Vikan


Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 27

Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 27
Það var á síðasta ári sem þessi dúett festi sig í sessi meðal stærstu poppstjarna Bretlands. Fyrsti smell- urinn, sem bar nafnið West End Girls, fór á toppinn bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum svo ekki sé talað um hin ýmsu lönd Evrópu. Síðan hafa fylgt nokkur lög sem hafa öll farið ofarlega á lista og tvær breið- skífur. Þeir sem skipa þennan dúett heita Chris Lowe og Neil Tennant. Þótt það hljómi undarlega þá hitt- ust þeir fyrst í rafmagnsbúð í Chelsea. Þeir þurftu víst að bíða eitt- hvað eftir afgreiðslu og fóru að tala saman. Síðan hittust þeir aftur, urðu mestu mátar og hófu í framhaldi af því að semja lög. Þannig varð hljóm- sveitin til. Þeir kölluðu vini sína, sem unnu í gæludýrabúð, gælunafninu Pet Shop Boys og tóku það einfald- lega upp og notuðu sem nafn á sveitina. Til aðstoðar við sig fengu þeir bandarískan upptökustjóra sem heitirBobby O og var kunningi Chris. Neil var á þessum tíma blaðamað- ur við breskt tónlistartímarit og fór til New York til að taka viðtal við breska tónlistarmanninn Sting. Hann notaði tækifærið og hitti þennan Bobby O. Þeim tveim kom það vel saman að Bobby samþykkti að aðstoða þá án þess að hafa nokk- urn tímann heyrt í þeim. Lagið sem þeir tóku upp bar nafn- ið West End Girls. Það náði nokkrum vinsældum í Frakklandi og á diskótekum á vesturströnd Bandaríkjanna. Það dugði til þess að þeir fengu hljómplötusamning. Næsta smáskífa þeirra hét Oppor- tunities en hún gekk engan veginn nógu vel. Þá tóku þeir upp á því að hljóðblanda West End Girls upp á nýtt og ætluðu að gefa lagið út á ný. Það voru þó Ijón í veginum, ráðamenn í hljómplötufyrirtæki þeirra voru ekki alveg á sama máli og þeir tveir. Þeim tókst þó að hafa sitt fram ogeiga menn í hljómplötu- fyrirtækinu líklega ekki eftir að sjá eftir að hafa látið undan því lagið fór á topp bandaríska og breska smáskífulistans og einnig á toppa flestra lista í Evrópu. Síðan fylgdu á eftir lög eins og Love Comes Quickly, Opportunities, Suburbia og breiðskífurnar Please og Disco (sem inniheldur 12" útgáfur af smell- um þeirra). Þeir líta á sjálfa sig sem ósköp venjulega stráka, ekki sem einhvers konar stjörnur. Hér eru smábrot úr viðtali við þá félaga: - Nú hafa margar hljómsveitir tekið sér rúmlega árs hlé og svo snú- ið aftur (samanber Spandau Ballet, Frankie. . . og fleiri). Haldið þið að Pet Shop Boys komi til með að gera það sama? Neil: Það er ekki svo slæm hug- mynd. Eg held að margir bíði með meiri eftirvæntingu eftir plötu frá hljómsveitum sem hafa verið í hléi vegna þess hve langt er síðan heyrð- ist í þeim síðast. Hvað finnst ykkur um þessar nýju hljómsveitir sem eru að koma fram, til að mynda A-Ha og fieiri? Neil: A-Ha er góð popphljómsveit og ég kann vel við hvernig Morten notar röddina. Finnst ykkur að fólk sé að bíða eftir að eitthvað „stórt“ gerist í poppheiminum? Neil: Ég veit ekki, það er mjög sjaldgæft að eitthvað mikið gerist. Ég býst við að nýrómantíska stefnan hafi verið það síðasta sem ,,gerðist“ en það var ekkert miðað við pönkið sem hristi vel upp í öllu. Núna fer allt eftir einhverri formúlu, um leið og einhver er kominn með smell kemur sá hinn sami fram í ákveðn- um sjónvarpsþáttum, veitir viðtöl við ákveðin blöð og svo framvegis. Ef velgengni Pet Shop Boys heldur áfram, sjáið þið þá fram á að lifa eftir þessum hefðbundna rock'n'roll lífsstíl? Chris: Nei, við erum ekki þannig. Neil: Við erum mjög ólíkir þeim stíl, við erum greinilega í röngu starfi hvað þessu viðkemur. Chris: Við komum ekki einu sinni nálægt börunum á hótelherbergjum okkar, en núna eru komnar nokkrar hljómsveitir sem eru á móti öllu svona löguðu og þeim fer fjölgandi svo við erum ekki alveg sér á báti með þetta. NAFN: Neil Francis Tennant. FÆDDUR: lO.júlí 1959. HÆÐ: 184cm. HÁRALITUR: Svartur. AUGNLITUR: Blár. Neil Tennant er 27 ára. Áður en hann hitti Chris hafði hann verið í hljómsveit sem kallaðist Dust en starfaði sem blaðamaður hjá bresku tónlistartímariti. Helsti galli hans er ráðríki en helsti kostur hans er ör- læti. Það sem hann hræðist mest er að lokast inni í lyftu. NAFN: Christopher Sean Lowe FÆDDUR: lO.október 1965 HÆÐ: 179cm HÁRALITUR: Svartur AUGNLITUR: Brúnn Chris Lowe er 21 árs. Eins og Neil hafði hann bara verið í einni hljómsveit. Sú kallaðist One Under the Eight. Hann var að læra arki- tektúr en hefur gefið það nám upp á bátinn í bili. Hans stærsti galli er hve skapstyggur hann er en helsti kostur hans er góð kímnigáfa. Það sem hann hræðist mest er að fljúga og vera rændur. Þeir staðir á jarðar- krinjglunni, sem hann kann best við, eru Italía og New York. Að hans sögn er mjög erfitt að vinna með honum. AÐDÁENDAKLÚBBUR: Pet Shop Boys c/o Parlophone Press Office 20 Manchester Square London W1 England BREIÐSKÍFUR: Please Disco 16. TBL VIKAN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.