Vikan


Vikan - 13.08.1987, Side 23

Vikan - 13.08.1987, Side 23
DRUM ★★ Leikstjóri: Steve Carver. Aðalleikarar: Warren Oates, Ken Norton og Isela Vega. Sýningartími: 120 mín. -Útgefandi Bergvík hf. Drum fjallar í meginatriðum um samskipti svartra þræla og hvítra land- eigenda í Suðurríkjunum fyrr á árum. Boxarinn frægi, Ken Norton, leikur þrælinn Drum sem hefur hlotið sómasamlegt uppeldi vegna þess að hann er launsonur hvítrar konu. Landeigandi einn kaupir hann og ætlar að nota hann til undaneldis. Landeigandinn á dóttur sem er vergjörn í meira lagi. Drum hefur þó viljastyrk til að verjast henni en Blaze vinur hans fellur í gildru hennar og þegar illa stendur á kærir hún Blaze og segir hann hafa nauðgað sér. Blaze er hnepptur í hlekki og á að gelda hann. Drum bjargar honum. Blaze safnar liði gegn húsbóndanum. Sleppur enginn þræll lifandi úr þeim hildarleik nema Drum. Það má hafa gaman af Drum sem afþrey- ingu, nóg er um að vera. En aðstandendur myndarinnar gera samt of mikið úr ruddalegum atriðum sem eru leiðigjörn til lengdar. EAGLEISLAND ★ Leikstjóri: Mats Helge. Aðalleikarar: Tom O’Rourke, Summer Lee Thomas og Jan Nygren. Sýningartími: 90 mín. - Útgefandi: Bergvík hf. Eagle Island er skrýtið afkvæmi Svía og Bandaríkjamanna. Myndin er greinilega gerð í Svíþjóð og eru leikarar og tæknimenn að langmestu leyti sænskir en aðalleikarar bandarískir og er myndin með ensku tali. Hún á að vera spennumynd en varla er hægt annað en að brosa að tilraunum Svía til að gera mynd í ætt við bandarískar spennumyndir. Yfirmaður setuliðs á Arnarey, sem vinnur að einhverjum rannsóknum sem engin skýring fæst á, er hrakinn á brott af yfirmanni sínum sem er rússneskur njósnari. Rúss- ar hertaka eyjuna. Það er ekki eins auðvelt og þeir héldu því að fyrrverandi yfirmaður kemur óvænt í heimsókn og er fljótur að sjá að eitthvað er bog- ið við starfsemina. Mikið er um skotbardaga, þótt yfirleitt aldrei nema einn gegn einum. Myndin er hin viðvaningslegasta og leikurinn hrein hörmung. Svíum hefur greinilega ekki tekist að gera ameríska spennumynd. er leikur Ness og þykir hann standa sig vel. Elliot Ness stjórnar lögregluflokki sem hefur herferð gegn Al Capone sem leikinn er af Robert de Niro. De Niro bregst ekki frekar en fyrr og þykir gera þessum fræga glæpaforingja góð skil. Samt er það Sean Connery í hlutverki lögreglu- þjónsins Malones sem hefur fengið bestu leikdómana. The Untouchables er ekki lík fyrri myndum Brians De Palma. Að vísu flýtur blóðið eins og í öðrum myndum hans, en samt ekki svo að áhorfandanum verði óglatt. Vonandi verður The Untouchables til þess að þessi hæfileikamikli leikstjóri sjái loks að sér, því þá má sannar- lega búast við miklu af honum. Umsjón: Hilmar Karlsson CADDYSHACK ★ ★ Leikstjóri: Harold Ramis. Aðalleikarar: Chevy Chase, Rodney Dangerfield og Bill Murray. Sýningartimi: 95 mín. - Útgefandi Tefli hf. Það er sannarlega gott lið gamanleikara í Caddyshack sem gerist að mestu á golfvelli. Gallinn er bara sá að samleikur er enginn svo að myndin er nokkurs konar einstaklingsuppákoma fyrir þessa galsara. En Caddy- shack er fyrst og fremst farsi. Við höfum Chevy Chase sem vinnur ekkert og spilar golf á morgnana, meðal annars með bundið fyrir augun. Þá er það formaður golfklúbbsins sem Ted Knight leikur. Öllum er illa við hann enda er hann hin versta höfðingjasleikja. Fasteignasalinn Rodney Danger- field er kostuleg persóna sem gerir í því að espa formanninn og svo er það starfsmaður vallarins, Bill Murray, sem á stríði við íkorna sem hrellir hann á ýmsan hátt. Það er ungur kylfusveinn, sem vonast til að fá skólastyrk, sem bindur myndina saman. Þau eru ófá atriðin sem vekja hlátur. Gaman- leikararnir fara á kostum og það er næg ástæða til að sjá Caddyshack. ONE POLICE PLAZA ★ ★ Leikstjóri: Jerry Jameson. Aðalleikarar: Robert Conrad, Anthony Zerbe og George Dzundza. Sýningartími: 92 mín. - Útgefandi: Steinar hf. Dan Malone (Robert Conrad) er lögregluforingi sem fær til rannsóknar ógeðfellt morð á ungri konu sem hefur verið pyntuð áður en hún var drep- in. Hann og undirmenn hans reka sig hvað eftir annað á vegg við rannsókn málsins. Verður þeim ekkert ágengt fyrr en þeir fara að rannsaka ferðir nokkurra lögregluþjóna sem starfa að sérverkefnum. Þegar Malone færir þetta í tal við yfirmenn sína reyna þeir að telja honum trú um að hann sé á vitlausri slóð. Malone sannfærist samt um sekt lögreglumannanna og ákveður ásamt undirmönnum sínum að láta til skarar skríða gegn þeim. One Police Plaza er gerð fyrir sjónvarp, er hröð og í heild hin ágætasta afþreying en hefði getað orðið virkilega góður þriller hefði meira verið lagt í gerð myndarinnar. Þótt hugmyndin sé ekki sé beint ný af nálinni er hún góð. 33. TBL VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.