegra jóla.
Einu sinni hitti ég íslendinga á þessu fyrsta
námsári mínu. Það vom Einar Ólafur
Sveinsson prófessor og konan hans. Einar
var þá í fyrirlestraferð um Bandarikin."
Þorgerður kom heim eftir að hafa dvalið
tvö ár í Bandaríkjunum. Stuttu síðar, í
nóvember 1967, stofnaði hún kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð. Þá var það nær
óþekkt fyrirbæri að kór væri starfandi við
menntaskóla hér á landi. „Þetta var að
renna blint í sjóinn, að ætla sér að stofna
kór við menntaskóla. Það höfðu skotið upp
kollinum kórar við nokkra framhaldsskóla
en að ætla að stofna kór með einhverjum
stöðugleika var tiltölulega óþekkt fyrirbæri.
Við byijuðum að æfa nokkur jólalög og
sungum við skólaslit í desember þetta sama
Ferðalög okkar og tón-
leikahald hafa gengið vel,
það hefurfylgt okkur
mikil blessun.
ár, keyrðum síðan inn að Kleppsspítala og
að Vífilsstöðum og nokkmm fleiri líknar-
stofnunum og sungum fyrir vistmenn.
Þessari hefð höfum við haldið á hveiju ári,
að undanskildu einu ári þegar ég var erlend-
is.“
Þorgerður fer að hlæja og segir: „Ég er
orðin eins og eitt af húsgögnunum í Hamra-
hlíð.“ Síðan segir hún hugsi: „Stofnunin er
orðin þetta gömul en það sem er svo merki-
legt við þessa starfsemi er að hún er alltaf
ný. Krakkamir syngja í kómum meðan
þeir em í skólanum. Þegar þeir útskrifast
em þeir ekki með lengur. Haustið 1982 var
ákveðið að stofna framhaldskór við skól-
ann. Þennan kór köllum við Hamrahlíðar-
kórinn og í honum getur sungið fólk sem
er útskrifað frá skólanum. Skólakórinn
köllum við hins vegar Kór Menntaskólans
við Hamrahlíð.“
Kórar Menntaskólans við Hamrahlíð
hafa ferðast víða, bæði utanlands og innan.
Alls hafa þeir farið þrettán sinnum í söng-
ferðir til útlanda og nú í febrúar heldur
Hamrahlíðarkórinn enn á ný út i heim og
fer þá i stóra tónleikaferð um ísrael.
Ferill Hamrahlíðarkóranna á erlendri
gmnd er heilt ævintýri út af fyrir sig. Það
hófst 1971 þegar Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð tók þátt í alþjóðlegri tónlistar-
hátíð í Wales.
„Þessi ferð til Bretlands markaði brautina
að vissu leyti. Hún gekk mjög vel og krakk-
amir sungu prýðilega. Kórinn varð eiginlega
uppáhald hátíðarinnar. Við tókum þátt i
æskukórakeppni og höfnuðum i fimmta
sæti sem ég var mjög ánægð með eftir svo
stutt starf.“
Síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar.
Kórinn hefur farið í tónleikaferðir og tekið
þátt í tónlistarhátíðum og keppni í Noregi,
Svíþjóð, Englandi, Danmörku, ísrael, Sviss,
Vestur-Þýskalandi, Belgíu, Japan og
Frakklandi og síðasta sumar var farið í
mikið ferðalag um Skotland og Orkneyjar.
Árið 1984 var sigurár fyrir Hamrahlíðar-
kórinn sem þá vann Let the Peoples Sing,
kórakeppni evrópskra útvarpsstöðva, en
gefum Þorgerði orðið aftur:
„Kórinn er i sjálfu sér miklu viðurkennd-
ari stofnun erlendis en hann er hér á landi.
Á hveiju einasta ári höfnum við jafnvel
tugum boða um tónleikahald og tónleika-
ferðir. Við höfum verið svo gæfusöm að
ferðalög okkar og tónleikahald hafa gengið
vel, það hefur fylgt okkur mikil blessun.
Og okkur hefur verið tekið svo vel,“ segir
Þorgerður og leggur áherslu á orð sín.
„Tökum sem dæmi tónlistarhátíðina í
Strasbourg í Frakklandi sem haldin var í
tilefni af evrópska tónlistarárinu 1985. Þetta
var ein stærsta tónlistarhátið sem haldin
hefur verið. Þama vom fimm þúsund þátt-
takendur hvaðanæva úr Evrópu og gestir
víða að úr öðmm heimshlutum. Við vomm
valin af rúmlega 150 kómm til að koma
fram á tónleikum fyrir sjö þúsund manns
og síðan var sjónvarpað og útvarpað út
um allan heim. Þá hittum við svo sannar-
lega á óskastund og krakkamir sungu svo
vel. Við stóðum á sviði sem rúmaði um
þúsund manns. Áður en við byrjuðum
hugsaði ég með mér: Guð minn góður,
hvefnig eigum við, þessir tæplega fimmtíu
krakkar frá íslandi, að standa á þessu sviði
og halda athygli alls þessa fólks - og syngja
nógu vel? En þetta tókst og þetta var ein
af þessum stundum í lífinu sem aldrei verð-
ur hægt að lýsa." Svipur Þorgerðar verður
dreyminn og hún hálfhvíslar síðustu orðun-
um, bætir síðan við: „Það kemur fyrir undir
Aðfólk lœri að gefa eitt-
hvað af‘sjálfu sér í þessum
heimi sem er að verða allt
ofkaldur.
einum eða öðmm kringumstæðum að
manneskjan getur gefið allt en hún er alltaf
að glata þessum tækifæmm til upplifunar
því hún gefur alltaf minna og minna af
sjálfri sér.
í fyrrasumar fómm við í þriggja vikna
ferðalag um allt Skotland og Orkneyjar.
Ég held að það sé í fyrsta skipti sem hópur
af listafólki fer til Orkneyja frá íslandi síðan
á dögum fomskáldanna, þegar tengslin
vom nánari við þennan norræna menning-
arheim. Við sungúm meðal annars í
Magnúsarkirkjunni í Orkneyjum sem er frá
51. TBL VIKAN 27