Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 44

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 44
Það er hægt að búa til ýmsar fígúrur úr pípuhreinsurum, til dæmis þessa jóla- sveina. Hér eru notaðir rauðir pípu- hreinsarar en það má alveg eins nota hvíta. Skýringarmyndirnar sýna hvernig á að fara að og þegar búkurinn er tilbú- inn er jólasveinabúningurinn búinn til. Filtefni er ágætt í hann því þá þarf ekki að falda, annars má nota hvaða efni sem er. Það má hafa búninginn með ýmsu sniði og ef hann skyldi verða eitthvað einkennilegur þegar hann er kominn á jólasveininn er hægt að bjarga því með belti úr sama efni. Á eftir má svo klippa kantana jafna ef þess þarf. Svört tala úr sama efni er límd framan á karlana. Búningurinn er límdur saman með túpu- lími svo að það reynir ekkert á sauma- hæfileikana. Hausinn er úr vattkúlu og andlitið teiknað á með tússlitum. Með þessum jólasveinum er liægt að skreyta jólatréð, jólaborðið, jólapakkana eða bara sjálfan sig. 1. Einn pípuhreinsari í búk og lappir. 2. Klippið þriðjung af pípuhreinsaranum og notið stærri hlutann í handleggi. Vefjið einn hring. 3. Síðast er hausinn festur á en það er best að setja jólasveininn í fötin áður. Húfan límd á og andlitið teiknað. Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir Engillinn er búinn til með sömu aðferð og jólasveinarnir. Hann er miklu stærri þannig að tveir pípuhreinsarar fara í búk og lappir og einn heill í handleggi. Kjóllinn er úr hvítu filti og kragi um hálsinn. Hann átti að fela þessa mjóu handleggi en það tókst ekki alveg nógu vel. Hjörtu úr tveimur öðrum litum af filti eru klippt út og límd á hér og þar. Vængirnir eru úr gylltunr álpappír (getur líka verið silfurlitur eða blár). Vængirnir eru Iímdir á bak engilsins. Hausinn er úr vattkúlu eins og á jólasveinunum og hárið úr bómullargarni. Og þá er bara eftir að fá engilinn til að standa í fæt- urna. Klippið út pappahring og litla ræmu. Límið lappirnar á hringinn og ræmuna yfir. Kannski finnið þið upp betri aðferð þegar þið farið að föndra. Það er einmitt skemmtilegt að fara ekki alltaf alveg eftir uppskriftunum heldur hafa þær til hliðsjónaren breyta þeim og lagfæra. 44 VI KAN 51. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.