Vikan


Vikan - 13.08.1987, Page 18

Vikan - 13.08.1987, Page 18
NAFN VIKUNNAR: Senn líður að árlegum stórviðburði í íslenskum íþróttum. Reykjavíkurmaraþonið verður haldið í fjórða sinn þann 23. ágúst. Hlaupararnir hafa þegar sett á sig trimmskóna og sjást skokkandi sveittir um alla borg. Steinunn Jónsdóttir er einn skokkaranna sem ætla að hlaupa hálft maraþon. Hún er nítján ára og hefur getið sér gott orð í hlaupaíþróttinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Steinunn tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. í fyrra var hún erlendis þegar hlaupið fór fram en fyrir þann tíma hafði hún ekki uppgötvað hversu hratt fæturnir gátu borið hana. Steinunn stundar nám við Menntaskól- ann í Reykjavík og þaðan mun hún útskrifast næsta vor. Hún stefnir hátt í íþróttunum en lætur skólann samt hafa forgang. Eftir stúdentsprófið er hún staðráðin í að halda áfram í námi. í því skyni lítur Steinunn Bandaríkin hýru auga. Þar hyggst hún læra arkitektúr ef hún finnur skóla sem hentar. Fyrir sex árum hóf Steinunn að æfa sund en fyrir tveimur árum ákvað hún að skipta yfir í hlaupin. Undanfarið hefur hún æft með Armanni enum næstu áramót mun hún færa sig yfir til ÍR. Ég byrjaði á að spyrja hvers vegna hún hætti i sundinu. „Þannig var að Marta Ernstdóttir, hlaupakona og vinkona min, byrjaði að æfa hlaup. Við vorum þrjár sem hættum í sund- inu á þessum tíma og fórum að hlaupa. Sú þriðja heitir Hulda Björk Pálsdóttir. I raun eru ekki margar fleiri sem stunda langhlaup að einhverju marki. Einhverra hluta vegna virðast stelpur ekki hafa áhuga á að taka þátt í langhlaupum. Samt veit ég að það eru margar konur, bæði ungar og gamlar, sem skokka. Maður sér þær oft úti á götu en fæstar koma í víðavangshlaupin. Sennilega eru tvær meginástæður fyrir því. í fyrsta lagi held ég að þær séu feimnar við að hlaupa opinberlega og svo finnst mér mörg víða- vangshlaup mjög illa auglýst. Fólk tekur ekki eftir auglýsingunum nema það viti af þeim. Þrátt fyrir að ég sé í góðu sambandi við ýmsa hlaupara hef ég misst af hlaupi vegna þess hversu illa það var kynnt. Þetta er mikill galli á framkvæmd margra hlaupa. Ég vil endilega taka það fram að megin- markmiðið með þátttöku í víðavangshlaup- um er að vera með en ekki að vera fyrstur. Víðavangshlaup er ekki bein keppni heldur setur hver og einn sér sitt eigið markmið. Ég hvet allar stelpur, sem hafa áhuga á lang- hlaupum, að byrja að æfa markvisst og sýna sig meira í víðavangshlaupunum. Það bráð- vantar stelpur í íþróttina. Við vinkonurnar þrjár, ásamt nokkrum fleiri, höfum staðið í því að halda heiðri kvenþjóðarinnar á lofti. Við höfum hlaupið saman í gegnum súrt og sætt um leið og við höfum hvatt hver aðra. Það er nefnilega svolítið erfitt að hlaupa mikið einn. Allir verða að fá vissa hvatn- ingu. Ef enginn er til að drífa mann áfram er hætt við að maður lyppist niður og hætti fljótlega.“ - Hleypurðu á hverjum degi? „Ég hleyp yfirleitt sex daga vikunnar. Þann dag sem ég tek mér frí reyni ég að synda svolítið. Það er góð hvíld. í vetur hljóp ég að meðaltali tíu kílómetra á dag en nú í sumar hef ég stytt vegalengdirnar aðeins.“ - Geta langhlaup verið hættuleg heilsunni? „Að sjálfsögðu getur fólk ofreynt sig. Það getur náttúrlega enginn tekið þátt í maraþonhlaupi eða hálfu maraþonhlaupi þótt hann hafi um skeið hlaupið nokkra kílómetra á dag. Það er álitið óhollt fyr- ir börn og unglinga að hlaupa mjög langar vegalengdir. Þetta sést best á því að aldurstakmark er sextán ár í fullt maraþon í Reykjavíkurhlaupinu. Ég sjálf hef hlaupið mikið í tvö ár en tel mig samt ekki tilbúna í heilt maraþon. Þjálfunin tekur svo langan tíma. Ég get nefnt dæmi úr keppnisferð sem ég fór í til Portúgal. Þar voru margar mjög góðar hlaupakon- ur og þær bestu flestar komnar yfir þrítugt. Ég man eftir einni sem er búin að æfa í fjórtán ár og er fyrst að komast framarlega í íþróttinni núna. Þetta litla dæmi varpar skýru ljósi á hversu mikla þjálfun fólk þarf að leggja á sig til að geta hlaupið langar vegalengdir. Og þjálfunin þarf náttúrlega að vera enn meiri ef maður vill ná langt í íþróttinni.“ - Ertu búin að setja þér ákveðið markmið fyrir hálfmaraþonið? „Já, auðvitað hef ég reynt að finna út Viðtal: Jóna Björk Guðnadóttir 18 VIKAN 33. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.