Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 50

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 50
A l\! D R A U M A R SKURÐUR, LÚMBOG SITTHVAÐ FLEIRA Kæri draumráðandi. Mig dreymdi draum fyrir nokkru og hann veldur mér áhyggjum. Mér fannst ég vera að vaða í skurði sem er rétt fyrir utan húsið hjá afa og ömmu. Ég geng eins og leið liggur nið- ur skurðinn þar til ég kem að beygju. Þar stoppa ég og mér finnst að ég standi fyrir kindum sem koma eftir skurðinum á móti mér. Skurðurinn er næstum mann- hæðar hár og kindurnar þurftu að komast upp úr honum og þurfti ég að hjálpa þeim flestum upp úr, en þær voru milli tíu og tuttugu. Þegar kindurnar voru komnar upp ætlaði ég að halda áfram en þá kom mikið hrossastóð, milli tutt- ugu og þrjátíu stykki, á harða stökki á móti mér. Ég fór til baka og stóð í beygjunni á meðan hest- arnir stukku upp. Þegar hestarnir voru komnir upp leit ég eftir skurð- inum í þá átt sem hestarnir komu úr. Þá sá ég að bróðir minn og pabbi komu eftir skurðinum og fannst mér þá að þeir hefðu verið að reka hestana. Enn sneri ég við og hélt í sömu átt og ég ætlaði. Þá fannst mér allt í einu að eitt- hvað lifandi væri ofan í skurðin- um. Þegar ég leit betur i kringum mig sá ég að við annan bakkann var krökkt af lömbum. Þau voru á stærð við rottur, flest nýfædd, með gráa snoppu og gráa depla í eyr- unum. Ég hófst handa við að tína lömbin upp en þá sá ég allt í einu á sem lá á skurðbakkanum og bar hverju lambinu á eftir öðru ofan í skurðinn. Hún bar þremur eða fjórum á augnablikinu sem það tók mig að tina eitt lamb upp úr skurðinum. Lömbin voru svört og grá en ærin hvít. Eins var með þær fimm eða sex ær aðrar sem voru á túninu rétt hjá skurðinum, en það var allt krökkt af svörtum og gráum lömbum. Ærnar voru ekki snjóhvítar heldur gular og skítugar eins og þær hefðu verið lengi inni. Þær voru allar nýrúnar. Ég tók nýfæddu lömbin líka upp úr skurðinum en rak ána ekki í burtu, fannst allt í lagi að hún bæri lömb- unum ofan í skurðinn. Það var ekkert vatn í skurðinum eða þá sáralítið og ég man ekki eftir því að það hafi gruggast eða ég blotnað þó að ég gengi í því. ■ 5 er óvenjulega skýr og fullur af táknum. Það eina sem þú gætir þurft að vara þig alvarlega á er að láta ekki einhvern annan - til dæmis ein- hvern sem þú ert verulega hrifin af- taka fram fyrir hendurnar á þér. Það var líka mikill gróður í skurð- inum. Ég hélt síðan áfram upp eftir skurðinum og var alltaf annað slagið að tína upp lömb þar til ég vaknaði. Takk fyrir birtinguna. Þura. Þetta var mjög greinargott bréf og einnig var gagn i þeim upplýs- ingum sem ekki birtast hér. Það er alveg Ijóst að fram undan hjá þér eru einstakir tímar i þinu lífi, þú virðist hafa ákveðið eitt- hvað og þér verður ekki haggað, en mætir öflugri mótspyrnu sem þér þæði tekst að sigrast á og leið- ir jafnframt að einhverju leyti hjá þér. Ekki er ósennilegt að hún komi að einhverju leyti frá þínum nánustu. Þú munt hafa þetta allt með se/glunni en þarft að berjast hart á köflum. Þú þarft líka að reyna töluvert á skynsemina og þú kemst ekki hjá því að gera mis- tök og /æra af þeim. Þú ert dálítið gjörn á að hlýða tilfinningum þín- um um of en munt læra að beita skynseminni afauknum krafti. Það verður þér til góðs. Það sem fram undan er tengist veraldlegum málum talsvert, starfi, námi, fjármálum. Fjármálin eru heldur átakamik/l en I heildina hagstæð og það er eins og pen- ingar spili þarna töluvert inn i. Ef þú hefur sett þér mark sem er metnaðarfullt muntu sennilega ná þvi en ekki átakalaust. Ef þú hefur enn ekki sett þér ákveðið takmark í lífinu ættir þú að spyrja sjálfa þig hvað þú raunverulega v/ljir og hvika ekki frá ákvörðun þinni, jafnvel þótt á móti blási. Þetta er inntak draumsins og hann HANNKOM AFTURTIL MÍNÍDRAUMI Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig um að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann var á þessa leið: Ég var stödd í búó í heimabæ minum og inn til mín kom strákur sem ég var með fyrir um það bil hálfu ári. Hann byrjaði að tala við mig og þegar við vorum búin að tala saman í smástund spurði hann mig hvort við gætum ekki byrjað saman aftur. Þá sagði ég við hann að hann væri bara að plata mig og að hann myndi bara nota mig eins og þegar við vorum seinast saman. Þá byrjaði hann að reyna að sannfæra mig um að þetta yrði miklu betra núna. Siðan kysstumst við smávegis og svo spurði hann mig hvort hann mætti sofa hjá mér þessa nótt. Þá sagði ég að hann mætti sofa hjá mér þegar við kæmum til Reykjavíkur. Síðan man ég ekki meira en þegar ég vaknaði sló hjartað í mér mjög ört. Það skrýtna við þetta allt saman er að rétt áður en hann sagði mér upp fyrir hálfu ári dreymdi mig að ég væri inni í sömu búðinni og að hann kæmi þangað inn og segði að þetta væri búið á milli okkar. Ég grátbað hann um að vera lengur hjá mér en hann vildi það ekki. Svo vaknaði ég um morguninn með tárin i augunum eins og að ég hefði verið að há- gráta. Eins og áður sagði sagði hann mér upp nokkrum dögum síðar. Ein ástfangin. Þú virðist vera mjög móttækileg fyrir öllu varðandi þennan strák fyrst þú fannst það á þér að hann myndi segja þér upp. Draumurinn, sem þig dreymdi nú, er enginn eiginlegum tákndraumur en ef til vill er hann á sama hátt og hinn fyrirboði þessi sem koma skal. Við skulum bara vona það þviþú virð- ist hafa mikinn áhuga á drengnum og vonandi er hann þess verður. VITLAUSIR SKÚR Kæri draumráóandi. Hvað merkir að dreyma að mað- ur fari út i vitlausum skóm? Mig dreymdi í nótt að ég færi út í öðr- um skóm en ég er vön, ég held svei mér þá að það hafi verið inni- skór. Viltu segja mér hvað þetta merkir? Með fyrirfram þökk. G.H. Skór þykja heldur táknríkir i draumum og í þínu tilviki má gera ráð fyrir að draumurinn sé þér til áþendingar um að þú sért að ein- hverju leyti að leiðast út á aðra braut en þú hélst og ætlaðir þér, en þá jafnframt að ef til vill ættir þú stundum að líta þér nær. Ann- ars fer ráðn/ng draumsins að nokkru leyti eftir þvi hvort þú varst ánægð eða óánægð með að vera á inniskónum. Draumráðandi hef- ur á tilfinningunni að þú hafir ekki verið neitt sérstaklega ánægð með þetta þannig að ef til vill muntu ákveða að breyta aftur í fyrra horf og ert óánægð með að hafa verið aó breyta svona til. 50 VIKAN 51. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.