Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 47
NAFIM VIKUNNAR: GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
Ég ætla að æfa grimmt
Fyrir ekki svo löngu fór fram íslandsmeist-
aramót í fimleikum. Fimleikar eru íþrótt sern
lengi sat á hakanum en er nú í örri þróun á
íslandi. Á þessu móti varð ungur drengur,
Guðjón Guðmundsson, Islandsmeistari i fim-
leikum karla. Guðjón vann auk þess sigur á
finim af sex áhöldum í keppninni. Þannig fór
hann heim sex gullpeningum og íslandsmeist-
artitlinum ríkari.
Guðjón er jafnframt íslandsmeistari í ungl-
ingaflokki. Hann stundar nám í Verslunar-
skóla Islands auk þess sem hann æfir
fimleikana af miklu kappi:
Síðastliðin tvö ár hef ég æft um það bil
tvo til þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar.
Ég byrjaði frekar seint að æfa; það var haust-
ið '81. Ég stundaði ekki svona miklar æfingar
fyrstu þrjú árin enda verður rnaður að gæta
hófs þegar rnaður er að byrja í þessari íþrótt.
Er ekki óvenjulegt að menn nái svona mikl-
um árangri ef þeir byrja svo seint?
Sennilega er það frekar sjaldgæft. í Sovét-
ríkjunum er til dærnis oft þjálfað frá tveggja,
þriggja ára aldri. En það má segja að það sé
aldrei of seint að byrja að stunda fimleika. í
fyrra kom hingað þrjátíu og níu ára gamall
Skoti sem keppti fyrir þjóð sina í landskeppni
íslands og Skotlands. Hann stóð sig mjög
vel. Þeir sem stunda fimleika eru á mjög mis-
jöfnum aldri. Sá sem varð heimsmeistari í
fimleikum '83 var aðeins sextán ára gamall,
en núverandi heimsmeistari er hins vegar tutt-
ugu og fjögurra ára. Og það er hægt að stunda
fintleikana fram ef'tir öllum aldri. Hér á landi
er starfræktur sérstakur fimleikaflokkur sent
er eins konar „old boys" hópur. Þar eru fim-
leikamenn alveg upp í fimmtugt sem hafa
kannski stundað þetta frá blautu barnsbeini.
Ég æfði mig vel fyrir þetta mót. Jafnframt
æfði ég sérstaklega með það í huga að reyna
að sigra Davíð Ingason sem er við nám í
Svíþjóð. Hann er mjög góður fimleikamaður.
En liann kom ekki á mótið.
Á þeirn stað, sem hann er í Svíþjóð. er besta
aðstaða á Norðurlöndunum til fimleikaiðk-
ana. Þar eru til dæmis svokallaðar gryfjur.
Það eru gryfjur í gólfinu sem eru fylltar af
svampbútum. Þannig er engin hætta á að
maður meiðist. Það er mjög mikið atriði að
geta þjálfað sig við svona aðstæður. Ég var
að hugsa um að fara til Svíþjóðar og vera þar
til að geta notið þeirra en það varð ekki af því
í ár svo sennilega klára ég verslunarprófið hér
og fer svo út. Ég vona bara að það verði
ekki of seint.
Það áhald. sem Guðjón hlaut ekki gull fyrir
frammistöðu sína á, var bogahesturinn:
Mér hefur alltaf fundist bogahesturinn
leiðinlegur og hef þess vegna haft hann út
undan í æfingunum. Hann er reyndar erfið-
asta áhaldið og íslendingar hafa gefið sig
mjög lítið að honum. Fyrst i stað, meðan Is-
lendingar kepptu ekki mikið, var hann látinn
eiga sig að miklu leyti. Þess vegna gera íslend-
ingar oft mistök á bogahestinum. En þessir
litlu strákar, sem eru að hefja sinn fimleikafer-
il núna, taka hann fyrir og hljóta jafnhliða
þjálfun. í Sovétríkjunum er lögð mikil áhersla
á bogahestinn og krakkar, sem eru teknir í
þjálfun, eru oft látnir æfa á bogahesti í heilt
ár áður en þeir fara á svifrá. Þetta er líka
gert til að styrkja axlirnar sérstaklega.
