Vikan - 13.08.1987, Side 11
Á gamalli altaristöflu frá Uröum i Svarfaðardal
má sjá þessa hebresku áletrun sem táknar nafn
Guðs, Jehóva. Sambærilegar áletranir má oft
finna á gömlum kirkjulegum munum.
fyrir rúmum 110 árum. Þá jtölluðust samtök-
in Biblíunemendurnir. Til íslands kom fyrsti
trúboðinn um 1920 og dvaldist hann hér um
20 ár. Síðan fjölgaði trúboðunum og komu
þeir frá hinum ýrnsu löndum. Söfnuður mynd-
aðist hér á landi urn 1950 og hefur hann
stækkað mikið síðan.
Til að ganga i söfnuðinn þarf fólk að stunda
svokallað Biblíunám í allt að tvö ár. Þegar
því er lokið geta menn gengið í söfnuðinn
með því að taka skírn. Skírnin er stór ákvörð-
un. Til að vígja líf sitt Jehóva þurfa menn að
hafa skilning og þekkingu á þeirri ábyrgð sem
þeir taka á sig. Sú ákvörðun er því yfirleitt
vel ígrunduð. Skírnin fer fram með niðurdýf-
ingu. Enginn getur gengið inn af götunni og
verið gripinn inn í söfnuðinn á augnablikinu.
Allt tekur þetta sinn tíma.
Vottar Jehóva leggja mikla áherslu á að
trúa aðeins því sem stendur í Biblíunni. Þeir
reyna að sía það frá sem komið er úr heiðnum
sið og þau atriði sem búin hafa verið til af
seinni tíma mönnum. Skoðun þeirra er sú að
aðeins það sem stendur í Biblíunni sé inn-
blásið af anda.Guðs. Vegna þessa hafa vottar
Jehóva lagt niður hátíðir á borð við jól og
páska. Jólahald er lagt niður á þeim forsend-
um að jólahátíðin sé komin úr heiðnum sið.
Þetta má styðja með einföldum rökum. Ef
flett er upp í íslenskri orðabók Menningar-
sjóðs rná sjá að fyrst eru jól skilgreind sem
ein aftrúarhátiðum kristinna manna, til minn-
ingar um fæðingu Jesú Krists. Síðan kemur
önnur skýring sern segir að jól séu miðsvetrar-
blót i heiðnum sið.
Vegna þess að jólin eru upprunnin úr heiðni
telja vottar Jehóva þau ekki vera kristna há-
tíð. Meðlimir safnaðarins halda aðeins eina
trúarlega hátíð því hún er sú eina sem getið er
í Biblíunni. Það er minningarhátíð urn dauða
Krists, síðasta kvöldmáltíðin.
Vottar Jehóva halda trúarlegar samkomur
eða fyrirlestra á sunnudögum. Þar halda
ýmsir meðlimir safnaðarins ræður unt trúarleg
málefni. Eftir predikunina fer fram Biblíu-
nám. Þá tekur söfnuðurinn þátt í umræðum
um ákveðnar Biblíugreinar, menn fræðast um
heilræði Biblíunnar og kynnast kenningum
votta Jehóva. Þetta fyrirkomulag minnir helst
á skóla. Samkomunni lýkur svo með söng og
bæn.
Einnig er starfandi svokallaður ræðuskóli.
Þar fá meðlimir tilsögn í ræðumennsku til að
verða hæfari til að tala við aðra um boðskap-
inn og halda ræður á borð við þær.sem minnst
er á hér á undan.
Allir meðlimir safnaðarins þurfa að taka
þátt í trúboði en eins og gefur að skilja hafa
menn misgóðar aðstæður til þess. Sumir vinna
því meira fyrir söfnuðinn en aðrir. Taka verð-
ur tillit til fjölskylduaðstæðna, veikinda og
annars sem getur gert það að verkum að
rnenn geti ekki fórnað miklum tíma fyrir söfn-
uðinn. En reglan er sú að enginn getur kallað
sig vott Jehóva nema hann beri nafni Guðs
vitni. Allir vottar Jehóva verða því að leggja
eitthvað af mörkum til trúboðsstarfs. í söfn-
uðinurn eru menn sern hafa trúboðið sern
fullt starf en vinna hlutastarf annars staðar
til að geta framfleytt sér. Þeir eru kallaðir
brautryðjendur. Erlendir trúboðar gegna
sama hlutverki en þeir fá húsnæði hjá samtök-
unum, frítt fæði og vasapeninga fyrir persónu-
legum nauðsynjum. Þess er þó vandlega gætt
að enginn sæki í slíkt starf peninganna vegna,
framfærslueyrir þessara manna dygði fæstum
fyrir brýnustu nauðsynjum. Þó er ekki um
meinlætalíf að ræða.
Einnig eru útnefndir öldungar í hverjum
söfnuði. Fjöldi þeirra fer eftir stærð safnaðar-
ins. Ef einhver sækist eftir því að verða
öldungur er tekið tillit til lífsskoðunar hans,
lífsstefnu og fordæmis. Til öldunganna eru
gerðar kröfur um ýmiss konar þjónustu við
söfnuðinn. í raun veita þeir söfnuðinum for-
stöðu. Þeir sem sinna þessum embættum eru
ekki launaðir heldur verða þeir að sjá sér far-
borða sjálfir. Þessi störf eru því unnin af
einskærum áhuga.
Vottar Jehóva hafa fjóra söfnuði starfandi
á íslandi. Einn er á Akureyri og annar starfar
i Keflavík. Söfnuðurinn í Keflavík er ekki í
tengslum við bandaríska herliðið því vottar
Jehóva gegna ekki herþjónustu. Það hefur að
sjálfsögðu engin vandræði í för með sér hér
á landi en getur komið mönnum af öðru þjóð-
erni í alvarlegan vanda ef um herskyldu er
að ræða i heimalöndum þeirra. Tveir söfnuð-
ir eru starfandi í Reykjavík. í höfuðborginni
er félaginu skipt í tvennt vegna þess hversu
fjölmennt það er orðið. Húsrúm leyfir ekki
að allir séu á samkomum á sama tíma. Söfn-
uðirnir hafa aðskildan fjárhag. Meðlimirnir
greiða enga ákveðna upphæð á mánuði til
safnaðarins heldur styðja þeir félagsskapinn
eftir efnum og ástæðum. Þannig hefur félagið
ávallt verið rekið og engar aðrar fjáröflunar-
leiðir verið farnar. A íslandi eru nú rúmlega
200 manns sem uppfylla þær kröfur sem gerð-
ar eru til fólks sem vill kalla sig votta Jehóva
en mun fleiri sækja samkomur.
Vottar Jehóva nota hvorki eiturlyf né tóbak
en áfengis neyta þeir í hófi. Ef urn áfengissýki
er að ræða verða safnaðarmeðlimir að leggja
notkun þess algerlega á hilluna. Áður en fólk
tekur skírn þa f það að aðlaga lífshætti sína
þessum reglum ásamt háum siðgæðiskröfum.
T.d. er kynlíf utan hjónabands ekki viður-
kennt.
Að lokum má geta þess að vottar Jehóva
trúa því að nú fljótlega taki við guðsríki hér
á jörðu. Þá verður þeim sem trúað hafa af
öllu hjarta og virt hafa orð Guðs gefið eilíft
líf. Þá verða engar styrjaldir háðar, sjúk-
dómar munu ekki þekkjast og enginn þarf
að líða skort.
33. TBL VIKAN 11