Vikan


Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 29

Vikan - 13.08.1987, Qupperneq 29
Vikan og tilveran Paradísarfriðurinn Niðri í kjallara fann ég ritsafnið Bernskuna eftir Sigurbjörn Sveinsson. Ég blaðaði gegnum bókina og rak augun í stutta sögu sem fangaði hug minn. Þar segir Sigurbjörn frá fermingardeginum og þeim tilfinningum sem tengjast þeirri reynslu að kveðja bernsk- una. Lokaorð frásögunnar hljóða á þessa leið: „Síðan kvaddi ég bernskuna með öllum hennar sólbjörtu vonum og indæla paradis- arfriði. Ég kvaddi bernskuna, segi ég, með heitum tárum - og ég sakna hennar enn þann dag í dag.“ Þessi orð eru gullfalleg og þau slógu vissulega á viðkvæman streng. Líkt og Sigurbjörn fylltist ég söknuði því bernskan er lið- in, amaleysið og gleðin horfin, sakleysið og friðurinn á bak og burt. í blíðskaparveðrinu hér fyrr í sumar rölti ég einn sunnudags- morguninn niður að rólóvellinum sem stendur við götuna mína. Ég renndi augunum yfir völlinn. Hlýir geislar morgunsólarinnar föðmuðu lúin leiktækin; þau sváfu - börnin komin austur í Gríms- nes eða vestur í Vegamót. Augu mín staðnæmdust við sand- kassann. Þaðan heyrðist lágt tíst. í kassanum sátu tvær rauð- klæddar verur. Voru þetta álfar? Ónei, einungis árrisular ung- meyjar, fjögurra eða fimm ára. Önnur var örlítið stærri en hin, trúlega voru þær systur. Þarna sátu þær og mokuðu sandi í rauðar og grænar plastfötur. Þetta verk unnu þær af festu og öryggi. Táturnar kunnu sitt fag! Skyndilega fylltist ég ólýsan- legri sælutilfinningu. Saklaus leikur barnanna kom mér í þetta annarlega ástand. Ég hugsaði sem svo: Mikið óttalega væri nú veröldin ólik því sem hún er ef menn gætu unnið í sátt og samlyndi líkt og þessar litlu stelpur! Ég var farin að sjá þennan leik barnanna í slíkum hillingum að ég ákvað að setjast niður á bekk þarna á leikvellinum og fylgjast betur með þeim. Þessar glöðu og áhyggjulausu telpur gátu eflaust kennt mér margt. Meðan ég sat þarna niðursokkin í mínar eigin hugrenningar birtist lítill gutti, vopnaður skóflu og grænum matchbox-bíl. Hann virtist eitthvað vansæll og einn í veröldinni. Þegar hann kom auga á meyjarnar léttist heldur á honum brúnin og með miklum tilþrifum þrammaði hann í átt að sandkassanum. Þar fetti hann sig og gretti á alla kanta, gaf frá sér hin torkenni- legustu hljóð og otaði litla bílnum framan í telpurnar. Piltunginn ætlaði sýnilega að draga athygli stúlknanna að sér. Þær gáfu honum þó lítinn gaum, skáskutu augunum í átt til hans og hnussuðu fyrirlitlega. Loks sá stráksi að þessar aðfarir stoðuðu lítt og hann spurði kurteislega: „Má ég leika við ykkur?“ Önnur telpnanna sýndi sig líklega til þess að bjóða honum í leikinn en þá hvæsti hin: „Nei, oj bara, þú ert svo leiðinlegur.“ Þessar hryssingslegu móttökur komu heldur flatt upp á strák en hann var þó ekki á því að gefast upp, stökk upp í kassann, réðst á sandvirki stelpnanna og stappaði niður heljarkastala. Við þetta fylltist sú minni ofsareiði og hún gall við: „Ef þú drullar þér ekki burtu, helvítið þitt, þá drep ég þig, kyrki þig síðan og ber á þér hauskúpuna.“ Mér varð hverft við. Hvar hafði barnið lært slíkan munn- söfnuð? Eflaust af grimmdarlegum myndböndum eða úr sjónvarp- inu. Svigurmælin dundu á kappanum en hann lét ekki bugast. Nei, mér til undrunar virtist hann tvíeflast og hann svaraði að bragði: „Hu, hu, þú ert svo mikil grenjuskjóða að þú getur ekki lamið mig.“ „Víst,“ bunaði sú stærri út úr sér, „og ég skal ná í skeið og stinga úr þér augun svo það blæði og blæði og þú þurfir að fara á slysavarðstofuna og láta lækninn sauma með saumavélinni fullt, fullt af strikum.“ Mér var farið að verða um og ó. Átti að kalla á lögregluna? „Þá læt ég Sigga frænda minn í útlöndum koma með geisla- byssuna sína,“ svaraði stráksi að bragði, „og eyða þér.“ „Þú átt engan frænda í útlöndum,“ sagði sú stærri með vanþóknun, „þú ert bara að ljúga.“ Þetta frændatal var sýnilega skuggalegt en sá stutti klóraði þó í bakkann og tautaði eymd- arlega: „Víst er hann frændi minn til.“ Og til þess að árétta orð sín reiddi hann skófluna til höggs og sló þá minni í höfuðið. Nú varð sú stærri alveg óð, rauk á strákinn, reif af honum litla, græna bílinn og kramdi hann í tvennt. Andlitið á stráksa afmyndaðist af sorg og hann fylltist þungum ekka: „Ég skal.. .ég skal...,“ stamaði hann, „ég skal... “ Hann lauk aldrei setningunni því að sú litla skvetti sandinum rösklega framan í andlitið á honum. Nú var stráknum öllum lokið. Hann sparkaði af öllum lífs og sálar kröftum í sand- kassann og hljóp í burtu háskælandi. Stelpurnar héldu áfram að moka líkt og ekkert hefði ískorist. Þungbúin ský höfðu hrannast upp á vesturhimininn og ein- staka dropi féll á bekkinn minn. Grámóðan hvelfdist yfir leiktækin og þau hnipruðu sig saman í suddanum. Völlurinn var jafntómleg- ur og fyrr, þar var ekki sálu að sjá. Og þó, í sandkassanum sátu tveir litlir púkar og mokuðu sandi af öryggi og festu. Ég stóð upp og hélt heim á leið. Það færðist kalt bros yfir varir mínar. Já, væri nú ekki gaman ef allir gætu leyst vandamál sín á þennan paradisarhátt? Bernskan er að sönnu full af sólbjört- um vonum, gleði og paradísarfriði og vissulega er barnssálin skír og tær. Texti: Sigrún Ása Markúsdóttir 33. TBL VI KAN 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.