Vikan


Vikan - 13.08.1987, Page 56

Vikan - 13.08.1987, Page 56
SPÁIN GILDIR FYRIR VIKUNA 16.-22. ÁGÚST HRÚTURINN 21. mars-20. apríl Þú verður í essinu þínu í næstu viku og trúlega finnst þér með öllu óskiljanlegt að ekki skuli allir tilbúnir að fylgja þér eftir. Atorka þín fer í taugarnar á einhverjum en ekki skaltu láta það trufía. Gættu þess þó að gera ekki ósanngjarnar kröfur. VOGIN 24.sept.-23.okt. Þú átt spennandi viku í vændum. Nú gefst þér færi á að sýna hvað í þér býr og getur komið efasemdarmönnum rækilega á óvart. Eitthvað hefur lengi verið í bígerð en nú kemst loks skriður á málin. Um helgina skaltu fagna þessum áfanga. NAUTIÐ 21.apríl-2I.maí Ekki eru allir á einu máli um hvenær hættumerki eru á lofti fjárhagslega séð. Þér þykja ýmsir of bjartsýnir og hefur staðið í ströngu við að ná mönnum niður á jörðina. Kvíddu engu því að þín sjónarmið eru um það bil að verða ofan á. SPORÐDREKINN 24. okí.-23. nóv. Það er erfitt að berjast á mörgum vígstöðvum í einu og hætt við að minna verði úren til stendur ef þú slakarekki til. Veldu mikilvægasta verkefnið en ekki það auðveldasta því að þú kemst aldrei yfir að sinna öllu sem hugurinn stendur til. TVÍBURARNIR 22. maí-21. júní Láttu ekki blekkjast. Þér kann að sýnast sem einhver hafi tek- ið sinnaskiptum en ekki skaltu þó fyllast óhóflegri bjartsýni. Vertu við því búinn að slái í bakseglin. Enn áttu ýmislegt ólært og ekki hafa allar hindranir verið yfirstignar. BOGMAÐURINN 24. nóv.-21. des. Fleiri fastir punktar eru í tilveru þinni en þú heldur. Hvernig væri að íhuga það sem þú hefur og mátt þakka fyrir'? Þú ein- blínir á það sem ekki verður höndlað en margur mundi þakka fyrir að vera í þínum sporum og það skaltu athuga. KRABBINN 22. júní-23. júlí Einbeittu þér að fjárhagnum. Þar er sitthvað sem betur mætti fara og auðvelt er að kippa í lag sé það gert í tíma. Jafnframt skaltu athuga að þú getur orðið nákomnum ættingja að liði. Hjá honum er meira að en í fljótu bragði sýnist líklegt. STEINGEITIN 22. des.-20. jan. Ekki verður bæði sleppt og haldið. Taktu ekki ákvarðanir í bráðræði. Þér er fyrir bestu að hugsa þinn gang og nota til þess þær stundir sem þér finnst tilveran með bjartasta móti. Þú átt ýmissa kosta völ og nú gildir að velja rétt. LJÓNIÐ 24. júlí-23. ágúst Þér finnst þú hafa öll ráð í hendi þér og líkar vel. Þér hættir til ráðríki. Hvernig væri að leyfa öðrum stöku sinnum að halda að þeir eigi síðasta orðið? Þetta getur þú auðveldlega og það verður til þess að allir mega betur við sinn hlut una. VATNSBERINN 21.jan.-19. febr. Þú horfir fram á veg og stefnir upp á við. Ryddu hindrunum jafnharðan úr vegi, þú ert maður til þess og metur aðstæður og möguleika af kaldri skynsemi. Gleymdu samt ekki að njóta augnabliksins því að fátt er mikilvægara en ánægja og hugarró. M EYJ AN 24. ágúst-23. sept. Reyndu að ganga tryggilega frá samningum sem fram undan eru. Nú er konrinn tími til að hnýta enda sem lausir hafa verið og sumir alltof lengi. Ekkert gerist af sjálfu sér en eigir þú frum- kvæðið áttu möguleika á að hafa stjórn á hlutunum. FISKARNIR 20.febr.-20.mars Þú nýtur velgengni í starfi og á þeirn vettvangi er ýmislegt að finna sem verður þér til gleði. Hafðu augun hjá þér því að sitt- hvað er á seyði sem þú kannt vel að meta og verður þér til framdráttar ef þú gefur þig fram og hikar ekki of lengi. 56 VIKAN 33. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.