Vikan - 13.08.1987, Page 54
höfðu þær spurt hana hvort eitthvað
sérstakt stæði til hjá henni á gaml-
árskvöld. Hún mundi að hún hafði
viðurkennt brosandi að það væri
rétt að morgundagurinn myndi
verða mjög sérstakur. Endumærð
af unglegri spegilmynd sinni gekk
hún bein í baki inn í baðherbergið,
mundi eftir takmarki sínu og byrj-
aði að láta renna í baðkerið.
Hún var lengi í baðinu og á með-
an hugsaði hún um líf sitt hér í
íbúðinni. Hún hafði búið hér svo
lengi sem hún mundi eftir sér. Fyrst
hafði hún verið hér með foreldrum
sínum og eftir að þeir dóu hafði hún
búið hér alein. Hún var búin að
vinna á sömu skrifstofunni í tuttugu
ár. Ekkert virtist hafa breyst, nema
hvað hún og húsgögnin höfðu elst
og látið meira á sjá. Hún lifði frá
einum degi til hins næsta ár eftir ár.
Hún hafði ekki búist við að neitt
gerðist og ekki reynt að breyta neinu
og hafði heldur ekki orðið fyrir
vonbrigðum. Ekkert hafði gerst,
nema það sem hún hafði planlagt
fyrir kvöldið í kvöld.
Ráðagerð hennar hafði valdið
einu straumhvörfunum í tilbreyting-
arlausu lífi hennar. Hún hafði orðið
að skipta um heimilislækni vegna
þess að Jón gamli Guðmundsson
hefði aldrei skrifað upp á lyfseðil
neitt sterkara en magnyl fyrir hana.
Nýi heimilislæknirinn hennar var
ungur og hafði fúslega skrifað upp
á róandi. Hún hafði safnað töflun-
um samviskusamlega saman fyrir
kvóldið.
Hún steig upp úr baðkerinu,
þurrkaði líkama sinn vandlega og
fór í nærfotin. Hún litaði á sér var-
imar og bar klaufalega kinnalit á
vanga sér. Hún hafði aldrei notað
snyrtivömr en henni hafði fundist
það viðeigandi í kvöld. Hún tók
fram nýja kjólinn sem hún hafði
keypt sér daginn áður. Kjóllinn var
skósíður, efnið mjúkt viðkomu og
ljósgrænt að lit. Þetta var alfalleg-
asti kjóllinn sem hún hafði nokkum
tíma eignast.
Anægð með spegjlmynd sína sneri
hún sér við og gekk í gegnum íbúð-
ina. Ákvörðun hennar var rétt og
fyrirætlanir hennar myndu heppn-
ast: Engir fleiri dagar fullir af sálar-
angist, kæfandi einmanaleika og
ótta. Hún ætlaði ekki að bíða leng-
ur eftir að hinn langþráði vinur
hennar birtist og næmi hana á burt
með sér. I staðinn ætlaði hún að
þvinga hann til að koma til sín í
kvöld.
Hún gekk inn í stofuna, settist
niður í þægilegasta stólinn og ákvað
svo að þetta væri ekki rétti staður-
inn. Hún stóð upp, gekk yfir að
sófanum, settist og sneri að dymn-
um. Já, þetta var rétti staðurinn.
Hún breytti röð glasanna, ösku-
bakkans, disksins, kertastjakans og
eldspýtnanna á borðinu. Ánægð
stóð hún upp og sótti kampavins-
flöskuna fram í eldhúsið. Hún hellti
víninu í glasið sitt en tók þá eftir
kertunum á borðinu. Hvort átti hún
heldur að nota? Hún reyndi hvort
á eftir öðm, gretti sig en gat ekki
tekið ákvörðun. Hana hafði langað
til að hafa allt fullkomið, hún lét
það rauða standa.
Hún lyfti glasi sínu og skálaði:
„Til þín, kæri vinur og bjargvættur.
Vonandi kemurðu fljótt og tekur
mig burt með þér.“ Hún dró diskinn
nær sér. Á honum vom allar pillum-
ar. Hún rétti út höndina eftir
eldspýtunum og kveikti á kertinu.
