Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 51
VIK A K
P 0 S T U R
JUȤg":
ALVARLEGT
VANDAMÁL
Kæri Póstur.
Ég á við mjög alvarlegt vandamál að stríða,
sem cg sé engan endi á. Þannig er mál með
vexti að getnaðarlimurinn er ekki nógu stór,
hann er mjór og stuttur. Ég er fjórtán ára
og kominn með náttúru og auk þess byrjað-
ur með stelpu. Ég kemst ekki hjá því að
skammast min rosalega út af þessu. Við
höfum sofið saman og hún vildi gera það,
en ég þorði ekki. Þegar ég fer í sund blygð-
ast ég mín, eins og alltaf þegar ég þarf að
sýna mig nakinn með öðru fólki. Elsku Póst-
ur, það er brýn nauðsyn að þú svarir þessu
bréfi en hendir því ekki. Svo langar mig í
lokin að spyrja þig þriggja spurninga.
1. Byrjar getnaðarlimurinn ekki að stækka
fyrr en ég fer að hafa samfarir?
2. Er eðlilegt að fullnægja sér daglega?
3. Eru til töflur eða lyf sem gera það að verk-
um að limurinn stækkar. Ef svo er, viltu þá
birta nöfnin á þeim.
4. Eru til einhver önnur ráð en lyf?
Þinn einlægur.
Þú ert alls ekki einn um það vandamál
að hafa áhyggjur af kynfærum þínum en
sennilega er þetta vandamál enn algengara
meðal karlmanna en kvenna. Þegar karlmað-
ur er ekki kynferðislega æstur er tippið lint
og mjúkt og lafir niður. Stærðarmunur getur
verið mikill á tittlingum þegar þeir eru linir.
Sumir karlmenn eru með lítið tippi. um það
bil 6 sentimetra á lengd. meðan aðrir eru
með tippi sem er um það bil 16 sentimetrar
á lengd. Ummálið getur lika verið mjög mis-
munandi. Þegar karlmaður er kynferðislega
æstur stendur honum - tittlingurinn fyllist
blóði. verður stífur og rís upp á við. i slíkri
stöðu stækkar lítill tittlingur meira en stór
svo lengdarmunurinn er ekki svo mikill þeg-
ar þeir eru stifir.
Hvað sem þvi líður þá gerir stórt tippi
karlmann ekki að betri etskhuga heldur fer
það eftir þvi hvort hann getur komið til
móts við þarfir og langanir þeirrar mann-
eskju sem hann ermeð og hvernig sambandi
þeirra er háttað.
Kynfæri þroskast í tengslum við annan
kynþroska en samfarir hafa engin áhrif á
stærð tippisins. Um fimmtán ára aldur hafa
flestir strákar fróað sér og margir gera það
oft. Sjálfsfróun er eðlileg kynferðisleg útrás
og með þvi að fróa sér lærír fólk margt um
sjálft sig. viðbrögð sin og langanir. Þetta er
því eins konar undirbúningur undir kynlif
fullorðinsáranna.
Pósturinn getur þvi miður ekki ráðlagt þér
annað en taka lifinu með ró og sætta þig
við sjálfan þig eins og þú ert. Þú hefur óeðli-
lega miklar áhyggjur af þessum málum. Því
ættir þú að prófa að hætta að bera sjálfan
þig stöðugt saman við aðra. Það eru engin
lyf til við þessum vandamálum, þau eru þess
eðlis að maður vinnur bug á þeim sjálfur.
NÍLARSEF
Heill og sæll. Póstur.
Ég hef lesið Vikuna í mörg ár og líkað
misvel. Ég hef séð að Pósturinn leysir úr
hinum margvíslegustu vandamálum. stund-
um svo að ég hef staðið á öndinni yfir visku
Póstsins. Ég hef stundum velt því fyrir mér
hvort hann sé karl eða kona og enn hef ég
ekki komist að niðurstöðu. Reyndar er ég
nú ein af þeim heppnu sem hafa engin sér-
stök vandamál. En samt ætla ég að taka þig
í karphúsið og spyrja þig að því hvernig eigi
að rækta nílarsef. Ég hef nefnilega sjálf átt
svo fallegt nílarsef í mörg ár. Svo nú ætla
ég að spyrja þig hvort þú vitir hvernig á að
rækta það. Ha. ha.
Kveðja, blómarós.
Pósturinn þakkar hlý orð i sinn garð og
glottir við tönn. Þú tekurþað ekki fram hvers
konar nílarsef þú ræktar og ert svo stolt af.
Það eru nefnilega til nokkrar gerðir af þess-
ari plöntu. En Pósturinn telur að eftirfarandi
atriði séu grundvallaratriði svo að plantan
dafni. Plantan þarfað standa á björtum stað
og moldin verður ætíð að vera rennandi
blaut. Nilarsef er aldrei hægt að ofvökva.
Best er að láta pottinn standa í stórri skál
eða utanyfirpotti með vatni og gæta þess
að vatnið þrjóti aldrei. Þetta eru þau ráð sem
Pósturinn kann til að láta nilarsef vaxa og
dafna.
HVAÐ NOTAR
MAÐURí
STAÐINN
FYRIR DÖMU-
BINDI?
Elsku besti Póstur.
Mig langar að fræðast um ... æ, ég er
búin að gleyma hvað það heitir. Það er það
sem maður notar í stað dömubinda. Viltu
svara eftirfarandi spurningum fyrir mig.
1. Hvaða tegund er best?
2. Hve lengi má hafa einn tappa I einu?
3. Má synda með hann?
4. Er æskilegt fyrir mig að nota tappa. ég
er fimmtán ára?
5. Hvernig losar maður sig við hann, til
dæmis í skóla?
Virðingarfyllst. Elsa.
Hér á landi kalla marg/r það sem maður
notar i stað dömubinda tappa eða túrtappa.
hvort tveggja ágæt orð. Bómullartappar
'■ M'
þessir eru þægilegir i notkun. Þeir eru settir
inn í leggöngin og sést þá ekkert utan á.
Þeir eru þvi sérlega heppilegir þegar konur
klæðast mjög létt. eins og til dæmis við sund
og aðrar iþróttaiðkanir. Ef tapparnir eru not-
aðir i sundi þarf að skipta um þá um leið
og komið er upp úr. Pósturinn mælir aldrei
með einni vörutegund öðrum fremur en
bendir þér á að nota fremur litla tappa eða
svokallaða mínitappa á meðan þú ert svona
ung.
Tappanotkun er ekki alveg gallalaus. Þar
sem þeir drekka i sig vökva úr leggöngunum
geta þeir þurrkað þau upp efþeir eru notað-
ir oft. Ef leggöngin þorna um of er meiri
hætta á sveppagróðri og útferð. einnig eru
gegndrepa túrtappar gróðrarstía fyrír sýkla
og geta þeir valdið sýkingu. Þvi er nauðsyn-
legt að skipta oft um tappa. Þegar blæðingar
eru mestar verða tapparnir fljótlega gegn-
drepa og því þarf að fylgjast vel með þvi að
allt fari ekki á flot. Konur ættu aldrei að sofa
með tappa en nota heldur bindi yfir nóttina
til að koma i veg fyrir áðurnefndar sýkingar
og ofþurrkun.
Á öllum kvennaklósettum eiga skilyrðis-
laust að vera ruslakörfur fyrir bindi og tappa
og það hlýtur að vera i skólanum þínum.
Pósturinn vonar svo að þessar upplýsing-
ar leysi úr vandamálum þinum.
51. TBL VIKAN 51