Vikan - 13.08.1987, Page 52
Heba Herbertsdóttir
Þegar
tilviljun ræður
æ
Eg hafði verið á heilsubótar-
göngu, gleymt mér en
rankaði við mér á rauðu
ljósi niðri við Laugaveg.
Þolinmóðar biðum við nokkrar
hræður eftir því að ljósið skipti
yfir á grænt svo að tæknin leyfði
okkur að halda ferð okkar
áfram. Lágvaxin og heldur feit-
lagin kona stóð dálítið frá mér,
gjóaði á mig augunum og ég sá
eitthvað í svip hennar sem gaf til
kynna að henni fyndist hún
kannast við mig. Ég kom henni
ekki fyrir mig, gat ekki yngt upp
andlitið, komið á það nafni og
staðsett hana í endurminning-
unni.
Hún færði sig nær mér og
spurði í tón, sem var bæði afsak-
andi og hikandi í senn, hvort ég
héti ekki Jóna. Ég var í hálfgerðu
galsaskapi, samsinnti Jónunafn-
inu og brosti hið innra með mér
því að ég hef alltaf verið hálfgert
Jónufyrirbrigði. Ég viðraðist
upp, áréttaði hvað langt væri síð-
an við hefðum sést.
Hún féllst á það, kvað það
heilan mannsaldur. Ljósið hafði
skipt yfir á grænt og fólkið byrj-
aði að færa sig í göngustöðu og
steðjaði yfir götuna. Við stóðum
tvær eftir, hikandi. Til að þurfa
ekki að bíða aðra ljósrás götuvit-
ans spurði ég konuna hvort hún
væri ekki til í að labba með mér
niður Laugaveginn. Hún greip
uppástunguna feginshendi og
saman flýttum við okkur yfir á
meðan tími gafst á ljósi vonar-
innar.
Við gengum saman niður
Laugaveginn, sögðum fátt, virt-
um hvor aðra fyrir okkur svo
lítið bar á. Hún var klædd popl-
ínkápu, rauðleitri, og háir
hælarnir gerðu gang hennar
álappalegan. Hún var greinilega
óvön þeim. Mér fannst ég skessu-
leg við hlið hennar, stór, útlima-
löng, í flatbotnuðum sjömílna-
skónum, úlpu og gallabuxum.
Þegar við vorum komnar
langleiðina niður Laugaveginn
stakk ég upp á þvi að við fengjum
okkur hressingu á Mokka. Hún
greip uppástunguna eins og hönd
sem rétt er drukknandi mann-
eskju. Svo fórum við inn á
Mokka og fengum okkur súkk-
ulaði og rjómatertu en samtalið
gekk stirðlega. •
Svo spurði konan upp úr þurru
hvað ég væri að vinna við núna,
hvort ég væri að gera eitthvað
sniðugt. Eftir stutta umhugsun
svaraði ég því til að ég væri að
hugsa um að skrifa sögu. „En
SNIÐUGT,“ hrópaði hún í
hrifningu og lyfti augnabrúnun-
um til áherslu, „og öðruvísi,"
bætti hún við eftir dálitla þögn.
Upphrópununum fylgdi önnur
þögn. Við supum á súkkulaðinu
og kjömsuðum á rjómatertunni.
Hún kláraði kökuna, sleikti út
um, tók servíettuna og þurrkaði
sér vandlega um munninn. Svo
tók hún upp sígarettu, kveikti í,
og svo byrjaði hún að tala.
Hún fór að tala um það hvað
sumt fólk væri naskt við að finna
upp á því sniðuga í lífinu. Hún
rifjaði upp endurminningar um
skólasystur okkar, hana Guggu,
sem hafði mætt á skólaballið í
óléttukjólnum hennar mömmu
sinnar, með blöðru innan undir,
allt til áherslu á kaflann í heilsu-
fræðinni um getnað sem alltaf
var sleppt i kennslunni. Henni
Guggu hafði fundist sýnikennsla
nauðsynleg hvað varðaði
ábyrgðina á að sleppa þessum
kafla - að ungar stúlkur yrðu
ófrískar allt of ungar vegna
þekkingarskorts. Og hún rifjaði
upp hvað skólastjórinn hefði
orðið æfur af reiði út af þessu.
Konan hallaði sér aftur í stóln-
um, slengdi höfðinu milli herða-
blaðanna og skellihló. Hún hafði
mjúkan og þægilegan hlátur, kitl-
andi, svo að ég smitaðist og hló
með henni. Hún var greinilega
mjög snortin af Guggupersón-
unni því að hún sagðist ennþá
frétta af henni eftir krókaleiðum
í gegnum systurdóttur mágkonu
sinnar sem væri mikið tengd
henni Guggu.
52 VIKAN 33. TBL