Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 15
6. þáttur
Tafla 1
Vistrými í íbúðum fyrir aldraða 1985-1986
Fjöldi Vistrými á hverja 100
vistrýma íbúa eldri en 65 ára
Reykjavík 521-642 4,6-5,6
Vesturland 20-40 1,4-2,9
Vestfirðir 48 5,1
Norðurland vestra 52-56 4,3-4,6
Norðurland eystra 24 0,9
Austurland 41-18 3,3-3,9
Suðurland 77-83 4,0-4,3
Reykjanes 144-206 4,2-6,0
Samtals 927-1147 3,8—1,7
Tafla 2
Vistrými i dvalarheimilum aldraðra 1985- 1986
Fjöldi Vistrými á hverja 100
vistrýma íbúa eldri en 65 ára
Reykjavík 368 3,2
Vesturland 158 11,3
Vestfirðir 27 2,9
Norðurland vestra 0 0
Norðurland eystra 268 9,9
Austurland 27 2,2
Suðurland 354 18,2
Reykjanes 135 3,9
Samtals '1337 5,5
halda, annaðhvort af heilsufarsástæðum, fé-
lagslegum ástæðum eða hvoru tveggja.
Enn sem komið er hefur ákvæðum laganna
um vistunarmat sem forsendu dvalar á öldr-
unarstofnun ekki verið hrundið í framkvæmd.
Ein ástæða þess er sú að samræmdar reglur
um vistunarmat hafa ekki verið gefnar út.
Engu að síður beita margar stofnanir, einkum
stofnanir í eigu sveitarfélaga, einhvers konar
mati við ákvörðun um vistun. Stjórnendur
margra öldrunarstofnana hafa hins vegar ver-
ið ntjög tregir til að beita slíkum aðferðum
við val sitt á vistmönnum. Þess í stað eru tekn-
ar frarn yfir aðferðir sem byggjast á hversu
lengi einstaklingar hafa átt nafn sitt á biðlista
viðkomandi stofnunar, kunningsskap eða
jafnvel möguleikum viðkomandi gamalmenn-
is (eða ættingja) á að styðja stofnunina
fjárhagslega. Þess eru jafnvel dæmi að dregið
hafi verið um hverjir fengju dvöl i húsnæði
fyrir aldraða.
Vorið 1985 voru biðlistar öldrunarstofnana
kannaðir lauslega. Könnunin leiddi í ljós að
fyrir lágu um það bil 2500 umsóknir. Vafa-
laust eru einhverjar umsóknir tví- ef ekki
margtaldar, því í mörgum tilvikum hefur sarni
einstaklingurinn sótt unt dvöl á fleiri en einni
stofnun. Um 1800 þessara umsókna voru um
vist á öldrunarstofnunum sent ekki beita neinu
vistunarmati til að velja úr umsóknum.
Um þessar mundir er verið að ljúka vand-
aðri könnun á biðlistum öldrunarstofnana.
Könnunin hefur verið í höndum landlæknis-
embættisins samkvæmt beiðni heilbrigðisráð-
herra. Fyrstu niðurstöður leiddu í ljós tæplega
2400 umsóknir frá urn það bil 2000 einstakl-
ingum. Langflestir umsækjenda bjuggu á
Reykjavíkursvæðinu og sóttu flestir um dval-
arheimilisvist. Meðalaldur umsækjenda var
79 ár og var þriðjungur þeirra karlmenn.
Endanlegar niðurstöður könnunarinnar
eiga að líggja fyrir nú í árslok. Ætlunin er að
meta einnig heilsufar og félagslegar aðstæður
þeirra aldraðra sem eru á biðlistum. Athyglis-
vert væri að bera niðurstöður könnunarinnar
saman við heilsufar og félagslegar aðstæður
þeirra sem þegar hafa fengið inni á dvalar-
stofnun fyrir aldraðra. Slíkur samanburður
myndi leiða í ljós hvort og í hvaða mæli gamal-
menni hafa fengið vist á öldrunarstofnun án
þess að nægar forsendur væru fyrir stofnana-
dvöl.
Vistrými og vistunarþörf
Vistrými fyrir aldraða og vistunarþörf eru
hugtök sern halda þarf vandlega aðgreindum.
Biðlistar unt vist í húsnæði fyrir aldraða sanna
ekki einir sér að skortur sé á vistrými.
Þjónusta við aldraða verður að mynda eina
samfellda keðju. Engin keðja er sterkari en
veikasti hlekkurinn. Ef einn hlekkurinn er
veikur eykst þrýstingurinn á aðra hlekki keðj-
unnar. Biðlistar eftir vistrými endurspegla
meðal annars að þjónustukeðjan er missterk.
Einn hlekkurinn, heimaþjónustan, er ekki eins
öflugur og æskilegt væri. Vandann verður því
að leysa með því að efla heimaþjónustana
frekar en að ráðast í stórkostlega íjárfrekar
byggingarframkvæmdir. Þegar búið er að
leysa vanda þeirra gamalmenna sem eru á
biðlistum og þurfa ekki annarrar þjónustu við
en heimaþjónustu er hægt að meta biðlistana
á raunhæfan hátt og sjá hversu margir hafa
raunverulega þörf fyrir dvöl á öldrunarstofn-
un.
Þjónustuhópar
aldraðra
Áður hefur verið minnst á þjónustuhópa
aldraðra í þessum þáttum. Hlutverk þeirra er
geysilega mikilvægt því í tilvist þeirra felst
grundvallarbreyting í afstöðu okkar til þess
hvernig við þjónum öldruðum. Hlutverk þjón-
ustuhópanna er að miðla heimaþjónustu til
þeirra sem þurfa á henni að halda og að
tryggja að þeir sem ekki geta lengur lifað
eðlilegu heimilislífi þrátt fyrir heimaþjónustu
fái vist á öldrunarstofnun. Ef þjónustuhóp-
arnir eiga að geta sinnt þessu starfi sínu þurfa
þeir jafnframt að hafa yfir að ráða þeim vist-
rýmum sem eru fyrir hendi á öldrunarstofnun-
um í hverju umdæmi. í því felst að
öldrunarstofnanir myndu fella niður eigin bið-
lista og losna þar með við það umstang og
skriffínnsku sem þeim fylgja. I stað þess myndi
öldrunarstofnun snúa sér til þjónustuhóps
aldraðra á svæðinu í hvert sinn sem vistrými
losnar á stofnuninni og þjónustuhópurinn
myndi síðan sjá um að ráðstafa rýminú i þágu
einstaklings sem þarf á stofnanavist að halda.
Margir munu sjálfsagt kalla fyrirkomulag
af þessu tagi miðstýringu. En í þessu tilviki
er þetta miðstýring sem á rétt á sér. Kostnað-
ur við dvöl á öldrunarstofnunum er greiddur
af hinu opinbera, með öðrum orðum greiddur
af skattgreiðendum. Skattgreiðendur eiga
kröfu á því að þessir Ijármunir séu nýttir í
þágu þeirra sem mesta þörf hafa fyrir dvöl í
húsnæði fyrir aldraða. Öðruvísi verður heldur
ekki tryggt jafnræði aldraðra ogjafnir mögu-
leikar þeirra á stofnanavist þegar heilsu hefur
hrakað svo að þeir fá ekki lifað eðlilegu heim-
ilislífi.
51. TBL VIKAN 15