I fimleikum er lögð mikil áhersla á að vera
með sterkar axlir og því hefur meira að segja
verið haldið frarn að það eitt að vera með
mjög sterkar axlir sé nóg til þess að ná góðum
árangri í fimleikum. Sérsvið mitt er hins vegar
svifráin. Mér liður mjög vel þegar ég er á
svifránni og ég hef stundað hana mikið.
Hvernig fæðu neytir þú?
Okkur er ráðlagt að borða aðeins létta
fæðu en ég hugsa ekki mikið um þá hluti.
Fyrir íslandsmeistaramótið borðaði ég yfir-
leitt egg og Cheerios á morgnana og ávexti
yfir daginn. Það er samt lítill tími til að borða.
Ég stundaði fótbolta frá því ég var fimm
ára gamall. Það var mjög erfið ákvörðun að
skipta frá fótboltanum og yfir í fimleikana
en ég var farinn að finna fyrir verkjum í fótun-
um og hnjánum. Það fylgir fótboltanum. Ég
sé ekki eftir því að hafa skipt. Fimleikarnir
eru geysilega áhugaverð íþróttagrein og í fim-
leikum eru engin raunveruleg meiðsli, nema
slys eigi sér stað. En það er geysilegt álag á
fimleikamann. í fyrstu fékk ég í sífellu sina-
skeiðabólgu eftir æfingar á bogahestinum.
Það er mikilvægt að passa sig þegar maður
er að byrja í þessari iþrótt, einmitt vegna
þessa. Þeir sent stunda fimleika hafa hins veg-
ar mjög lítið þol. Ég hef heyrt að fimleikamenn
hafi annað minnsta þolið í íþróttaheiminum.
Það byggist allt upp á styrkleika og snerpu.
En hvaða framtíð á fimleikamaður fyrir sér
ef hann vill leggja stund á fimleika eingöngu?
Bandaríkjamenn gera auðvitað atvinnu-
mennsku úr öllu og það eru atvinnumenn í
Sovétríkjunum líka en í fáum öðrum löndum
er fimleikafólki boðið upp á fulla vinnu innan
sins fags, nema sem þjálfarar eða háskaleikar-
ar í kvikmyndum.
Ég myndi telja Sovétmenn sterkustu fim-
leikaþjóð í heimi. Þeir eru með geysilega sterkt
unglingalið sent orsakast að ntiklum hluta af
því að þeir byrja svo ungir.
Fintleikarnir eru í geysilegri þróun. Eftir tíu
ár niunu menn gera æfingar sem engum myndi
detta í hug að hægt væri að gera í dag. Éyrir
tíu árum datt heldur engum í hug að hægt
væri að fara tvöfalt heljarstökk af gólfi en í
dag eru margir fnnleikamenn sem gera þetta.
Þekktur sovéskur fimleikamaður getur til
dæmis farið heljarstökk nteð fimmfaldri
skrúfu. Þetta er auðvitað ofurmannlegt. Það
eru margar ástæður fyrir þessu. Æfingatækni
og búnaði hefur fleygt fram en fyrst og fremst
er það þjálfunartæknin sem veldur. Það hafa
verið svo geysilegar framfarir í henni.
Hér á landi er einn þjálfari sem ber af. Það
er Jónas Tryggvason. Hann stundaði nám í
þjálfunartækni í Sovétríkjunum unt fimm ára
skeið. Hann er með fimleikakennslu af fyrstu
gráðu.
Ég set mér það takmark að ná langt á Norð-
urlöndunum en íslendingar hafa aldrei átt
Norðurlandameistara í fimleikum og mér
finnst of mikil bjartsýni að vona að ég verði
Norðurlandameistari. En ég ætla að halda
áfrarn að æfa, grimmt. Ég ætla að æfa að
minnsta kosti jafnmikið og ég hef gert undan-
farin tvö ár og helst meira.
Viðtal: Hlynur Örn Þórisson Mynd: Valdís Úskarsdóttir
16. TBL VIKAN 47