Vikan


Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 30

Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 30
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, yfirheyrður af Álflieiði Ingadóttur, Alþýðubandalagi Notar orðaleppa á tyUídögum Á einni viku hafði pólitíska landslagið á íslandi gjörbreyst. SjálfsUeðisflokkurinn var klofinn og þegar Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, kynnti kosningastefnuskrá „sigurlistans": VIÐREISN velferðarríkis, NÝ- SKÖPUN atvinnulífs - bentu skoðanakannanir til þess að hann gæti dottið út af þingi. Við slíkar aðsUeður var erfitt að hemja Jón Baldvin á einni blaðsíðu í Vikunni. Hér er sýnishom af fyrsUi hluUi viðtalsins sem snýst um Álþýðuflokkinn og skilning formannsins á hlutverki hans í íslenskri pólitík. En við byijum á þingsætinu: Var Jón Baldvin einum of bjartsýnn þegar hann settist í þriðja sætið á lista krata í Reykjavík og hvert yrði hlut- verk hans sem flokksformanns uUin þings? Nei. Það er ekki mitt mál hvort ég er inni eða úti í kosningum. Það er kjósenda að ákveða það. Ef niðurstaðan verður sú að það starf, sem ég hef unnið sl. tvö ár við að byggja upp öflugan jafnaðarmannaflokk, mistekst, verða viðbrögð mín vafalaust að segja af mér og láta öðrum eft- ir að reyna betur. _ Hveiju spáirðu um fylgi Alþýðuflokksins nú? Ég spái því núna, í aprílbyrjun, að Alþýðuflokk- urinn muni fara yfir 20% í kosningunum; fesUi sig í sessi sem næstsUersti flokkur þjóðarinnar og að bilið milli hans og SjálfsUeðisflokksins verði ekki ýkja stórt. Hverjar em skýringar þínar á þeim miklu sveiflum sent hafa orðið á fylgi Alþýðuflokksins í gegnum tíðina? Bera þær vott um rótleysi flokks- ins eða rótleysi kjósenda? Þeim mislíkar þessi margskipting flokka og vilja gjaman að við getum brotist út úr viðjum þessti Ilokkakerfis. Aðalskýringin á velgengni Alþýðu- flokksins nú er sú að fólk er að fá trú á þvt að hann geti brotið niður múra úrelts flokkakerfis. Hann er vísir að hinum nýja, stóra jafnaðar- mannaflokki: Við erum komnir vel á veg. Þú hefur hölðað mikið til hægra fylgis - er það einfalt reikningsdæmi hjá þér að þar sé eink- um von í fylgi eða byggist það á hugmyndafræði- legurn skyldleika? Það er einfalt mál að ég næ ekki rnínu mark- miði - að skapa hér fjöldahreyfingu jafnaðar- manna - nema niér takist að minnka tjöldafylgi SjálfsUeðisflokksins. Að því er varðar hugntynda- iega samstöðu þá em snertifletir nreð málflutningi SjálfsUeðisflokksins þegar hann segist vilja meiri markaðsbúskap og minni ríkisforsjá. Reynslan kennir okkur hins vegar að SjálfsUeðisflokkurinn noUtr þessa orðaleppa á tyllidögum en í reynd nýtir hann pólitíska aðstöðu ríkisvaldsins til að hygla sérhagsmunum, Ágreiningsefnin em aftur á sviði félagsmála. Þegar Þorsteinn Pálsson gaf Alþýðuflokknum þá einkunn á landsfundinum að hann væri helsti keppinautur Sjálfstæðisflokksins varstu býsna kát- ur. En hver er helsti andstæðingur Alþýðuflokks- ins í íslenskum stjórnmálum? Hann er að finna í fleiri en einum flokki. í mín- um huga er heimsmyndin ekki svart-hvit og óvinamyndin ekki heldur. Ég lít ekki á fólk sem óvini. En þeir sem hafa gerst varðhundar sérhags- muna og forréttinda í þessu þjóðfélagi, þeir em okkar andstæðingar, hvar sem þá er að finna. Þá er að finna í Framsóknarflokknum ekki síður cn i Sjálfstæðisflokknum og reyndar í fleiri flokkum. Ertu að segja að það séu í raun engar andstæð- ur í íslenskum stjómmálum að það sé sami rassinn undir öllum að það sé enginn munur á flokkunum? Nei. í mínum huga eru andstæðumar þær helst- ar að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn em í pólitík til að gæUi þröngra sérhags- muna. Sérstaða okkar jafnaðamianna í flokkalitrófmu er aðallega þessi: Ólíkt Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokki erum við ekki