Vikan - 13.08.1987, Page 30
IÉ
FÓLK r r
I FRE ÍTUM
SÓLGOS
Nýlega komu á markaðinn gosdrykkir
frá Sól hf. og hlutu það skemmtilega
nafn Sólgos. Til að byrja með verða
framleiddar fimm tegundir af Sól-
gosi, með og án sykurs. Gosdrykkirnir eru
framleiddir eftir íslenskum uppskriftum. Við
framleiðsluna voru teknar í notkun umbúða-
vélar, plastdósa-, skurðar- og miðavélar, frá
Japan sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í
heiminum. Ásamt umbúðavélunum var tekin
í notkun framleiðslulína frá tólf löndum og
býr íslenskt hugvit að baki samsetningu og
vali búnaðarins.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í hófi
sem Sól hf. hélt til að kynna framleiðsluna
og eins til að gefa fólki kost á að skoða
verksmiðjuna og þau tækniundur sem þar
er að sjá.
1. Mikill fjöldi kom til að skoða verk-
smiðjuna og bragða á Sólgosi.
2. Davíð Scheving Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri Sólar hf., og eigin-
kona hans, Stefanía Borg.
3. Ragnhildur Helgadóttir alþingis-
maður og Þór Vilhjálmsson hæsta-
réttardómari.
4. Þorvaldur Guðmundsson í Síld og
fisk og Gunnar M. Hansson, forstjóri
IBM.
30 VIK A N 33. TBL