Vikan - 05.11.1987, Qupperneq 27
Risamir þrír, Stalín, Roosevelt og Churchill, í Teheran 1943.
SÖGUUG VINÁTTA
Texti: Árni Sigurðsson
Tæplega hálf öld er liðin
síðan heimsstyrjöldin siðari
braust út. Sá hildarleikur var
ein mesta raun sem
mannkyn hefur yfir sig leitt.
Sú saga verður ekki sögð í
þessari grein heldur saga
stórmekilegrar vináttu
Franklins D. Roosevelt og
Winstons Churchill, þeirra
tveggja leiðtoga banda-
manna sem áttu hvað
ríkastan þátt í að leiða þá
viðureign til farsælla lykta.
Tugmilljónum manna var fómað á
altari metnaðar eins manns, mannsins
með skrítna skeggið, Adolfs Hiders.
Seiimi heimsstyrjöldin var uppgjörið
við nasismann, forsendan fyrir stofnun
Sameinuðu þjóðanna og grunnurinn
að þjóðfélagsskipan Vesturlanda. Nú-
tímafólki er það ekki auðvelt að gera
sér ljósa grein fyrir þeirri ógn sem sið-
menningu heimsins bjó af Þýskalandi
nasismans, en Ijóst er, að heimurinn
vaeri ekki samur hefði Hitler unnið
styrjöldina. Vináttu Winstons
Churchills, forsætisráðherra Bretlands
á árum heimsstyrjaldarinnar síðari, og
Franklins Roosevelts, þáverandi forseta
Bandaríkjanna, er það að þakka að sam-
starf bandamanna varð styrkara og
markvissara en ella, telja sagnfræðing-
ar. Vinátta þeirra og gagnkvæm virðing
varð til þess að sigur vanns tá Möndul-
veldunum þó vissulega hafl Sovétmenn
lagtþ ung lóð á vogarskálar styrjaldar-
átakanna.
Roosevelt og Churchill voru ólíkir menn
að eðlisfari en eiga það þó sammerkt að
vera meðal merkustu stjórnvitringa aldar-
innar. í mörgum málum voru þeir ósam-
mála, þó aldrei létu þeir það hafa áhrif á
samstarfið enda skynjuðu þeir þá alvarlegu
ábyrgð er hvíldi á herðum þeirra, að brjóta
hernaðarmaskínu Möndulveldanna á bak
aftur. Roosevelt var tortrygginn gagnvart
VIKAN 27