málaliðar sérhagsmuna; ólíkt Alþýðubandalagi og fleiri vinstri brotum höfum vð afdráttarlaust hafnað því sem við köllum úreltar hugmyndir frá liðinni öld um ríkisforsjá og miðstýringu. Hver er þín óskaríkisstjóm? Það er sitt hvað, óskaríkisstjórn eða veruleikinn sem þú stendur frammi fyrir. Mín óskaríkisstjóm væri meirihlutastjóm jafnaðarmanna. Næstskásti kosturinn væri minnihlutastjóm jafnaðannanna sem semdi bæði til „hægri'‘ og „vinstri" um fram- kvæmd einstakra málaflokka. Hvaða flokka myndirðu kjósa þér til sam- starfs í samsteypustjóm? í ljósi þess sem iíklegast var hef ég sagt sem svo: Ef SjálfsUeðisflokkurinn heldur styrkleika á bilinu 35 40% þá verður hann tieplega sniðgeng- inn við stjómarmyndun. En þá teldi ég mjög þýðingannikið að okkur jafnaðannönnum tækist að koma í veg fyrir að hann héldi ál'ram stjórnar- samstaifi við Framsóknarflokkinn. Fyrir því eru alvcg séi'stök rök: Þegar þessir flokkar, sem báðir eru sérhagsmunaflokkar, ná saman þá leiða þeir fram í dagsljósið vei’sta sérhagsmunaeðli hvors um sig. Þá teídi ég mjög æskilegt að Aljrýöullokk- urinn hefði til þess styrkleika að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, jafnvel með Sjálfstæðis- flokki og Alþýðubandalagi. Ég hef nefnt aö munstrin, sem úr væri að velja og vieru illskást. væru viðreisn eða nýsköpun. - Nú hafa veður skipast í lofti og jafnvel sést merki um að tvíhötða Sjálfstæðisflokkur gæti far- ið langleiðina nteð að ná hreinum meirihluta. Er það ekki skýr viðvörun til vinstri flokka og krafa um að þeir bjóði upp á annan valkost en slika hreinræktaða hægri stjóm? Kallið um sameiningu vinstii Ilokka er eldra en við bæði til samans. Ég segi: Aljíýðuflokkutinn er jafnaðarmannaflokkur íslands. Við getum aldr- ei sameinað þá sem kenna sig við vinstiið í einum stórum flokki sem gæti orðið jafnoki eða ofjarl Sjálfstæðisflokksins, nema á hugmyndagrundvelli jafnaðarstefnu. Við eigum samleið með tjöldanum öllu af fólki, t.d. í Alþýðubttndtilíigi, Sjálfstæðis- flokki og Framsókn. sem er raunverulega sósíal- demókratar. Afneitarðu jxim möguleika að efltt hér sam- sttirt' félagshyggjuflokka og þá meina ég Alþýðu- flokk, Alþýðubtindtilag og Kvennalista? Nei, ekki fyrirfram. Ég set bara spurningar- merki við „félagshyggju" [xssttra flokka. Það sem vakir fyrir okkur við myndun ríkisstjómar er ttð ná árangri. í okkar huga er forsenda árangurs sú að gera uppskurð á ríkisbúskapnum og breyta efnahagslífinu í átt til meiri markaðsbúskapar. Ég veit að þaö eru til menn í Alþýðubandalaginu sem eru mér sammála um jressar leiðir, en þttð cr Ijóst að það eru mjög öflugir hópar innan Al- þýðubandalagsins sem visa jxssari leið á bug. Ég héf því mínar efasemdir um að slík ríkisstjórn nái árangti ef hún ekki nær samstöðu um leiöirnur. Telurðu mciri vankanta á því ttö ríkisstjórn af [tcssu tagi næði sttmkomulagi við þig um leiöir en Sjálfstæöisllokkurinn? Ekki endilega, því auðvitað er alltaf hægt, ef vilji er fyrir hendi, að jal'na ágreiningsmál. Viö jafnaðannenn höfum mjög ákveðnar og afdráttar- lausar skoðanir um hinar réttu leiðir í sljórn efnahagsmála í blönduöu hagkerfi. Og ég hlýt að spyija: Myndu Kvennalisti og Alþýðubítndalag fallast á okkar leiðir? Um það hef ég mínar cfa- semdir. Spurningin er: F.r ekki þttrna um aö ræða alvarlegan málefnaágreining? Eg var að spyrja hvort þú teldir hann alvar- legti á jxssum kanti eða ntilli þín og Sjálfstæöis- llokksins. 1 fattn er dálitið antiars eðlis og hann er á öörum málasviðum. Ég gæti trúað því að |taö væii aö suniu leyti auöveldara aö ná samkotnulagi við Sjálfstæöisflokkinn um þaö markmiö að draga úr rikisforsjá og efla markaðshúskap en segi ji;iö jtó með fyiiivant þ\ \ þaö fer eftir |t\ í hveijir stjórna Sjálfstæöisllokknum. 30 VIK A N 16. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.