Vikan - 13.08.1987, Síða 32
Viðtal: Sigríður Steinbjörnsdóttir
Myndir: helgi skj. friðjónsson
Hann gekk um götur Akur-
eyrar á gúmmískóm og
þuldi alþingismannatalið
meðan önnur börn dund-
uðu sér við leiki. Hann var hrók-
ur alls fagnaðar ef svo bar
undir en stundum varð hann
Helgi Már Barðason er fæddur í Reykjavík
og ólst þar upp fram undir átta ára aldur en
þá fluttist hann með foreldrum sínum norður
til Akureyrar. Þetta var á þeim árum sem
fólk flykktist frá Akureyri suður í leit að gulli
og grænum skógum. Fjölskyldan var álitin
dulítið sérleg að vera að flana þetta norður í
þorpshokrið en áður en langt um leið skaut
hún rótum og Akureyri breyttist úr 10.000
manna þorpi í blómlegt bæjarfélag. Helgi óx
úr grasi eins og þorpið og lauk stúdentsprófi
frá MA vorið 1980. Leið hans lá vestur um
haf þar sem hann settist á skólabekk og las
bandarískar bókmenntir og leikhúsfræði.
Þrátt fyrir ánægjulega dvöl þar vestra tók
Helgi saman pjönkur sínar og pinkla og sigldi
heim að ári liðnu. Akureyri hafði fóstrað
hann vel þannig að hann fór til starfa sem
kennari við gagnfræðaskólann eftir heimkom-
una. Samstarf Helga og unglinganna reyndist
bæði skemmtilegt og árangursríkt. Bryddað
var upp á mörgu nýstárlegu eins og unglinga-
þættirnir hans frá þessum tíma vitna um. En
áhugi Helga á tungumálum var vakinn. Hann
hélt suður á vit háskólaakademíunnar og inn-
ritaði sig í ensku. Ásamt því að lesa Shake-
speare og grúska í málfræði gerðist hann
dagskrárgerðarmaður á Rás 2 og vann fyrst
í stað við það í lausamennsku. Undanfarin
tvö ár hefur hann verið fastráðinn í hálfu
starfi á Rásinni. Eftir fimm ára starf hjá út-
varpinu hefur Helgi Már í hyggju að söðla
um og hætta. Hvað tekur við er ekki auðsvar-
að.
Ég innti Helga eftir æskuárunum á
Akureyri. Helgi varð íbygginn á svip-
inn við þessa spurningu þannig að ég
ítrekaði hvort hann hefði verið uppi-
vöðslusamur óknyttastrákur. Hann
þvertók fyrir allt slíkt með miklum
þunga.
„Ég var afskaplega rólegt barn, svona
fram á unglingsárin. Við vorum saman í
kompaníi, nokkrir strákar sem þóttust
vera sniðugir. Við vorum meira á einka-
flippi, út af fyrir okkur, en að við
stunduðum „practical joke“. Þetta var
mikil gáfumannaklíka þar sem hver og
einn var útvalinn. Okkur varð ekki skota-
skuld úr að finna lausn á öllum heimsins
vandamálum - skildum ekkert í af hverju
pólitíkusarnir gerðu ekki þetta og hitt þar
sem það lá allt í augum uppi.“
- Veltuð þið pólitík mikið fyrir ykk-
ur?
„Já, mikil ósköp. Ég held að við höfum
lært alla alþingismannarununa fljótlega
upp úr fermingu; vissum allt um hver sat
á þingi, fyrir hvaða flokk, í hvaða kjör-
dæmi.“
- Ríkti pólitísk eining í hópnum?
„Það var nú öðru nær. Þegar ég var í
gagnfræðaskóla var einn kunningi minn
eitilharður kommúnisti. Hann átti eldri
systur í Menntaskólanum og smitaðist af
henni. Þetta var á þeim árum sem vinstri
hreyfingin var mjög öflug meðal mennt-
skælinga. Þessi vinur minn var mikill
maóisti og rifumst við heiftarlega um póli-
tík því að á þessum árum var ég sannfærð-
ur sjálfstæðismaður. Síðar gerðist það að
hann kúventi en ég týndist, glataði sann-
færingunni og áhuga á stjórnmálum. Við
vorum metnaðarfullir ungir menn á þess-
um árum. Við fórum að bauka við að gefa
út blað sem hét Nafnleysinginn þegar við
vorum í barnaskóla. Frami okkar varð
skjótur í blaðaútgáfunni því að kennar-
\
32 VIKAN 33. TBL