Vikan

Útgáva

Vikan - 18.12.1986, Síða 44

Vikan - 18.12.1986, Síða 44
Það er hægt að búa til ýmsar fígúrur úr pípuhreinsurum, til dæmis þessa jóla- sveina. Hér eru notaðir rauðir pípu- hreinsarar en það má alveg eins nota hvíta. Skýringarmyndirnar sýna hvernig á að fara að og þegar búkurinn er tilbú- inn er jólasveinabúningurinn búinn til. Filtefni er ágætt í hann því þá þarf ekki að falda, annars má nota hvaða efni sem er. Það má hafa búninginn með ýmsu sniði og ef hann skyldi verða eitthvað einkennilegur þegar hann er kominn á jólasveininn er hægt að bjarga því með belti úr sama efni. Á eftir má svo klippa kantana jafna ef þess þarf. Svört tala úr sama efni er límd framan á karlana. Búningurinn er límdur saman með túpu- lími svo að það reynir ekkert á sauma- hæfileikana. Hausinn er úr vattkúlu og andlitið teiknað á með tússlitum. Með þessum jólasveinum er liægt að skreyta jólatréð, jólaborðið, jólapakkana eða bara sjálfan sig. 1. Einn pípuhreinsari í búk og lappir. 2. Klippið þriðjung af pípuhreinsaranum og notið stærri hlutann í handleggi. Vefjið einn hring. 3. Síðast er hausinn festur á en það er best að setja jólasveininn í fötin áður. Húfan límd á og andlitið teiknað. Umsjón: Hólmfríður Benediktsdóttir Engillinn er búinn til með sömu aðferð og jólasveinarnir. Hann er miklu stærri þannig að tveir pípuhreinsarar fara í búk og lappir og einn heill í handleggi. Kjóllinn er úr hvítu filti og kragi um hálsinn. Hann átti að fela þessa mjóu handleggi en það tókst ekki alveg nógu vel. Hjörtu úr tveimur öðrum litum af filti eru klippt út og límd á hér og þar. Vængirnir eru úr gylltunr álpappír (getur líka verið silfurlitur eða blár). Vængirnir eru Iímdir á bak engilsins. Hausinn er úr vattkúlu eins og á jólasveinunum og hárið úr bómullargarni. Og þá er bara eftir að fá engilinn til að standa í fæt- urna. Klippið út pappahring og litla ræmu. Límið lappirnar á hringinn og ræmuna yfir. Kannski finnið þið upp betri aðferð þegar þið farið að föndra. Það er einmitt skemmtilegt að fara ekki alltaf alveg eftir uppskriftunum heldur hafa þær til hliðsjónaren breyta þeim og lagfæra. 44 VI KAN 51. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.