Vikan


Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 12

Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 12
Tónlist á páskunum „ Vinaminni “ Helga Ingólfsdóttir semballeikari við sembalinn. Það munu eflaust margir eiga ánægjulega kvöldstund í Kristskirkju þann fimmtánda apríl næstkomandi. Þann dag, klukkan 20.30, verða sembaltónleikar Helgu Ingólfsdóttur. A efnisskránni eru: „Ground" í c-moll eftir H. Pucell, Harmljóð eftir J.J. Froberger, þættir úr svítu í c-moll eftir A. Forqueray og cha- sonne í f-dúr, grafskrift og passacaille í c-dúr eftir L. Couperin. Tónleikunum lýkur svo með krómatískri fantasíu og fúgu í d-moll eftir Johann Sebastian Bach. Semballinn er eflaust það hljóðfæri sem í hugum fiestra tengist kirkjutónlist mest ef orgelið er undanskilið. Og víst sömdu gömlu meistararnir eins og Bach, Haydn og Hándel hluta af verkum sínum á sembal (meðal ann- ars þau verk sem nú eru almennt leikin á píanó). í dag er semballinn ekki algengt hljóð- færi og við íslendingar eigum heldur ekki marga semballeikara. Tónleikar Helgu Ing- ólfsdóttur eru því ávallt ánægjulegur og kærkominn tónlistarviðburður. Það er algengur misskilningur að semball- inn sé fyrirrennari píanósins en svo er ekki. Semball, eða harpsíkord sem er enska heitið á því hljóðfæri, er ekki ásláttarhljóðfæri held- ur er gripið í strengina sem eru miklu grenni en strengir píanósins. Eiginlega er semballinn nokkurs konar lárétt harpa. Semballinn, sem er sautjándu og átjándu aldar hljóðfæri, vék á sínum tíma fyrir klavíkordinu sem var und- anfari píanósins. Píanóið verður hins vegar ráðandi á nítjándu öldinni. Helga Ingólfsdóttir æfir heima hjá sér því eins og áður segir er semballinn ekki algengt hljóðfæri og engin íslensk kirkja er svo vel búin að eiga slíkt hljóðfæri. Helga býr úti á Álftanesi, í litlu hvítu húsi niðri við sjó. Við litum inn hjá henni einn góðviðrisdag í mars til að fræðast aðeins nánar um tónleikana og efnisskrána. Semballinn hennar Helgu er bað fyrsta sem aðkomumaðurinn sér þegar inn er komið. Hann stendur í öðrum enda stofunnar, undur- fagurt hljóðfæri, svartur og gylltur og hljóm- borðið fagurlega skreytt. Helga brosir hæglátlega þegar ég spyr hana hvort hljóðfærið sé gamalt. „Það er fiestum fjárhagslega ofviða að eignast gamlan semb- al,“ segir hún, „gömul hljóðfæri eru svo óskaplega dýr. Þessi semball er nákvæm eftir- líking af gömlum sembal frá átjándu öld. Hann er smíðaður árið 1982 í Bretlandi. Ann- ars eru engir tveir sembalar eins. Mér fannst vera kominn tími til að fá verulega gott hljóð- færi en þessi semball er af stærstu gerð. Áður lék ég alltaf á hljóðfæri sem maðurinn minn smíðaði, ágætis hljóðfæri sem ég nota nú aðal- lega til að lána nemendum." „Vinaminni“, af hverju valdir þú tónleikun- um þetta nafn? „Já, það er nú það. Það var heilmikil vinna að setja saman þessa efnisskrá. Ég valdi sam- an verk sem tónskáld hafa skrifað í minningu vina sinna, lifandi eða látinna. Verkin eru öll eftir sautjándu og átjándu aldar tónskáld. Sum eru harmaverk, eitt er til dæmis samið í minningu barns, annað í minningu tón- skálds. Önnur eru gleðiverk. Ég enda á stóru verki eftir Johann Sebastian Bach, krómat- ískri fantasíu og fúgu í d-moll. Verk þetta, sem er mjög dramatískt, samdi Bach eftir lát fyrri konu sinnar. Mér fannst þessi verk eiga eink- ar vel við í bænavikunni því að þetta eru verk hugleiðinga og það er í þeim svo mikil fegurð þó svo þau lýsi mikilli sorg.“ Það hefur efiaust ekki farið fram hjá þeim sem láta sig það einhverju varða að Helga Ingólfsdóttir heldur tónleika sína oftast ann- aðhvort í Skálholtskirkju eða Kristskirkju. „Það eru eiginlega ekki nema tveir staðir þar sem gott er að halda sembaltónleika og það er í þessum tveim kirkjum. Það þarf svo mikinn hljómburð fyrir hljóðfæri eins og sembalinn. Hljómburðurinn í Kristskirkju er alveg stórkostlegur, það er gaman að spila þar. Það tekur svo vel undir. Svo er það líka stemningin, þessi sögulega stemning, sem skiptir svo miklu máli og er bein tenging við tónlist af þessu tagi. Þessi stemning er fyrir hendi bæði í Skálholti og í Kristskirkju." En nú er loksins búið að taka Hallgríms- kirkju í notkun og þar með fengin langþráð aðstaða til flutnings kirkjulegrar tónfstar. Hvernig hentar Hallgrímskirkja sem tónlistar- hús fyrir sembal? „Ekki nógu vel,“ segir hún, hálfraunamædd á svip. „Það er of hátt til lofts og of miklar fjarlægðir við áheyrendur. Eins er alveg von- laust að halda sembaltónleika í Háskólabíói." En Helga þarf að halda áfram. Við þökkum henni því fyrir spjallið og kvcðjum en þó ekki fyrr en Valdis Ijósmyndari hefur smellt af nokkrum myndum. 12 VIKAN 16. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.