Vikan


Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 18

Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 18
Dymbilvika - páskar Dymbilvika er síðasta vika sjöviknaföstu en henni lýkur á laugardag fyrir páska. Fastan var í kaþólskri tíð haldin með miklum strangleik. í byrjun föstu var til siðs að ryðja í fólk miklu af keti og floti og helst meiru en því var auðið að torga. Leifarnar voru teknar og hengdar upp í baðstofumæni, hvers leifar voru teknar og hengdar fyrir ofan rúm hans eða hennar. Ekki mátti snerta þær fyrr en á páskadagsnótt, sama hversu mikið fólk langaði í þær. En líklega hafa þær ekki verið orðnar lystugar þá. Ef einhver hélt ekki föstuna hafði hann þau víti að missa leifarnar í föstulokin og páskaketið í tilbót og þóttu það þungar skriftir sem von var. Sumir gengu svo langt í föstuhaldinu að þeir vöruðust að nefna ket og flot á föstunni. Ef þeir þurftu að taka sér þessi orð í munn kölluðu þeir ketið klauflax en flotið afrás. En þetta mun nú hafa verið meira sér til gamans gert. Dymbilvika nefnist öðru nafni efsta vika, það er síðasta vika fyrir páska. Dymbil- vika mun draga nafn sitt af áhaldinu dymbli sem notað var í kaþólskri tíð til að hljóðið yrði drungalegra og sorglegra þegar hringt var til guðsþjónustu síðustu daga föst- unnar. Menn hallast helst að því að dymbill- inn hafi verið trékólfur sem settur var í kirkjuklukkur í stað málmkólfsins, svo að hljóð deyfðist. Aðrir telja hins vegar að orðið dymbill hafi verið notað um háan ljósastjaka sem stóð á kirkjugólfi, með fjórum örmum og þrem ljósum á hverjum auk eins í toppi. Skyldu ljós þessi tákna Krist og postulana og voru notuð í stað ljóshjálma í þessari viku, svo að skuggsýnna væri í kirkjunni en ella. Kyrra vika, sem er annað nafn þessarar viku, vísar til þess að menn áttu í þessari viku að vera hljóðari og hæglátari en nokkru sinni á árinu og helst að liggja á bæn. Pálmasunnudagur er fyrsti dagur dymbil- viku og er haldinn til minningar um innreið Jesú Krists i Jerúsalem, þegar fólkið streymdi til móts við hann og Sar pálmaviðargreinar. Talið er að Gregorius páfi hafi stofnað pálmasunnudag í kringum árið 600. Voru þá vígðir pálmar og olíuviðar- greinar, sem notaðar voru við helgiathafnir. A norðlægari slóðum, þar sem ekki uxu pálm- ar, var notast við ýmis sígræn barrtré. Skírdagur hefur að öllum líkindum upp- haflega heitið skírþórsdagur, eitt dæmi þar að lútandi má alltént finna í íslensk- um fornritum. Ástæðan fyrir nafninu skír- þórsdagur er ofur einföld því það tengist gömlu dagaheitunum, Týsdegi, Oðinsdegi og Þórsdegi. Skírdagur er haldinn í minningu þess er Jesús innsetti hina heilögu kvöldmáltíð og þvoði fætur lærisveinanna eftir að hafa snætt páskalambið með þeim. Lýsingarorðið skír merkir annars hreinn og hefur sjálfsagt átt við hreinsun sálarinnar. Áður fyrr tíðkaðist hér á landi að skammta rauðseyddan, hnausþykkan mjólkurgraut að morgni skírdags, áður en menn héldu til kirkju. Þessi siður hélst víða fram yfir miðja 19. öld. Ýmsir kvörtuðu þó yfir grautarátinu því ekki þótti alltaf þefgott í kirkjum þennan dag, grauturinn þótti auka vind. Föstudagurinn langi heitir einnig langafrjá- dagur og mun það upphaflegra nafn. Frjádagur mun fela í sér ásynju- eða gyðjunafn, sem á ólítið skylt við þær Frigg og Freyju. Föstudagurinn langi er til minningar um hina löngu pínu Krists á krossinum. En nafn- ið höfðar augljóslega til þess að dagar mótlætis þykja ávallt líða seint. Þennan dag tíðkaðist viða að borða ekki fyrr en seint og um síðir og sums staðar var til siðs að borða ekkert fyrr en um miðaftan. Voru þá margir orðnir svangir því að messu- gerð var í lengra lagi þennan dag, sunginn allur sálmurinn „Adams barn, synd þín svo var stór“, öll píningarsagan lesin og löng pred- ikun á eftir. Raunar hafa síðari tíma menn fundið þá ókristilegu skýringu á nafni föstudagsins langa að guðsþjónustan hafi þótt svo löng og leiðin- leg að menn hafi farið að kalla daginn föstudaginn langa af þeim sökunt en harla er þessi skýring nú hæpinn. Þennan dag var og siður að hýða öll börn fyrir syndir þeirra á föstunni til þess að láta þau taka eins konar þátt í písl Krists. Gekk þetta jafnvel svo langt að foreldrar vildu hýða uppkomin börn sín. Til er saga af kerlingu sem vildi hýða dóttur sína, er þá var orðin gift kona, og þótti óguðleikinn langt á leið kominn er hún fékk því ekki viðkomið fyrir manni hennar. Samantekt: Jóhanna Margrét Einarsdóttir Teikning: Tryggvi Þórhallsson 18 VIKAN 16. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.