Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 28
þvi á miðöldum. Fólk, sem heyrði okkun
syngja í þessari ferð, er ennþá að sendá
mér aðdáendabréf til að segja að það hafi
aldrei lifað aðra eins stund og þegar það
hlýddi á okkur. Margt af þessu fólki veit
ekki hvað ég heiti og sum bréfm eru stíluð
á Frú kórstjóri, Hamrahliðarkórinn, Island,
en það er nóg. Þessi saga kórsins, sem
gerist á erlendri grund, er mjög sérstæð.
Um hana vita fæstir hér heima.
Kórinn er síbreytileg stofnun, þetta er
alltaf nýtt fólk og stundum er ég óörugg
og bág yfir því að vera að missa mitt góða
fólk sem búið er að byggja upp og kenna.
En það er ekki hægt að vinna þetta starf
nema trúa á að það hafí eitthvert meira
gildi en tónlistarlegt, það þarf að hafa
manneskjulegt gildi líka: að fólk læri að
gefa eitthvað af sjálfu sér í þessum heimi
sem er að verða allt of kaldur - að það sé
eitthvað þama inni sem getur glatt. Það
hafa þessir krakkar getað gert í gegnum
tón; getað fengið fólk til að gráta, til að
hlæja, látið það fmna fyrir því að það sé
lifandi.
Efvió sjálf, sem lifum og
búum hér,flytjum ekki og
kynnum þessa tónlist,
hverjir eiga þá að gera
það?
Það er ekki það að allir þessir krakkar
verði söngvarar þegar fram líða stundir.
Þó hefur það komið fyrir. Ég man eftir
Kristni Sigmundssyni, hann söng í fyrsta
skipti einsöng opinberlega með Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð. Stuðmenn-
imir Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson
vom líka í kómum okkar og það em marg-
ir sem hafa lagt út á tónlistarbrautina fyrir
bein og óbein áhrif kórsins.
í kórstarfinu hefur verið lögð áhersla á
að kynna tónverk frá ýmsum tímabilum,
innlend sem erlend, allt frá miðöldum fram
til okkar daga. Við höfum lagt aðaláhersl-
una á að kynna íslenska tónlist á ferðum
okkar erlendis sem ég tel mjög mikilvægt.
Ef við sjálf, sem lifum og búum hér, flytjum
ekki og kynnum þessa tónlist, hveijir eiga
þá að gera það? Ég tel það hafa gefið þess-
um ferðum aukið gildi að kynna þessa hlið
íslenskrar menningar. En þetta geri ég ekki
ein, kór er samvinna þeirra sem í honum
starfa. Hann er þess eðlis að það verða all-
ir að leggja mikið á sig til að ná árangri.
Síðastliðið suinar var okkur ekki auðvelt,
28 VIKAN 51. TBL