Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 26
Dökk og dreymandi.
franka á dag (um 13.000 íslenskar
krónur) en þar af tók umboðs-
skrifstofan 60%. Fyrstu nránuð-
irnir eru yfirleitt hreinn kostnaður
því í flestum tilfellum þarf að
borga ljósmyndurunum fyrir
myndatökurnar sem eru fyrir
mann sjálfan og svo fara margir
dagar, jafnvel vikur, i vinnuleit.
En ég var ofboðslega heppin þvi
Gunnar bauð nrér ókeypis
myndatökur gegn því að hann
fengi að nota myndirnar í blaðið
sitt, Gunnar International. sem
kemur út i júní. Hann sagði reynd-
ar í gríni að það þyrfti að heita
Thora International því blaðið
væri fullt af myndum af mér.
Gunnar reyndist mér alveg ótrú-
Iega vel og eftir nokkra daga á
hóteli bauð hann mér lítið her-
bergi, alveg frítt, heima hjá sér og
sambýliskonu sinni. Hann er alveg
einstakur rnaður; ef hann tekur
stúlkur upp á arma sína á annað
borð hjálpar hann þeim eins og
hann getur og það er hægt að
treysta hverju einasta orði sem
hann segir. Einu sinni fylltist íbúð-
in hans í nokkra daga af stelpum
frá ýmsum löndum sem voru að
æfa í sýningunni hans og á meðan
gisti Gunnar á vinnustofunni
sinni.“
- Hvernig líkaði þér i París?
„París er alveg yndisleg, algjör
ævintýraborg, allt svo ólíkt því
sem rnaður á að venjast. Það var
gaman að vera þarna þegar allur
gróður var að springa út í apríl
og götulífið að lifna við, þá gat
maður borðað úti undir berum
himni seint að kvöldi. Lifnaðar-
hættir eru svo allt öðruvísi, til
dæmis fer fólk út að borða kvöld-
mat alveg franr undir miðnætti,
svo er ekki farið á fætur fyrr en
um níuleytið og búðir ekki opnað-
ar fyrr en unr tíu, ellefuleytið. Það
er alveg æðislega gaman að sitja
á útikaffihúsunum og bara virða
fyrir sér fólkið, skoða mannlífið.
Auðvitað kemur manni margt á
óvart í svona stórborg og margt
dapurlegt að sjá. Til dæmis voru
vopnaðir lögreglumenn út um allt
og maður þurfti að opna töskuna
sína í hverri búð til að sýna að
maður væri ekki með neitt hættu-
legt. En maður vandist þessu,
jafnvel því að sjá suma lögreglu-
mennina vopnaða hriðskotabyss-
26 VIKAN 25. TBL