Vikan


Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 4

Vikan - 16.04.1987, Blaðsíða 4
16. tbl. 49. árgangur. 16.-22. apríl 1987. Verð 150 krónu FORSÍÐAN Alþingishúsið prýðir forsíðu Vik- unnar og þeir formenn fimm sem yfirheyrðir eru í blaðinu. Páska- stemningu má ekki gleyma þótt kosningar séu fram undan. En við óskum lesendum okkar gleðilegra páska með góðri lesn- ingu. Valdís Óskarsdóttir tók forsíðumyndirnar. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hlynur Örn Þórisson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Páskakosningar Dymbilvikur liðins tíma geyma margar sögufræga viðburði. Þessi dymbilvika mun sjálfsagt ekki verða eftirminnileg við söguskoðun en næsta vika verð- ur það. Þá göngum við að kjörborðinu og veljum einstakl- inga til setu á Alþingi. Nánasta framtíð verður í hönd- um þessara einstaklinga. Þeir munu setja lög og nokkrir þeirra fá framkvæmdavaldið í hendur. í þeirra höndum verður efna- hagslíf einstaklinganna í þjóð- félaginu. í þeirra höndum verður afkoma okkar. Þau sem þar munu sitja munu spila út pólitískum spilum sem áhrif hafa á allt okkar daglega líf. Það er ekki lítið í húfi. At- kvæðum okkar verðum við því að velja verðugan stað. Vikan vill ekki láta sitt eftir liggja í kosningahretinu sem nú gengur yfir þjóðina og því er stærsti hluti blaðsins tengdur kbsningunum. Við fengum nýja frambjóðend- ur, fólk sem ekki hefur áður átt sæti á framboðslistum fyrir al- þingiskosningar, til að yfirheyra formenn fimm stjórnmálaflokka. Stjórnmálaflokkarnireru fleiri, en við tókum inn í þessa mynd að- eins þá flokka sem áttu fulltrúa á síðasta þingi. Þar voru okkar markalínur. í yfirheyrslunum yfir formönn- unum fimm koma fram mörg skoðunarverð atriði. Við vonum að viðleitni okkar komi kjósend- um að einhverju gagni í því pólitíska umróti sem völvan okk- ar hafði spáð og nú er að ganga yfir. Og við óskum lesendum okkar gleðilegra páska. I ÞESSARIVIKU 6 Greinarkorn um William Hurt, leikar- ann góðkunna, en hann leikur annað aðalhlutverkið I kvikmyndinni Guð gaf mér eyra sem nú er sýnd í Há- skólabíói. 9 Tónlist um páska. Langholtskirkju- kórinn flytur Jóhannesarpassíuna. i Hallgrímskirkju verður flutt Hall- grímspassía. í Kristskirkju verða tónleikar Helgu Jngólfsdóttur. 14 Sjónvarp. Á Stöð 2 verður flutt Sálu- messa eftir Andrew Lloyd Webber en i ríkissjónvarpinu verður kvikmynd Zefferellis, Jesúsfrá Nasaret, sýnd. Vikankynnirþessityoyerk. 18 Sitt lítið af hverju um föstuna, dymb- ilvikuog páskana. 20 í Eldhúsi Vikunnar býður Ester upp á heimatilbúinn ís. 22 Raising Arizona er ný bandarísk gam- anmynd sem vakið hefur mikla athygli vestanhafsað undanförnu. Fjallað er um hana í kvikmyndaþætti. 24............................... Frá afmælishófi Verkfræðingafélags íslands sem nýlega varð 75 ára. 4 VIKAN 16. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.