Vikan


Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 34

Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 34
Laugardagur á Seltjarnarnesi Algjör paradls A golfvellinum a Seltjarnarnesi voru snjóbreiður hér og þar en það skipti kylfingana engu máli. Þegar okkur bar að garði var Ragnar Lár teiknari að ljúka hringnum. „Eg kent alltaf hingað þegar ég hef tíma,“ sagði Ragnar þegar við báðum hann um stutt viðtal. „Ætli ég hafi ekki mætt hér að meðaltali tvisvar í viku frá því á þrettándanum. Þetta er níu hola völlur og rnargir halda að hann sé auðveldur þegar þeir koma hingað í fyrsta skipti, en komast síðan að raun um annað. Það er mjög gaman að spila hér enda er þetta algjör paradís með allt fuglaiílið og nálægð sjávarins. Fuglarnir eru ekki hræddir við okkur og verpa hér víða. Ef við göngurn fram á hreiður setjum við niður stengur til að vernda þau gegn ágangi. Þessi staður hefur sterkt að- Ragnar Lár golfari. dráttarafl. Ef veðrið er óhagstætt kemur maður hingað samt og sit- ur þá að spjalli í skálanum. Krían getur verið býsna ágeng á varptímanum en flestir venjast henni og læra að verjast ágengni hennar, þó eru þess dærni að krían hafi fiæmt burtu hraustustu menn." Ragnar segir okkur skemmti- legar sögur af óvæntum uppá- komum í golfinu og skal hér reynt að endursegja eina: Ónefndur kylfingur skaut kúlu sinni gegnum rúðu á golfskálan- um. Krafturinn var ntikill og hentist kúlan ntilli veggja á fieygi- ferð en endaði á borðstofuborð- inu. Kylfingurinn sá nú í hendi sér að hann gæti slegið kúluna uppi á borðinu og út um dyrnar. I fögnuði sínum yfir þessari lausn gætti hann ekki að sér og bað nærstaddan að opna dyrnar. Hann sló kúluna með meistara- töktum út úr skálanum en áttaði sig þá á því að þrátt fyrir alla meistarataktana fengi hann víti. Ef hann hefði opnað sjálfur hefði hann sloppið við vítið því golfari má ekki fá neins konar hjálp við að skjóta. Hér nieó annaii t’ótinn Maggi, Adda og Sigurbjörg voru á ferð í Gróttu að skoða náttúruna og nutu góða veðursins út í ystu æsar. Þau eru öll fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum en koma oft til Reykjavíkur eða eins og þau sögðu sjálf: „Við erum alltaf hér með annan fótinn." Maggi er kjötiðnaðarmaður og lærði í Reykjavík. Adda og Sigurbjörg voru í Fóstur- skólanum í Reykjavík og bjuggu þar í þrjú ár. Þær voru að koma i fyrsta skipti í Gróttu en Maggi i annað sinn. „Þetta er æðislegt í svona veðri, maður nýtur sín vel og stemningin er ljúf." Nú berst talið að draugagangi í Gróttu. „Það var eina aftanstund að suntri til," sagði Maggi, „þegar kríurnar voru hér að bróðir pabba var að sýna ntér svæðið. Frændi minn hafði drukknað hér út frá og á víst að ganga aftur hér. Við fórum í skúrinn hér (og Maggi bendir) og vorum að fikta í tækjunum sem voru þar en eru þar ekki lengur. Það var blankalogn. Við lokuðunt vel á eftir okkur þegar við fórum út. Þegar ég var kominn um það bil tvó til þrjá metra frá skúrnum vissi ég ekki af mér fyrr en hurðin flaug í hnakk- ann á mér og vankaðist ég við höggið. Þetta gerðist sumarið '79, eftir að ég kom úr Vatnaskógi - þá var ég ellefu eða tólf ára. Atvik þetta hafði rnikil áhrif á mig og vakti mig til umhugsunar um að þetta væri til. Svo var andrúmsloftið þannig að það hefði getað verið fullt af draugum þarna." Það var auðséð á stelpunum að þær trúðu frásögn Magga og ekki var laust við að hroll- ur færi um fieiri svo við beindum talinu að öðru. Hvað finnst ykkur merkilegast við Gróttu? „Maður hrífst af náttúrunni og kyrrðinni, svona þegar Maggi hættir að tala, hann er alltaf að tala," og þær hlógu dátt. - Stundið þið klifur eða veiðar í Eyjum? Maggi: „Ég fer alltaf árlega í klifur, er al- gjör klifurköttur." Adda og Sigurbjörg: „Við göngum á fjöll og þess háttar. Svo vorum við oft með veiðistöngina í gamla daga en fiskuð- urn ósköp lítið." - Ætliði að koma aftur í Gróttu í surnar? Maggi, Adda og Sigurbjörg: „Við ætlum að reyna að passa upp á náttúruna og vernda þetta fallega land." Adda, Sigurbjörg og Maggi, náttúruunnendur frá Vestmannaeyjum. 34 VIKAN 25. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.