Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 23

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 23
Ekki leið á löngu áður en þessi lestrarvingull fékk uppgötvað Landsbókasafnið, og þar hékk ég og hékk og þóttist gullnámu fundið hafa, og lík- lega hefur piltur ofan úr Mosfellssveit líka setið þar löngum og verið að lesa náttúrufræði (þess tímabils, nú er hún öðruvísi, náttúran samt að rnestu leyti hin sama) og uppeldisfræði, sem líka hefur breyst, en börnin nýfædd nákvæmlega eins og þau voru, mun hafa verið mikið gagn að lestri þeim? Ég held nú annars að mig misminni um að ég hafi dokað þarna lengi við í stólunum, sem eru sarnir enn og voru þá, en bækur hef ég fengið að láni heim. Safnverðirnir, sem mér þóttu afargamlir og voru það víst, voru ekki mjög drumbslegir, bara svolítið, einn verstur og leyfði ekki ég ávarp- aði sig, setti upp haus og hann ekki blíðan. Og sá ég eftir að hafa verið að þessu. Maður þessi var af næst-tignustu ættum landsins. Seinna varð Lbs mitt fróðleikssetur. Og einn sagði: Ég sé eftir að þér skuluð vera hættar að koma. Þá var ég hætt að koma og átti sjálf nokk- uð af bókurn. Þegar húsið var byggt þótti Hannesi Hafstein þörf á að sæist til Esjunnar út um lestrar- salsgluggana, því sýn sú var álitin hafa rnátt til að lyfta anda nranns við sitt brjóst. En svo kom víst Jónas frá Hriflu og byggði fyrir útsýnið, enda vildu ýmsar gáfaðar frúr skjóta þann mann. Nerna útsýnið hvarf. Altaf var samt gott að vera þarna inni og það hlaust af því að gluggarnir sneru í norður, og skein aldrei sól um glugga svo aldrei varð of heitt. Lestur og hiti eiga ekki saman eða svo þykir mér. Bréf til Þórdísar Jónasdóttur Rvík 26.-27. des. ’40. Elskulega frú mín, Þakka þér fyrir bréfið. Ég hló að því, en það geri ég þegar mér líkar vel. Þakka þér líka fyrir klútinn, ég ætla að eiga hann til minningar um þig, þegar við erurn báðar dauð- ar. Ég hef látið spá í spil fyrir þér. og kom þá í ljós að þú átt að fara heim til þín áður en langt líður og áður en þú ert orðin heil heilsu. Það er ákaflega skemmtilegt að vera hérna heima, og mér finnst svo langt liðið síðan ég fór frá Vífilsstöðum, eins og ég hefði aldrei verið þar, og óratími þang- að til ég á að fara þangað aftur. Ég ætla ekki að láta höggva mig nærri strax. Ég sit við skrifborðið mitt, en það er byggt inn í skáp sem Jón Magnús- son skáld hefur látið smíða handa mér, útvarpið þegir, en kirkjuklukkan var að slá, og kliðurinn af strætinu berst upp. Feðgarnir eru friðsamir; þeir vilja láta mig fara að lesa í eldgamalli bók. sem er frá Heinabergi í Hornafirði, sá bær er nú i eyði. Hún er svó skítug sem mest má verða og var keypt fyrir tvær krónur í vor og heitir Jóhönnu- raunir. Nú les gamli maðurinn upphátt og er stirðlæs: Hremmdu mig hjartað í gegnum. Sýn mér þau undranna undur, en sá litii segir mér til í rétt- ritun þegar ég er í vafa. Mér þykir leitt að ég skuli ekki vera vel skrifandi. Það er satt að Þórbergi hefur oft dottið í hug það sarna sern mér hefur dottið í hug. Hann hélt einusinni að hann væri veikur af ónefndum sjúkdómi, en það var þá ekk- ert, ég hélt líka að ég væri veik af þeirn sama sjúkdómi, en það voru berklar. Nú er líklega viss- ara fyrir mig að fara að hátta, því það er svo fram orðið. Doddi vill að ég spili við sig. Galdurinn við að láta sér batna þetta sem að okkur er, er sá að verða aldrei þreyttur, og fara aldrei of hart að neinu. Kl. 2. Nú fór illa fyrir mér. Ég get ekki sofnað. Frammi í