Vikan - 05.11.1987, Qupperneq 39
Hvernig leysa foreldrar
unglingovandamálið
í Vikunnl íyrir stuttu gáfu
tveir unglingar ráð við for-
eldravandamálinu. Að þessu
sinni eru það foreldrar sem
Þór Hannes Axelsson
faðir 18 ára stúlku
Fyrsta regla er að treysta
þeim.
Á 12-13 ára aldrinum á alls
ekki að leyfa það að vinkonur fái
að sofa hjá hver annarri, við það
tapast öll yfirsýn yflr „kerfið" og
ekki nokkur leið að vita hvað er
að gerast.
Eg hef alltaf litið á íslenska
leigubílstjóra sem mikilvægasta
hlekkinn í því að unglingar
komist heim til sín. Ég hef það
alltaf fyrir reglu að láta pening
sem ætlaður er fyrir leigubíl
heim fylgja með þegar verið er
að fara eitthvað; Pening sem
ekki má nota til neins annars.
Síðan er það grundvallaratriði
að geta rætt við unglinginn og
sérstaklega mikilvægt að muna
að við vorum einu sinni ung.
gefa ráð við unglinga-
vandamálinu. Það fyrsta sem
báðir viðmælendur okkar
sögðu var: ÞETTA ER
HRÆÐILEGA ERFITT og áttu
þá við að vera foreldri
unglings.
Anna Alfreðsdóttir
móðir 14 ára stúlku
og 15 ára stráks
Það er erfitt að vera gott for-
eldri, en maður er alltaf að
reyna sitt besta. Til að samskipt-
in geti gengið sem best finnst
mér að það verði í fyrsta lagi að
sýna börnunum ást og um-
hyggju.
I öðru lagi er bráðnauðsyn-
legt að tala við þau og hlusta á
það sem þau eru að segja.
Þeim verður að sýna traust.
Mér finnst um að ger* að reyna
að halda sem mest í þau og vita
alltaf hvað þau eru að gera þeg-
ar þau eru að heiman.
Síðan má ekki gleyma því að
maður verður að sýna gott for-
dæmi sjálfur, það gengur auðvit-
að ekki að banna eitthvað vegna
þess að það er rangt en gera það
síðan sjálfur. —B.K.
VIKAN 5. -12. NÓVEMBER 1987
Hrúturinn
21. mars - 20. apríl
Það er ekki um annað að
ræða en taka því að þessi vika
verður heldur dapurleg. Gerðu
ekkert nema það bráðnauðsynleg-
asta þar til rofartil. Kannski þarftu
að hvíla þig meira?
Nautið
21. apríl - 21. maí
Allt bendir til þess að vikan
verði góð. Ástin, fjölskyldulífið og
öll önnur samskipti við fólk verða
eins og best verður á kosið.
Tvíburarnir
22. maí - 21. júní
Sköpunargleðin er i há-
marki; nýttu þér það vel. Gættu
þess að þó á vegi þínum verði ein-
hver nýr og spennandi þá máttu
ekki snúa baki við gömlu félögun-
um.
Krabbinn
22. júní - 22. júlí
Fjölskyldan er frek á þig
þessa vikuna. Skipuleggðu vel það
sem þú ætlar að taka þér fyrir
hendur - líka peningamálin - og
þá mun allt takast vel.
Ljónið
23. júlí - 23. ágúst
Allt getur gerst í vikunni,
en til þess að hlutirnir gangi vel
þarftu að gefa þér tíma til að
skoða möguleikana. Notaðu tæki-
færin vel.
Meyjan
24. ágúst-23. september
Þessi vika verður þér mjög
góð. Allt bendir til þess að ást og
vinskapur blómstri. Nú er tækifær-
ið, þegar allt leikur í lyndi, til að
framkvæma þau verk sem þú hef-
ur lengi ætlað þér.
Vogin
24. sept. - 23. okt.
Þú færð gott tækifæri til
að gera það sem þig hefur lengi
langað til, en gættu þess að of-
keyra þig ekki. Taktu ekki persónu-
leg áhugamál fram yfir fjölskyld-
una.
Sporðdrekinn
24. okt. - 22. nóv.
Þetta getur orðið spenn-
andi vika ef þú notar vel þau tæki-
færi sem þér bjóðast, slepptu samt
ekki alveg fram af þér beislinu þú
gætir hneykslað þá sem eru (
kringum þig.
Bogamaðurinn
23. nóv. - 21. des.
Tilfinningalega verður
þetta góð vika fyrir þig, en reyndu
samt að hleypa vinum þínum dá-
lítið nær þér. Farðu varlega í pen-
ingamálum og hugsaðu þigX'el um
áður en þú eyðir.
Steingeitin
22. des. - 20. janúar
Ástin hefur klófest þig og
ekki annað en gott um það að
segja. Njóttu þess og láttu skyld-
urnar bíða í smá tíma, það kemur
ekki að sök.
Vatnsberinn
21. janúar - 18. febrúar
Orkan er í hámarki og þú
getur afkastað mjög miklu. Nýttu
þessa orku í að framkvæma eitt-
hvað skynsamlegt - það er áreið-
anlega eitthvað sem þú hefur lengi
ætlað þér að gera!
Fiskarnir
19. febrúar - 20. mars
Þér til mikillar gleði er að
færast líf í hlutina aftur. Þér líður
vel líkamlega og ættir því að geta
notið þín vel. Þessi góði tími kem-
ur bæði þér og þínum nánustu til
góða.
VIKAN 39
STJÖRNUSPÁ