Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 56
SPAIN GILDIR FYRIR VIKUNA
1 9.-25. APRÍL
HRÚTURINN 21. mars-20. apríl
Láttu þér ekki detta í hug að þú
fáir frið til að liggja í leti og hafa
það þægilegt í næstu viku. Öllu
raunhæfara er að gera ráð fyrir að
ekki verði nokkur hlutur á sínum
stað í vikulokin. í skjótri svipan get-
ur jafnvel það sem þú taldir óhagg-
anlegt umhverfst í andstæðu sína.
TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní
Stundum borgar sig betur að þegja
og hlusta en gera uppskátt um eigið
álit og fyrirætlanir. Þetta ættir þú
reyndar þegar að hafa lært af reynsl-
unni en það getur þó verið hægara
sagt en gert. I Ijósi undangenginna
atburða geturðu vænst ólíklegustu
viðburða í öllum áttum.
LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst
Eitthvað liggur ekki nægilega ljóst
fyrir heima við og varla verður und-
an því vikist að koma málum á
hreint. Þótt einhverjum kunni að
sárna í bili er varla um annað að
ræða fyrir þig en ríða á vaðið og
ræða málin opinskátt enda allra hag-
uref vel tekst til.
VOGIN24.scpt.-23.okt.
Vertu varkár í samskiptum við félag-
ana. Einhvers staðarer pottur
brotinn og þú sennilega ekki eins
saklaus og þú vilt vera láta. Ef þú
leitast við að setja þig í spor annarra
ættirðu að geta áttað þig á hvað
þeim líður og jafnframt glöggvað
þig á þinni eigin stöðu.
BOGMAÐURINN 24. nóv.-21.des.
í hönd fer tímabil sem einkennist
af ólíkum tækifærum og ekki um
annað að gera en velja og hafna.
Þér er hollast að beita eigin dóm-
greind fremur en treysta á álit
annarra og lukkuna. Þegar til kast-
anna kemur ert það þú sem axlar
ábyrgðina og tekur afleiðingunum.
VATNSBERINN21.jan.-19.fcbr.
Þú þarft að takast á við eitthvað sem
þú gjarnan vilt vera laus við. Gang-
irðu til verks af heilum hug helurðu
meiri ánægju af þessu verki en ef þú
gerir það sem gera þarf með hang-
andi hendi. Ekki er víst að allar
áætlanir standist og þú getur þurft
að breyta meira til en þér likar.
NAUTIÐ 21. apríl-21. maí
Búðu þig undir að takast á við ný-
stárleg verkefni, jafnvel eitthvað
gjörólíkt því sem þú hefur hingað
til fengist við. Ekki er víst að þessar
breytingar skelli á alveg á næstunni
og varla fyrirvaralaust en því betur
sem þú ert undir þær búinn þeim
mun betur mun ganga.
KRABBINN 22. júní-23. júlí
Ekki verðurðu alls kostar sáttur við
það sem gerist á næstu dögum. Þú
getur þó huggað þig við að allar lík-
ur benda til að þessir atburðir verði
þér til góðs þótt þér þyki þeir óþægi-
legir í svipinn og reynslunni ríkari
verðurðu betur í stakk búinn til að
takast á við daglegt amstur.
MEYJ AN 24. ágúst-23. scpt.
Þér berast boð sem gera það að
verkum að ferðalag virðist óhjá-
kvæmilegt. Ef til vill snertir þetta
sumarleyfið sem að þessu sinni'gæti
snúist meira um ferðalög en vant er.
Ekki er víst að allir sem við sögu
koma verði hrifnir en ekki skaltu
láta það draga úr þér kjarkinn.
SPORÐDREKINN 24. okt.-23. nóv.
Þig langar að koma meiri reglu á líf
þitt en verið hefur undanfarið. Ekki
er tryggt að þú hafir erindi sem erf-
iði en næsta vika gæti gert útslagið
um hvernig til tekst. Því skaltu líta
á hana sem prófstein á þolgæðið
enda geturðu i rólegheitum komið
ýmsu gagnlegu til Ieiðar.
STEINGEITIN22.des.-20.jan.
Gerðu ekkert í fljótfærni. Þótt þér
finnist þú vanmegnugurskaltu um-
fram allt varast að missa stjórn á
þér. Tilefnin verða sennilega næg og
ekki örgrannt unt að einhver telji sér
hag í að koma því til leiðar að þú
hlaupir á þig. Stattu þig, þetta skipt-
ir nefnilega ntáli.
FISKARNIR 20. febr.-20. rnars
Það er slítandi að búa við missætti.
Þeir sem hyggjast deila kjörum verða
að koma sér upp umgengnisreglum
sem allir geta sætt sig við. Þótt þér
finnist þú hafa nógu að sinna utan
heimilis máttu til með að sinna fjöl-
skyldunni og getur ekki krafist þess
að vera einungis þiggjandi.
TT\
11/
Nautið er fast fyrir og fátt raskar ró þess. Það vill fá að vera
í friði og áreitir sjaldan aðra að fyrra bragöi. Verði mönnum
hins vegar á að troða nauti um tær mega þeir biðja fyrir sér
því að enginn sækir gull í greipar nautsins vilji það ekki láta
það af hendi. Það er yílrvegað í framkomu og stundum eins
og það útiloki sig gjörsamlega frá umhverfinu. Ekki er auð-
velt að snúa á nautið, það veit hvað það vill og læturekki
hafasig út í neitt sem það kærir sigekki um. Það tekur því
sem að höndurn ber riáeðjafnaðargeði, veit nákvæmlega hvern-
ig það á að haga sér við mismunandi aðstæður og þessi
yfirvegun og rósemi gerir það að verkum að fólki líður yfir-
leitt vel i návist þess. Það er heimakært og lætur sér annt um
fjölskyldu sína, vill búa við öryggi ogskipuleggurgjarnan lif
sitt langt fram í límann, er enda visast til að halda lást við
slíkaráætlanir. Það er þrjóskt en þolinmótt, mætir andstreymi
meðskynsemi ogstyrkist við hverja raun. Matarlyst nautsins
er viðbrugðið, það hefur unun af að borða góðan mat á glæsi-
legum veitingahúsum en gerir matarleifunum heima hjá sér
góð skil af sömu ánægju. Nautið leggur kapp á að öölast Ijár-
hagslegt öryggi, stefnir hægt en örugglega að efnahagslegu
sjálfstæði og heldur áfram þar til það kemst í álnir. Síðará
ævinni verður það gjarnan auðugt. Því gcðjast vel að valdi,
lætur fá tækifæri ónotuð til að komast i áhrifastöðu en hefur
ekki þörf fyrirað sýna jvald sitt i tíma ogótíma, því nægir
að vita af valdinu og að aðrir virði það. Verði á því mis-
bresturer nautinu að mæta í öllu þess veldi. Nautið hrífst af
stórbrotnum listaverkum, horfir sjaldan í fjármuni sem lara
til listaverkakaupa og kann vel að ineta sígilda tónlist. Nautið
nýtur yfirleitt velgengni og sleppir ógjarnan því sem það hefur
komist yfir.
56 VIKAN 16. TBL