eldhúsi er mixtura nervina. Hana verð ég að sækja mér. Ég er sjúk í síðunni og upp- undir viðbeini. hef sárar og vondar aðkenningar af ólæknandi sjúkdómi. Ég vil liggja úti undir stjörnunum og skýjafari loftsins mánuð eftir mán- uð, ár eftir ár. Ég vil leiðrétta misskilning sem ég varð vör við í bréfinu frá þér. Þú kvíðir fyrir því að of mikið verði talað við þig í öðru lífi, en ég segi þér það satt, að það verður ekki gert. í öðru lífi er miklu minna talað en hér, ég tala nú ekki um þar sem nrenn hinna andlegu sviða hafa náð háum þroska. Enginn nrun finna þér til foráttu að þú trúðir því ekki að annað líf væri til, en vegna þess að enginn fær hrós þar, muntu ekki heldur fá hrós fyrir hina skynsanrlegu afstöðu þína til þessa máls. Ég veit að þínu skáldi er bjartur búinn í bústað himins sælustaður einn. Og tilvera andaheimsins kvað vera sönnuð. Svo vil ég benda þcr á þýðingu á kvæði eftir Poe í Jólalesbók Alþýðublaðsins og vil heyra dóm þinn um hana. Ég hef skrifað mörg og löng bréf um andaheiminn, nákvæmar lýsingar á eðli hans, staðháttum og lifinu þar. Ég veit ekki hvort þú hefur neinn áhuga fyrir þessum heimi, annars skyldi ég fræða þig um hann í löngu máli og skemmtilegu, því þetta er hugðnæmur og yndislegur heirnur. En nú verð ég að fara að sækja mér mixturu nervinu og hætta að skrifa, enda þólt sjúkdómar mínir séu ólæknandi, og þcssvegna þýðing- arlítið að reyna að hlífa sér við þeim. Nú fjarar líf þitt út við. ást og harm í eyðilegri þögn um stundafjöld og von og gleði bliknar þér í barm og bráðum rökkvar að þitt hinsta kvöld. Tíminn er eins og bleikhvítt perluband, sem bráðum hrekkur sundur eins og fis. Þú finnur aldrei öska þinna land, við allri spurn er svarið háð og gys. Þú vildir lifa. En veistu, hvað er best? Von þín er tál og óskir þinar hjóm. Þótt lakist þér að treina dauðans frest, þú týnist eins og fis í myrkurtóm. 26. des. '40. Ég setti saman þessar vísur í andvökunni og eiga þær að vera handa stúlku sem bað mig að yrkja um sig á jólunum, en ætli henni líki þetta ekki ilia? Hug- ntyndirnar í vísunum aftan á jólakortinu voru ekki frá mér, ég sneri þeim lauslega úr þýsku. Stúlkan sem átti að fá vísurnar er Laufey Þórðardóttir, og máttu senda henni þær, ef þú álítur rétt að gera það. Guðjón heldur að henni muni versna ef hún sér þær. En ef henni versnar. sendi ég henni lækningu. Þú veist ekki hvað er að mér, en ég skal segja þér það. Það er kulda- bólga og tuberculosis pulmonis. Ég er liklega cavernös. Og engin von. Kær kveðja. M.E. Og svo er ég búin að vera grenjandi vond. Málfríður Einarsdóttir fædd- ist árið 1899 að Þingnesi í Bæjarsveit, Borgarfirði. Eftir að hún iauk prófi frá Kennaraskól- anum dvaldi hún um tima í Danmörku. Síðar giftist hún Guðjóni Eiríkssyni og eignuðust þau einn son. Málfríður fékkst alla tíð mik- ið við skriftir og eitthvað af ljóðum hennar og ljóðaþýðing- um birtist á prenti fyrr á árum. En það var fyrst árið 1977 sem hennar fyrsta bók, Samastaður í tilverunni, kom út. Sú bók var þó skrifuð á sjötta áratugnum en fékkst þá ekki útgefin. Síðan komu út bækurnar Úr sálar- kirnunni, Bréf til Steinunnar og skáldsögurnar Auðnuleysingi og Tötrughypja og Tötra í Glettingi. Sú síðastnefnda kom út stuttu eftir að höfundur lést, árið 1983. Málfríður skildi eftir sig margs konar skrif og í bókina Rásir dægranna var að mestu valið efni frá síðari árum en einnig er þar að finna dálítið af eldra efni. 51. TBL VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.