Vikan - 13.08.1987, Side 43
Pósturinn
MÓDELSAMTÖKIN
Kæri og ágæti póstur.
Ég ætla að byrja á að þakka fyrir gott blað.
Þannig er mál með vexti að mig langar mjög
mikið til þess að ganga í Módelsamtökin en
veit harla lítið um þann félagsskap. Ég vona
því að Helga sé södd um þessar mundir og
bið þig að upplýsa mig um allt varðandi
Módelsamtökin. Það eru örugglega margir
sem hafa gagn og gaman af svörum þínum.
Það sem mig langar helst að vita er:
1. Eru haldin námskeið fyrir nýliða? Ef svo
er. hvað eru þau þá löng og hvenær byrja
þau?
2. Þarf að greiða þátttökugjald og ef svo er
hvað er það hátt?
3. Er erfitt að fá inngöngu í þessi samtök?
4. Hvert á ég að snúa mér ef ég vil prófa hvort
ég á möguleika á að starfa með þessum
samtökum?
SÆNSKIR
KARLMENN
Kæri póstur
Ég sé stundum auglýsingar í dagblöðunum,
undir dálkunum einkamál, þar sem ameriskir
karlmenn óska eftir bréfaskriftum við islensk-
ar konur og þá með vináttu eða jafnvel gift-
ingu í huga. Ég hef engan áhuga á þessum
mönnum heldur þeim sænsku. Getur þú, póst-
ur góður, fundið fyrir mig heimilisfang á
sænskum bréfaskiptaklúbbi sem stárfar í lík-
ingu við þann ameríska. Ef þér er það um
megn viltu þá vera svo góður að benda mér
á hvert ég get snúið mér.
Með þökk fyrir birtinguna.
E.H.
Nú rakstu póstinn heldur betur á gat því
að ekki hefur hann minnstu hugmynd um
klúbbastarfsemi afþessu tagi, hvorki í Svíþjóð
né öðrum löndum. Ekki þarf þetta að merkja
að þeir séu ekki til og væri ráð fyrir þig að
leita á náðir sænska sendiráðsins með þessar
Ég veit ekki hvers ég á að spyrja fleira svo
ég bið þig bara um allar hugsanlegar upplýs-
ingar um þessi samtök.
Takk fyrir.
696
Módelsamtökin standa fyrir tvenns konar
námskeiðum og eru þau yfirleitt haldin í jan-
úar og september. Annars vegar eru þetta
almenn námskeið þar sem þátttakendum er
kennd snyrting, framkoma, limaburður, borð-
siðir og ýmislegt sem lýtur að mannlegum
samskiptum. Þessi námskeið eru opin öllum
sem hafa áhuga á að læra að bera sig vel og
kosta fjögur þúsund krónur fyrir tólftil sautj-
án ára meðlimi en íjögur þúsund og fimm
hundruð fyrir sautján ára og eldri. Hins vegar
bjóða Módelsamtökin einnig upp á námskeið
fyrir verðandi sýningarfólk og lýkur þeim með
fyrirspurnir. Þeir geta ef til vill gert betur en
pósturinn og liðsinnt þér.
prófi. Þessi námskeið eru lengri en þau al-
mennu, eða í skemmsta lagi sex vikur. Kennt
er eftir alþjóðlegu keríi og aðaláhersla lögð á
göngulag; hvernig á að bera sig þannig að lík-
amsburður sé sem bestur og fötin njóti sín
hvað best. Snyrting er líka afar mikilvægur
liður íþessu námi. I haust er í bígerð að byrja
námskeið um litahringinn. Þá mun fólk eiga
þess kost að fá leiðbeiningar um hvaða litir
fara því best og hvernig hægt er að raða sam-
an litun án þess að allt fari í einn hrærigraut.
Leiðbeinandinn kemur með þessi fræði frá
Bandaríkjunum þar sem þetta hafa verið vin-
sælar vangaveltur og þá ekki síst í sambandi
við auglýsingar og ræðumennsku. Listin að
ná athygli fólks og koma vel fyrir sjónir ann-
arra getur verið flókin og ef til vill léttir
litahringurinn einhverjum róðurinn.
ef einhver, sem les þetta, veit af slíkum klúbbi
er hann vinsamlegast beðinn að senda póstin-
um línu.
FIMMTÁN ÁRA
MEÐ ÆÐAHNÚTA
Kæri póstur
Ég er fimmtán ára strákur og mitt stóra
vandamál er æðahnútar á fótum. Ég er þegar
búinn að frnna tvo og held að fleiri séu á leið-
inni. Hvað er hægt að gera við þessu? Þetta
er svo skrambi ljótt. Svo er það annað. Er til
íslenskur aðdáendaklúbbur David Bowie? Ef
svo er, hvert er heimilisfang hans?
Bæ, bæ.
Einn í hnút
Þú ert nú fullungur til að eðlilegt geti talist
að æðahnútar hrjái þig illilega. Sennilega værí
réttast að þú litir inn hjá lækni og létir hann
skoða fæturna á þér. Æðahnúta er hægt að
fjaríægja ef með þarf.
Póstinum er ekki kunnugt um íslenskan
aðdáendaklúbb til heiðurs David Bowie en
PENNAVINIR
Póstinum barst bréf frá frönskum áhuga-
manni um bréfaskriftir. Hann skrifar skínandi
góða íslensku þannig að við birtum bréfið
hans hér og ef einhver hefur áhuga á Frakk-
landi og franskri menningu er tilvalið að slá
til og skrifa honum.
Halló, þið sem hafið áhuga á bréfaskriftum.
Mig langar mikið til að eignast pennavini
frá íslandi. Ég fæddist árið 1954 og langar
mig að skrifast á við fólk á svipuðum aldri
og ég er sjálfur. Áhugamál mín eru mörg, til
dæmis frímerki, póstkort, íþróttir, ferðalög,
kvikmyndir, lestur bóka og fleira og fleira.
Ég vona að einhver, sem er á svipuðum aldri,
skrifi mér fljótlega. Heimilisfang mitt er:
Chantal Ricot
Le Menoux
36200 Argenton Sur Creuse
France
33. TBL VIKAN 43