Vikan

Tölublað

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 54

Vikan - 18.12.1986, Blaðsíða 54
Sakamálasaga skrifuð af Gunnari Gunnarssyni fyrir VIKUNA milli gólflista og veggfóðurs, pírði augun í skelliljósinu og smeygði sér í stól innan við dyrnar þar sem ég sat, lét eins og hún væri feimin skólastúlka að skjótast í fyrsta sinn á stefnumót og ég man að ég vorkenndi henni ekki því ég vissi sem var, að Stella var lífs- reynd kona sem beið síns tíma - var reyndar þegar farin að vefja mér um fingur sér og segja fyrir verkum, Tæfan, sagði Páll, þegar ég ráðfærði mig við hann vitandi sem var að ég myndi hafa ráð hans að engu, því ég var á hennar valdi. - Tæfan. Forðaðu þér. Svona kvenfólk eyði- leggur góða drengi. - Taktu nú lífinu með ró, sagði ég við hana og rétti henni blað að lesa. - Ég verð bráðum búinn. - Ég bíð ekki lengi. - Hvað liggur á? - Bara. Andlit Guðgeirs í gættinni og ég sá augu þeirra mætast, sá hve græðgislega skepnan mældi hana út, ljósrauður tungubroddur skaust út milli þunnra vara og hvít, freknótt hönd fálmaði upp í gisið vangaskegg og aug- un stóðu á stilkum eins og í markaðsspekúl- anti þegar hann sér að fiskurinn lækkar í verði: nú er lag. Hver er þessi maður? hvíslaði hún þegar hann var horfinn úr gættinni. - Skítur, sagði ég, - skítur á priki, uppaln- ingur úr flokknum, pokarotta föður síns - maður sem ætlar að nota það fólk sem verður á vegi hans og byggja með því pýramída yfir sjálfan sig. - Ég skil þig ekki. - Komdu. Og allt í einu sá ég ekki ástæðu til að vera lengur í vinnunni, greip hönd henn- ar og fór í jakkann á leiðinni fram ganginn; hún skimandi inn í herbergin, greinilega að svipast um eftir Guðgeiri. - Það er eitthvað við hann, sagði hún stríðnislega þegar við vorum sest inn í bílinn hennar. - Ef þessi rnaður snerti þig, tæki utan um þig, kyssti þig, færi um þig höndum, ef þú svæfir hjá svona manni gæti ég ekki horft í áttina til þín aftur. Mér myndi finnast ég ata mig auri, sökkva í hlandfor, ég myndi kúgast til æviloka. - Ég skil þig ekki. Væri það ekki ég sem yrði ötuð auri? - Við bæði. Þú verður að vera raunsær. Það getur allt gerst í okkar sambandi. Nú fór andliti Guðgeirs að bregða fyrir álengdar hvar sem við fórum. Hann lagði leið sína á sömu skemmtistaði og við, sá sömu kvikmyndirnar, drakk kaffi á sömu kaffihús- um, lagði bílnum sínum nærri hennar bíl, sat stundum bak við stýri í götunni hennar þegar ég kom frá henni um morguninn. Ég veit að þetta er litil borg og að maður getur átt von á því að rekast á hvern sem er. En þetta er engin tilviljun. Hvað er þessi skíta- haugur að hangsa kringum okkur? - Spurðu hann. Þið eruð vinnufélagar. - Þekkirðu þennan mann? spurði ég móður Stellu og dró gluggatjöldin frá og benti niður á götuna. En hún kvaðst ekki þekkja hann. Samt fannst henni maðurinn koma kunnug- lega fyrir sjónir. Var hann úr sjónvarpinu? - Nei. Og ég gekk á hann í vinnunni, þegar of- sóknir hans höfðu staðið í tvær eða þrjár vikur. Já? og skithællinn horfði spyrjandi á mig. Hvað á þetta að þýða? - Hvað á hvað að þýða? Þú ofsækir mig! Hvar sem ég fer er smettið á þér glottandi álengdar. Nei. Ég er ekki að ofsækja þig. Ég er aðeins að dást að því fagra sem ég sé í um- hverfinu. Þú ert ekki hluti af því. En af einhverri tilviljun þá ertu oft í för með ákaf- lega fagurri konu. Mér finnst gaman að virða hana fyrir mér. Annað er það nú ekki. Það er leyfilegt að horfa. - Ef þú hættir þessu ekki, þá hef ég sam- band við lögregluna. Ég kæri þig. - Kæri vinur. Þegar að því kemur að þú ferð að abbast upp á mig ætla ég ekki að kæra þig. Það er loforð. Ég tek fremur lögin í eigin hendur. Ég er þannig maður. Ég er vanur því að hafa mitt fram. Ég trúði honurn. Hann þráði að hafa sitt fram. Þess vegna var hann flokksbundinn á pólitísku blaði. Hann vildi sveigja annað fólk að sínum vilja. Ég horfði á stórar hendur hans hvílandi á borðinu eins og tvær rafknún- ar greipar tilbúnar að kreista úr mér tóruna. Langir fingur skeyttir gróflega saman með liðamótum sem