Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 7
Frá Lúxemborg, hinu græna hjarta Evrópu.
Hið græna hjarta Evrópu hefur Lúx-
emborg gjama verið kölluð. Orð að
sönnu því borgin, sem og landið allt,
er iðjagræn og falleg og þaðan liggja
leiðir til allra átta um meginland Evrópu.
Mjög hagstætt er að fljúga til Lúxemborgar
og taka þaðan lest eða bílaleigubíl á fyrir-
hugaðan áfangastað eða bara eitthvað út í
bláinn. Ekki þar fyrir að nauðsynlegt sé að
þeysa eitthvað út í bláinn þegar komið er
til Lúxemborgar því það land leynir á sér.
Það er sannarlega þess virði að staldra við
og njóta þeirra ijölbreyttu möguleika sem
landið býður upp á - og ef út í það er far-
ið stendur Lúxemborg fyllilega undir nafni
sem endanlegur áfangastaður...
Lúxemborg á sér þúsund ára sögu eða
frá því grunnur var lagður að sjálf-
stæðu ríki þar árið 963. Áður liöfðu
ýmis nágrannaríki sem og Rómveijar
skipst á um yfirráðin á þessu landsvæði.
Árið 1354 var síðan landið gert að því stór-
hertogadæmi sem það er enn í dag en
stjómendur annarra ríkja héldu áfram að
eigna sér skika og ráðskast með það allt
fram á þessa öld. íbúar landsins em í dag
rúmlega 360.000, þar af um 30.000 útlend-
ingar. Alls búa þar um 80 íslenskar íjöl-
skyldur eða um 355 einstaklingar. Opinber
tungumál eru franska, þýska og lúxemborg-
íska en flestir tala ensku að einhvetju leyti.
Helstu atvinnuvegir em iðnaður, land-
búnaður og vínrækt.
Vegna legu landsins hefur það orðið fyr-
ir valinu sem aðsetur höfuðstöðva ijöl-
margra ráða, nefnda og sameignarfyrirtækja
Evrópuríkja, eins og European Center. Þar
er og mikill fjöldi erlendra banka og mikið
um alþjóðlegt ráðstefnuhald. Verslun og
þjónusta er blómleg og verðlag nokkuð
hagstætt.
Lúxemborg er sérkennilega falleg borg,
staðsett á klettum að hluta. Eiginlega
er hún byggð á nokkrum hæðum því
í gegnum borgina bugðast þröngir
dalir og af brúm, sem liggja yfir þá, horfir
maður niður á húsþök, garða og skóga. í
klettaveggjunum em ótal minjar frá fyrri
tíð, hellar og göng, sem nýttust vel til að
verjast óvinum.
25. TBL VIKAN 7