Vikan


Vikan - 23.04.1987, Side 27

Vikan - 23.04.1987, Side 27
HAND- MENNTASKÓLI ÍSLANDS Hjá Handmenntaskóla Islands er nú boðið upp á hæfileikapróf, sem er stutt námskeið í teikningu, málun og skrautskrift. Þetta er hugsað fyrir þá sem vilja kanna hvar þeir standa í þessum greinum miðað við lands- meðaltal, en viðmiðunin eru 1250 nemendur HMI síðastliðin sex ár. Allir geta verið með, eina skilyrðið er áhugi. Magnús á auglýsingastofu sinni. GRÍNARINN MAGNÚS Grínarinn Magnús Ólafsson opnaði nýlega auglýsingastofu að Austur- strönd 10 á Seltjarnarnesi. Þar hyggst Magnús bjóða upp á alhliða auglýsingar og auglýsingaráðgjöf. Einnig ætlar Magnús að bjóða upp á skyndiauglýsingaþjónustu þar sem viðskiptavinurinn getur hringt inn auglýsingu með stuttum eða engum fyrirvara og sótt hana skömmu síðar. 6 FRUMLEG KORT Eitt af kortunum hennar Signýjar. Signý Kjart- ansdóttir hefur nýlega sett á markaðinn kort sem hún hannar sjálf og framleið- ir. Á kortunum eru blúndu- myndir. Fyrir nokkrum árum fór Signý að búa til myndir úr gömlum blúnd- um. Nú hefur hún tekið þessar myndir og búið til úr þeim gjafa- kort. Þessi kort eru seld fjögur saman í möppu og fást í flestum ritfanga- og blómaverslun- um. SEBASTIAN SNYRTIVÖRUR Hárgreiðslustofan Krista hefur nú um nokkurt skeið boðið upp á Sebastian snyrtivörur. Sebastian snyrti- vörurnar eru aðeins seldar á hárgreiðslu- og snyrti- stofum en ekki í apótekum, snyrtivöruverslunum eða stórmörkuðum. Er það til að tryggja rétta notkun snyrtivaranna. Þessi regla er sett af framleiðendunum sjálfum og gildir alls staðar í heiminum. Hárgreiðslu- stofan Krista hefur einkaumboð á Sebastian vörum og veitir allar nánari upplýsingar um þær. 17. TBL VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.