Vikan


Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 12

Vikan - 18.06.1987, Blaðsíða 12
FJÖKNEPPT TTLHUGALÍF Smásaga eftír Halla Teits - seinm hluti Það var ekki þetta nýja líf sveitarstjór- ans sem olli Ara Jóa áhyggjum heldur annað og kannski ískyggilegra sem hann hafði veitt eftirtekl tvisvar sinnum með stuttu millibili. Í fyrra skiptið hafði hann verið á leið- inni á sorphaugana. Hann hafði verið allan daginn að hreinsa og taka til i verk- færageymslu hreppsins og frestað því þar til um tíuleytið um kvöldið að fara með draslið, sem hann hafði safnað saman og kastað upp á vörubílinn, á sorphaugana. Og hann varð var við mannaferðir þarna en því hafði hann alls ekki átt von á. Þegar hann hafði lokið við að sturta draslinu ofan í skurðinn, sem ætlaður var fyrir það, var hann eitthvað að stússast við afturhlerann á pallinum. Þá lók hann eftir bíl sem stóð á afleggjaranum upp að innsiglingarmerkjunum á hæðinni skammt fyrir ofan haugana. Hann varla greindi bílinn í myrkrinu en hafði mikinn áhuga á að vita hvaða bíll þetta var og var fljót- ur að hugsa út leið til þess. Hann þyrfti ekki annað en snúa bilnum við með ljósin á þegar hann æki á brott. Og það gerði hann og tókst vel. Hann þekkti strax bílinn og vissi mætavel að þetta var bíllinn hans Dagfmns á Bergi. Og það sem meira var: Hann sá Dagfinn sitja undir stýri og við hlið hans var kona. Ekki treysti Ari Jóa sér til þess þá að ákvarða hvaða kona þetta var. En kven- maður var það! - Jæja, lagsmaður, ég er svo rasandi, varð Ara Jóa á að tauta hálf- hátt. Eitthvað var nú skondið við þetta. Hann hélt áfram ferð sinni heim en nokkru síðar fór hann í eftirlitsferð á sín- um eigin bíl. Hann ók framhjá Ösp og þar logaði dauft ljós í stofunni. Síðan ók hann niður brekkuna og rétt ofan við Skálm, sem stóð í miðri brekkunni, var bíllinn hans Dagfinns og hann var mann- laus. Heima hjá Dagfmni var svo allt í myrkri. - Og hvar var Toggi? Ara Jóa var fullkunnugt um það. Toggi hafði farið árdegis með rútunni austur á Núpsíjörð og þaðan með áætlunarfluginu til Reykjavíkur. Hann fór þeirra erinda að ganga frá afgreiðslu á heimild hús- næðismálastjórnar til Fjarðarhrepps til byggingar tveggja íbúða innan verka- mannabústaðakerfisins. Hann var vænt- anlegur heim aftur eftir tvo daga. - Þegar kötturinn er ekki heima leika mýsnar sér, sagði hann við Tótu, konuna sína, þegar hann kom heim úr eftirlits- ferðinni og honum fannst hann hafa hitt naglann á höfuðið með þessari hnyttnu athugasemd og brosti allhróðugur. Tótu þótti hann hvorki snjall né fyndinn og hélt sínu striki við yfirheyrsluna: - Hvers vcgna heldurðu að hann hafi verið hjá Möggu þegar bíllinn var niðri við Skálm? Það var enginn heima í Skálm, Jói er á sjó og Erna fór inn að Gili í morgun með mjólkurbílnum. Þetta gat Tóta vel sætt sig við að væru haldbær rök og þau ræddu saman langt fram eftir kvöldi. Það var deginum ljósara í þeirra augum að þarna var maðkur i mysunni. Hvaða erindi gátu þau Magga og Dagfinnur átt út á hauga og síðan heim til hennar? Dagflnnur á Bergi var alræmdur kvennamaður og þá alveg sérstaklega fyr- ir að hafa haldið við nokkrar giftar konur í plássinu. Sjálfur var hann einhleypur og vel efnum búinn enda bæði vinnusamur og algjör reglumaður. Hann kom á vertíð til hans Jóns í Vör þegar hann var liðlega tvítugur og reri með Jóni í Ijögur ár en þá fór hann að vinna hjá Sveini smið og hjá honum var hann í fáein ár uns hann fór að vinna sjálfstætt við smíðar. Hann kom sér upp litlu verkstæði á lóðinni sinni þar sem hann hafði byggt sér stórt og glæsilegt íbúðarhús, bjó þar aleinn með allt húsið uppmublað á finasta máta. Og hann var svona heldur betur seigur að næla í kvenfólkið enda fjallmyndarlegur maður. Og nú fóru að berast fréttir. Magga var ekki aldeilis alltaf ein á ferðinni eða með Togga. Það brást varla að það sæist til hennar og Dagfinns i hvert skipti sem Toggi þurfti að bregða sér af bæ fyrir sveit- arfélagið, til Núpsfjarðar, Reykjavíkur eða hvert annað sem var. Það var eins og við stæðum öll á öndinni og biðum eftir einhverju sem væri alveg yfirvofandi. Það voru oft fjörugar umræður niðri við fiskverkunarhúsið á gömlu bryggj- 12 VI KAN 25. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.