Hún fyllti glasið sitt aftur og
dreypti á vininu. Hún gat ekki haft
augun af kertinu. Það var rautt og
virtist verða enn rauðara með hverri
mínútunni sem leið og samræmdist
verr gamla rósalitnum á áklæði hús-
gagnanna og borðdúknum. Dáleidd
af kertaljósinu rétti hún út höndina
og tók hnefafylli af pillum. Skyndi-
lega leit hún af kertinu og á kreppta
hönd sér og svo aftur á kertið. Út
úr mistri draumþoku hennar kom
órói. Hún sat lengi grafkyrr og
reyndi að bæla niður þennan óvel-
komna kvíða, reyndi að uppræta
hann. Svo sá hún það - gallann á
ráðagerð sinni. Kertið. Hún hefði
aldrei tekið eftir mistökunum ef
kertið hefði haft rétta litinn. Um
það var hún alveg viss. í fyrirætlun
hennar væri kertið ennþá logandi
þegar hún, þegar hún... En henni
hafði ekki dottið í hug að það gæti
kviknað í húsinu út frá kertinu.
Þetta heimboð var hennar einnar.
Hún hafði aldrei hugsað út í það
að hún gæti stofnað öðmm í hættu.
Kertið breytti öllu.
Hún lét pillumar renna úr hendi
sér, stóð upp og gekk að speglinum
frammi í anddyrinu. Hún horfði
gagnrýnum augum á spegilmynd
sína. Henni fannst hún líta út fyrir
að vera hávaxnari en hún var í raun
og vem og hún var ánægð með
það. Og svo hárið!
Hún stendur fyrir framan spegil-
inn, einmana kona um fimmtugt.
Henni finnst hún unglegri, léttari á
sér og sterkari. „Gerum nú ráð fyr-
ir...hugsar hún en lýkur ekki
hugsun sinni. Henni bregður þegar
hún heyrir gömlu klukkuna slá.
Hún telur ósjálfrátt. Tólf. Af hveiju
ekki? Hún hefur breyst í útliti. Hún
getur breytt áætlunum sínum. Hún
getur selt þessa gömlu íbúð, keypt
aðra minni og nýtískulegri og byijað
- byijað að taka eftir fólki og öðru.
Það er röskleiki í göngulagi henn-
ar þegar hún kemur inn í stofuna.
Hún beygir sig niður, tínir saman
pillumar, setur þær á diskinn og fer
með hann fram á bað. Hún hellir
pillunum í klósettið og sturtar. í
stólnum sínum fyllir hún glasið aftur
af kampavíni, heldur því á lofti og
skálar:
„Á morgun byija ég.“
Sólstöður
Hóllinn reis fyrir framan
hana eins og geysistór
grænn þríhyrningur með
bláan himininn að bak-
grunni. Hóllinn var stöllóttur,
með bröttum þrepum alla leiðina
upp á toppinn. Þangað var för
hennar heitir. Ferðin sóttist
henni hægt upp eftir. Hún strauk
grasið með höndunum um leið
og hún skreið upp á næsta þrep-
ið. Hún gætti þess vel að líta
ekki niður. Hún hafði alltaf verið
lofthrædd og lítið gefin fyrir klif-
ur. En þetta græna og flauels-
kennda hásæti var undantekn-
ingin.
Efst var hóllinn flatur að fram-
an en hækkaði síðan dálítið. Það
var því þægilegt fyrir hana að
leggja sig þegar upp kom og hvíla
þreyttan líkamann. Hún hneig
niður, hvíldinni fegin, og lokaði
augunum. Hún naut hvíldarinn-
ar og beið í eftirvæntingu eftir
hátíðahöldunum sem í vændum
voru. Hún hafði komið hingað
upp á hólinn síðustu tuttugu árin
eins nálægt sumarsólstöðum og
veður leyfði. Á þeim árstíma var
sumar í lofti eða eins sumarlegt
og það myndi verða það sumar-
ið.
Hún opnaði augun hægt og
leit í kringum sig. Hún sá yfir
skeifulaga krókinn þar sem þorp-
ið hreiðraði um sig milli nærliggj-
andi hæða og fjalla. Þar fyrir
framan kom kolsvartur sandur-
inn og svo tók Atlantshafið við.
Bak við hana var hvítur jökullinn
og svartir klettar Hrafnatinda
sem skyggðu á landslagið til aust:
urs, yfir svartan eyðisandinn. í
vestri lá Reynisfjall eins og grá-
blátt steinaldardýr fram á lappir
sér og teygði kjaftinn langt út í
hafið. Utar lágu þrír klettadrang-
ar sem minntu hana alltaf á
steinrunna skipbrotsmenn. Sjálft
þorpið hjúfraði sig undir og ofan
á neðstu hæðinni en út frá henni
breiddist svartur sandurinn þang-
að til hann rann saman við hafið.
Óþolinmóð leit konan af þessu
gamalkunna svarthvít-köflótta
landslagi og augu hennar leituðu
niður brattann til austurs. Hér
var slakkinn ekki eins brattur og
endaði á smáskeri þar sem ófrjó-
64 VIKAN 33. TBL