voru eins og víðir hólkar. Rautt strí ofan á líkfölu andliti, augun hörð, grimm og logandi af svalri heimsku eins og glyrnur hænsnfugla. Mér fannst ég skilja þennan mann: olnbogabarn, alinn upp hjá þröngsýnu afdalafólki, hafður til sýnis þegar gesti bar að garði, öll mannleg samskipti á þeim bæ klaufsk og önug og vitað mál að þyrfti hann einhvers með yrði hann að berj- ast fyrir því af alefli, þola háð og spott foreldra sinna. Hann átti ættartengsl inn í stjórn- málaflokk sem hafði töglin og hagldirnar í landinu og sá flokkur kom honum til bjarg- ar, sá í honum greindan mann sem gæti lært og Guðgeir var kominn í viðskiptanám haust- ið eftir að allt brann til kaldra kola í afdalnum. Altalað að drengurinn hefði kveikt í til að hefna fyrir illa meðferð heima. En sé vilji fyr- ir hendi innan einhvers flokks, innan öflugrar hreyfingar sem hefur fyrir löngu keypt sína dómara, sína rektora, sína presta - þá er eng- in þörf á því að brennuvargurinn hangi. - Ég játaði aldrei vegna þess að ég var aldr- ei spurður, sagði hann einhvern tíma um það leyti sem við báðir byrjuðum á blaðinu. Við sáturn ásamt Páli og drukkum fram á nótt - liður í blaðamannsuppeldi þess gamla og við farnir að trúa hver öðrum fyrir bernskuraun- unum. Undir morgun opnaðist Guðgeir og framandi veröld blasti við mér: ég? ég var bara strákur í pólitík tíðarinnar, arflaus pjakkur og aldrei neitt óðal í sigti. - Ég ætla mér að byggja upp á þessari rúst. Það kemur að því að afdalirnir komast í verð. Það hlýtur að vera. Þar var sjálfstæðisbaráttan háð, sagði Guðgeir. Bull. Sjálfstæðisbaráttan var háð hér á mölinni og i kollinum á upplýstum mönnum. Afdalir eru fyrir rollur. - Þeir eru menningarlegt skaut þessa lands. Það kemur að því að verkalýðurinn sam- einast gegn þessu landeigendahyski sem gerir út á ríkissjóð, sameinast gegn þessum smá- höldum sem halda þjóðfélaginu læstu í krumlu sinni og halda að við stritum til þess eins að þeir geti grætt. - Strákurinn er kommúnisti! kvartaði Guðgeir við Pál. Já, sagði Palli. Það er merkilegt, finnst þér ekki, hvað fólki er farið að detta í hug í seinni tíð. - Engar áhyggjur. Ég lem þetta úr honum. Og svo sneri hann sér að mér og tók mig einhvers konar glímutökum. Ég misskildi hann - sagði Palli mér seinna - hann ætlaði að glíma við mig að fornum sið, enda alinn upp við það að á góðum stundum tækju menn hver annan glímutökum. Ég byrjaði strax að slást, og hann neyddist til að verja sig. Og gaf mér kjaftshöggin þannig að eftir var munað. Djöfuls fasistinn! æpti ég. - Það á að drepa mann. Nægir ekki að hafa brennt heila fjölskyldu til ösku - á nú að brjóta beinin í mér?! - Svona talar enginn við mig! og svo gekk hann fram eins og berserkur, greip það sem hendi var næst og tvíhenti í mig, braut stól á bakinu á mér, fleygði ritvélum fram ganginn á eftir mér; ég á hendingskasti ofan stigann út á götu. Ég hataði manninn. Samt gat ég ekki annað en dáðst að grófri hörku hans, einlægri reiði sem réðist gegn öllu í umhverfi hans. Daginn eftir var hún horfin og hann vatt sér að mér með hramm- inn á lofti. tók í mig og lét eins og við væruni félagar. En hann var ekki félagi nokkurs manns. Vinátta var óhugsandi og orðið sjálft ekki til í hans orðaforða. Láttu hann vera, sagði Páll. - Hann er eins og af annarri plánetu. Þið verðið að umbera hvor annan. Ég hefði trúlega tekið til fótanna, komið mér eitthvað annað í vinnu hefði Hákon ekki komið til skjalanna. Hávaxinn, feitlaginn, brosmildur með ljóst hár sem honum fannst gott að greiða í sífellu og leit tíðum í spegil, hagræddi liðuðu hárinu, strauk hökuna hugsi og hafði lag á fólki. Guðgeir hafði gert ráð fyrir því að vera út- nefndur fréttastjóri, en neyddist til að gleypa vonbrigðin þegar Hákon kom óforvarendis og tók við stjórninni. - Svona er lífið, sagði hann og brosti glað- lega til Guðgeirs. - Þinn tími kemur seinna. Ég hef ekki trú á öðru. Og tókst svo á undra- skömmum tíma að vekja nýjan athafnablæ á 54 VIKAN 51. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.