Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 18
VIK A N
Hin mörgu andlit Steve Martin
í hlutverki tannlæknisins í Litlu hryllingsbúðinni, þar sem Steve
Martin endar í gini mannætublómsins, stelur hann senunni svo
um munar. Þetta er lítið hlutverk en bitastætt og sýnir vel hversu
góður og Qölhæfur gamanleikari Steve Martin er, þótt ekki hafi
kvikmyndir hans orðið eins vinsælar og vonast var til.
Áður en Steve Martin fór að leika í kvikmyndum var hann
einn allra vinsælasti skemmtikrafturinn vestanháfs. Hann fór létt
með að fylla stærstu sali þótt aðeins hann einn væri á sviðinu.
Á ferli sínum sem alhliða skemmtikraftur hefur hann unnið
Emmy verðlaun fyrir sjónvarpsþætti, Grammy verðlaun fyrir
Pennies from Heaven er kannski misheppnaðasta mynd er Steve Martin
hefur leikið í.
hljómplötur og óskarstilnefningu. Þrátt fyrir þessar viðurkenning-
ar hefur hann ekki öðlast sömu frægð utan Bandaríkjanna og
félagar hans úr Saturday Night Live sjónvarpsþáttunum, Eddie
Murphy, Bill Murray, Chevy Chase og Jolin heitinn Belushi.
Því verður ekki neitað að stíll Steve Martin er nokkuð séramer-
ískur. Yfirleitt er hraðinn mikill og fíflalætin oft yfirgengileg. Sá
gamanleikari, sem hann minnir einna helst á, er Jerry Lewis.
Margt er líkt með þeim er að er gáð.
Oft hefur honum tekist vel upp með fiflalæti sem eru á mörk-
um þess að vera ofleikur. Má nefna myndir eins og The Jerk þar
sem hann leikur munaðarleysingja sem elst upp hjá svartri fjöl-
skyldu. Oft á tíðum bráðfyndin mynd. Svo hefur hann aftur á
móti einnig farið yfir markið eins og í Pennies from Heaven,
söng- og dansmynd er gerist á fjórða áratugnum. Sú mynd, sem
vinsælust hefur orðið með Steve Martin og í raun sú eina vinsæla,
er All of Me. Þar leikur hann lögfræðing sem óvart verður fyrir
sálarflutningi og það versta er að það er kvenmannssál er flyst í
líkama hans. Nýjasta kvikmynd hans er Three Amigos sem hefur
fengið misjafnar viðtökur, mynd sem inniheldur mörg fyndin at-
riði en frekar slaka heildarútkomu. Hún hefur að undanförnu
verið sýnd hérlendis við ágæta aðsókn.
í iitlu en bitastæðu hlutverki Tannsa í Litlu hryllingsbúðinni fer Steve Martin
á kostum.
Steve Martin ásamt Bemadette Peters í The Jerk, stórskemmtilegri gaman-
mynd.
Bestu myndir Jerry Lewis, þess gamanleikara sem Steve Martin
á einna mest sameiginlegt með, eru þær sem hann stjómaði sjálf-
ur. Það á eftir að reyna á það hvort Steve Martin er hæfur
leikstjóri en mönnum ber saman um að þess sé ekki langt að
bíða að hann stjómi eigin mynd.
Umsjón: Hilmar Karlsson