Vikan


Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 47

Vikan - 13.08.1987, Blaðsíða 47
Mynd: Helgi Sigurðsson traust merkir sama og orðheldni. Góður trúnaður er gott veganesti fyrir börnin því hann hjálpar þeim að ná stjórn á sjálfum sér og skap- ar jákvæða sjálfsmynd. Uppalendur verða að glöggva sig á hvaða hegðun þeir vilja örva og hvað þeir flokka sem óþekkt. Eftirleikurinn verður auðveldari og sparar nöldur og hótanir ef barninu er gert ljóst hvers er kraf- ist af því. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næsta skrefi sem er að skipuleggja um- bun fyrir góða hegðun. Umbunin verður ævinlega að miðast við ald- ur og upplag barnanna. Örvunin virkar best ef hægt er að veita hana samtímis og barnið hefur lokið góðu verki. I fyrstu þarf .að endurtaka hólið nokkuð oft en bráðlega lærir barnið að gleðjast yfir vel unnu verki þó hvatningin glymji ekki stöðugt í eyrunum. Skammtíma skammarkrókur Eitt áhrifaríkasta ráðið til að fá börn til að leggja af ósiði er skammarkrókurinn. Hugmyndin á bak við hann er hvorki að hegna né þvinga. Þessi einangrun er ekki eins grimmdarleg og hún lítur út fyrir að vera. Hún er ætluð sem mótsögn við uppörvunina og gef- ur foreldrunum tíma til að ná tangarhaldi á skapsmununum þannig að hægt sé að rabba saman um vandamálin í rólegheitum. Ef litli óróaseggurinn harðneitar að fara inn í herbergið sitt verður að fylgja honum þangað. Ekki skipt- ir höfuðmáli hvað fer fram þessa stund sem hann dvelur þar. Ef hann kvartar og kveinar er best að láta það sem vind um eyru þjóta. Aðalmálið er að hann fái ráðrúm til að vera hann sjálfur. Þegar tíminn er útrunninn er ekki vert að gera veður út af því heldur láta nægja að segja: „Tíminn er útrunninn." Það skiptir talsverðu máli að láta ekki undan, jafnvel þótt foreldrarnir séu utan heima- vallar. Það er gott að hafa í huga að forðast aðstæður sem valda tog- streitu og leiðindum. Dæmigert atvik af slíkum toga er þegar pabbinn fer með tveggja ára son sinn á völlinn. Sá stutti hefur eng- an áhuga á leiknum en faðirinn situr negldur við bekkinn og star- ir á þvöguna kringum boltann. Til að fá einhverja skemmtun snýr stráksi sér við og fer að henda poppkorni yfir þá sem sitja fyrir aftan. Faðirinn, sem má ekki missa af neinu, bregst ókvæða við og löðrungar soninn fyrir uppá- tækið. Ef hann hefði hugsað sig um og reynt að setja sig í spor þess stutta hefði hann séð að þessi hegðun var fjarri því að vera óeðlileg. Hann hefði sjálfur trú- lega afar takmarkaða ánægju af að sitja og horfa í bakið á ein- hverjum risaeðlum. í þau fáu skipti, sem glufa myndaðist á milli þeirra, grillti hann í óskiljanlegan leikinn á vellinum. Leyfið börnunum að tjá tilfinningar sínar Helsta ráð dr. Dodsons til að aga börn er að kenna þeim að tjá tilfinningar sínar. Það er frumskil- yrði að barnið láti líðan sína í ljós svo aðrir geti sýnt hluttekningu og tekið þátt í gleði þess og sorg- um. Ef þetta er ekki hægt hleðst spennan upp innra með þeim og getur leitt til þess að börnin verði lokuð og innhverf. Börnin hafa oft beyg af eigin tilfinningum. Þau hræðast þær og fyllast sektar- kennd þegar þeim mislíkar við þá sem þau elska mest. Þau reyna að leyna þessum tilfmningum af ótta við að foreldrarnir hætti að elska þau. Börn verða að læra að ást og reiði eru ekki andstæðar tilfmningar svo að þau geti tekið sárindum sem eðlilegum hlut í mannlegum samskiptum. Tilfinn- ingar eru til staðar þótt þær komi ekki fram. Þær gerjast í sálartetr- inu og geta birst í ákveðnum líkamseinkennum, svo sem taugaóstyrk, magaverk, önduna- rörðugleikum, höfuðverk og fleiru. Árásargirnd og myrkfælni eru tilfmningar sem fæstir vilja leggja rækt við. Engu að síður má fá útrás fyrir þær með því að láta börnin kuðla saman koddum, mála ljótar myndir, dansa stríðs- dans eða láta brúður og bangsa skiptaít á fúkyrðum sem brenna á vörum barnanna. Eftir að hafa viðurkennt reiði og ótta með þess- ari útrás er auðveldara fyrir þau að lifa með þessum geðsveiflum. Ef til vill finnst einhverjum skondið að kalla þessi viðhorf í barnauppeldi agatækni. Svo er þó alls ekki ef fólk gætir að mismun- inum milli aga og refsingar og beinir sjónum sínum að því að börnin læra það sem fyrir þeim er haft fremur en af sársauka hegningarinnar. 33. TBL VI KAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.