Vikan


Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 14

Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 14
Páskar í sjónvarpi Andrew Lioyd Webber, Placido Domingo, Sarah Brightman, Paul Miles-Kingston og Lorin Maazel. Það sem einna hæst ber í sjónvarpi af efni tengdu páskum að þessu sinni er Sálumessa, ..Requiem", eftir Andrew Lloyd Webber sem Stöð 2 mun sýna síðdegis á föstudaginn langa. í hugum flestra er A.L. Webber þó þekktast- ur fyrir söngleiki sína eins og Jesus Christ Suþerstar, Evitu og Cats sem allir hafa notið ómældra vinsælda og gengið árum saman fyr- ir fullu húsi bæði í London og New York. Líklega munu margir furða sig á því hvers vegna höfundur eins og A.L. Webber söðlar svo algerlega um því óneitanlega er breitt bil milli söngleikja Webbers og kirkjutónlistar. En Webber er ekki með öllu ókunnugur kirkjutónlist eða sálumessuforminu sem hann reyndar notaði lítillega í söngleiknum Evitu. Faðir hans var virtur tónlistarmaður á sviði kirkjutónlistar og A.L. Webber var alinn upp við ríka tónlistarhefð. Fyrir Webber voru það ástvinamissir og mannlegar þjáningar alls staðar í veröldinni sem urðu kveikjan að Sálumessunni. Webber heldur sig að mestu við hinn hefðbundna lat- neska texta. Verkið er skrifað fyrir kór, þrjá einsöngvara, sópran, drengja-sópran og tenór og hljómsveit. Athyglisvert er að Webber tek- ur allar fiðlurnar út úr hljómsveitinni en bætir inn í víólum, orgeli, hörpu og nokkrum blást- urshljóðfærum. Sálumessan var frumllutt í febrúar 1985 í kirkju heilags Tómasar á Fifth Avenue i New York og var þess beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Stjórnandi var Lorin Maazel. Tveir kórar tóku þátt í flutningnum, The Winchest- er Cathedral Choir og The St. Thomas Choir ásamt hljómsveit St. Luke’s. Einsöngvararnir voru ekki af lakari gerðinni en Placido Dom- ingo syngur tenór, Sarah Brightman (eigin- kona A.L. Webber) sópran og aðal-sópran The Winchester Cathedral Choir, Paul Miles- Kingston, syngur drengja-sópran. Frumflutn- ingur Sálumessu Webbers var tekinn upp fyrir sjónvarp og það er sú upptaka sem Stöð 2 mun bjóða áhorfendum sínum á föstudaginn langa. Það verða því án efa margir, og ekki ein- ungis aðdáendur A.L. Webber, sem eiga ánægjulega kvöldstund í vændum lýrir framan skjáinn á föstudaginn langa. Jesús frá Nasaret Úr kvikmyndinni Jesús frá Nasaret. ítalski leikstjórinn og snillingurinn Franco Zefferelli mun eiga stóran þátt í því páskaefni sem Ríkissjónvarpið býður upp á. Sjónvarps- kvikmynd hans, Jesús frá Nasaret, verður sýnd í fjórum hlutum í vikunni fyrir páska. Fyrsti hlutinn verður sýndur á pálmasunnu- dag klukkan 16.20, annar hluti á föstudaginn langa klukkan 16.30 og þriðji hluti á laugar- daginn fyrir páska á sama tíma. Fjórði og síðasti hlutinn verður svo lluttur á páskadag klukkan 15.10. Efnið er sótt í guðspjöllin og Ijallar um líl' og starf Jesú Krists, frá fæðingu til upprisu. Myndin var tekin í Norður-Afríku árið 1977. A leikendaskrá eru ekkert nema nöl'n heims- frægra leikara og yrði of langt mál að telja alla upp. Svona til að gel'a einhverja hugmynd um hvaða stórmenni eru hér á l'erö má nel'na nöfn eins og sir Laurence Olivier, Ralph Ric- hardsson, Anne Bancroft, Christopher Plummer, Anthony Quinn, Peler Ustinov og Robert Powell scm fer með hlulverk Jesú. Tónlistin er eftir Maurice Jarre. Þótt kvikmyndin um Jesúm frá Nasaret hafi áður verið sýnd á páskum má með sanni scgja að góð vísa er sjaldan of oft k eöin, einkum ef um meistaraverk er að ræða. Að lokum er vert að gela þess að á löstudag- inn langa mun Ríkissjónvarpið sýna upptöku frá minningartónleikum um Maríu Callas. óperusöngkonuna l'rægu. A lónleikunum munu koma l'rain margir l'rægir tónlislarmenn og llytja verk í minningu söngkonunnar. Texti: Unnur Úlfarsdóttir 14 VIKAN 16. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.