Vikan - 13.08.1987, Page 6
Hluti húsaþyrpingarinnar á Gufuskálum, mastrið í bakgrunni.
TV 'Eh JNI R1 rl M IA R
Heimsókn á Gufuskála utan Ennis
Texti og myndir: Jón Karl Helgason
Snæfellsjökullinn er tignarlegur ásýndar í björtu veðri og sést þá langt aó eins og
hvít súpuskál á hvolfi. Sagt er að frá honum stafi dularfullir kraftar; óskiljanleg, yfir-
náttúruleg orka sem tekur sér bólfestu í fólki og skepnum undir Jökli, orka sem
enginn sér en allir finna. Ekki er gott að segja hvað hæft er í þessum sögnum. Þeg-
ar tíðindamenn Vikunnar voru á ferð um nesið fyrir skemmstu huldi þykkur skýjaflóki
jokulinn af svo mikilli vandvirkni að ókunnugum var nær að halda að þarna væri
enginn jökull, ekki einu sinni fjall, heldur í hæsta lagi torkennileg og tilgangslaus
heiði. Þannig leit það allavega út frá hlaðinu á Gufuskálum í Neshreppi utan Ennis.
Flcstir landsmenn þekkja Gufuskála úr útvarpinu þar vestra Daginn scm Vikan átti leið um hljóð- þrjú vindstig, ágætt skyggni, lágskýjað og tólfstiaa
þar scm icglulega ci grcint Ira vcðri og vindum aði vcðurskeytið þaðan til dæmis upp á suðvestan hita.
6 VIKAN 33, TBL