Vikan - 16.04.1987, Síða 4
16. tbl. 49. árgangur. 16.-22. apríl 1987. Verð 150 krónu
FORSÍÐAN
Alþingishúsið prýðir forsíðu Vik-
unnar og þeir formenn fimm sem
yfirheyrðir eru í blaðinu. Páska-
stemningu má ekki gleyma þótt
kosningar séu fram undan. En
við óskum lesendum okkar
gleðilegra páska með góðri lesn-
ingu. Valdís Óskarsdóttir tók
forsíðumyndirnar.
ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf.
RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir.
BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs-
dóttir, Hlynur Örn Þórisson,
Jóhanna Margrét Einarsdóttir,
Unnur Úlfarsdóttir.
LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars-
dóttir.
ÚTLITSTEIKNARI:
Hilmar Karlsson.
RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11,
SÍMI (91) 2 70 22.
AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R.
Andersen.
AFGREIÐSLA OG DREIFING:
Þverholti 11, sími (91) 2 70 22.
PÓSTFANG RITSTJÓRNAR,
AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR:
Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð
í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð:
500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13
tölublöð ársfjórðungslega eða
3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs-
lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram.
Gjalddagar nóvember, febrúar, maí
og ágúst. Áskrift í Reykjavík og
Kópavogi greiðist mánaðarlega.
Páskakosningar
Dymbilvikur liðins tíma geyma
margar sögufræga viðburði.
Þessi dymbilvika mun sjálfsagt
ekki verða eftirminnileg við
söguskoðun en næsta vika verð-
ur það. Þá göngum við að
kjörborðinu og veljum einstakl-
inga til setu á Alþingi.
Nánasta framtíð verður í hönd-
um þessara einstaklinga. Þeir
munu setja lög og nokkrir þeirra
fá framkvæmdavaldið í hendur.
í þeirra höndum verður efna-
hagslíf einstaklinganna í þjóð-
félaginu. í þeirra höndum verður
afkoma okkar.
Þau sem þar munu sitja munu
spila út pólitískum spilum sem
áhrif hafa á allt okkar daglega
líf. Það er ekki lítið í húfi. At-
kvæðum okkar verðum við því
að velja verðugan stað.
Vikan vill ekki láta sitt eftir
liggja í kosningahretinu sem nú
gengur yfir þjóðina og því er
stærsti hluti blaðsins tengdur
kbsningunum.
Við fengum nýja frambjóðend-
ur, fólk sem ekki hefur áður átt
sæti á framboðslistum fyrir al-
þingiskosningar, til að yfirheyra
formenn fimm stjórnmálaflokka.
Stjórnmálaflokkarnireru fleiri, en
við tókum inn í þessa mynd að-
eins þá flokka sem áttu fulltrúa
á síðasta þingi. Þar voru okkar
markalínur.
í yfirheyrslunum yfir formönn-
unum fimm koma fram mörg
skoðunarverð atriði. Við vonum
að viðleitni okkar komi kjósend-
um að einhverju gagni í því
pólitíska umróti sem völvan okk-
ar hafði spáð og nú er að ganga
yfir.
Og við óskum lesendum okkar
gleðilegra páska.
I ÞESSARIVIKU
6
Greinarkorn um William Hurt, leikar-
ann góðkunna, en hann leikur annað
aðalhlutverkið I kvikmyndinni Guð
gaf mér eyra sem nú er sýnd í Há-
skólabíói.
9
Tónlist um páska. Langholtskirkju-
kórinn flytur Jóhannesarpassíuna. i
Hallgrímskirkju verður flutt Hall-
grímspassía. í Kristskirkju verða
tónleikar Helgu Jngólfsdóttur.
14
Sjónvarp. Á Stöð 2 verður flutt Sálu-
messa eftir Andrew Lloyd Webber
en i ríkissjónvarpinu verður kvikmynd
Zefferellis, Jesúsfrá Nasaret, sýnd.
Vikankynnirþessityoyerk.
18
Sitt lítið af hverju um föstuna, dymb-
ilvikuog páskana.
20
í Eldhúsi Vikunnar býður Ester upp
á heimatilbúinn ís.
22
Raising Arizona er ný bandarísk gam-
anmynd sem vakið hefur mikla
athygli vestanhafsað undanförnu.
Fjallað er um hana í kvikmyndaþætti.
24...............................
Frá afmælishófi Verkfræðingafélags
íslands sem nýlega varð 75 ára.
4 VIKAN 16. TBL